Sársvekktur að hafa ekki getað kosið í Mývatnssveit Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2024 18:03 Ekkert atkvæði frá Helga Þorleifi Þórhallssyni verður í kjörkassa þegar talið verður í kvöld, í nótt og mögulega í fyrramálið. Það var mikið svekkelsi þegar Helgi Þorleifur Þórhallsson, nemi í fatahönnun við Háskóla Íslands, mætti á kjörstað í Mývatnssveit. Ástæðan var sú að hann fékk ekki að greiða atkvæði. Helgi sendi fréttastofu skeyti í hádeginu þar sem útskýrði stöðuna sem upp hefði komið og honum þætti sannarlega fréttnæm. Þannig að er Helgi Þorleifur er við nám í Reykjavík en starfar í sinni heimasveit á sumrin. Þegar námsönninni við Listaháskólanum lauk þann 10. maí flutti hann aftur norður í land í foreldrahús og tilkynnti breytingu á lögheimili til Þjóðskrár nokkrum dögum síðar. Fram kemur á vef Þjóðskrár að breytingar á lögheimili fyrir kosningar þurfi að eiga sér stað í síðasta lagi þann 24. apríl. Annars sé miðað við lögheimilisskráningu fyrir þann dag. Helga finnst þetta ekki nógu skýrt. „Hvergi á netinu er hæglega hægt að finna þær upplýsingar að ég væri með kjörstað minn ennþá í Reykjavík fyrst ég flutti lögheimilið „of seint“. Einnig er það ekki almenn vitneskja að ekki væri hægt að koma því einhvern vegin í gegn að kjósa í mínu núverandi kjördæmi,“ segir Helgi Þorleifur. Hann lýsir því að kjörstjórn hafi verið afslöppuð þegar hann mætti og nafnið hans var ekki að finna á lista kjósenda. Kannski yrði hægt að finna út úr því. „Þetta eru ekki sveitastjórnakosningar eða alþingiskosningar eftir alltsaman - hvert atkvæði sama í hvaða kjördæmi þú ert, gildir jafnt og hefur ekki áhrif á ákveðið fólk í framboði,“ segir Helgi Þorleifur. Hann hafi farið afsíðir með formanni kjörstjórnar, setið við hlið hans meðan hann hringdi símtal eftir símtal til að fá svör. Að lokum var niðurstaðan sú að hann gæti ekki kosið í Mývatnssveit. „Ég hefði þurft að kæra breytingu á kjörseðli eftir fluttning lögheimilisins til að mega kjósa í kjördæminu mínu. Hann sagði mér einnig að áður fyrr hefði mátt uppfæra kjörseðilinn þannig að ég gæti kosið og að þetta væri í fyrsta skipti sem það væri ekki hægt.“ Formaður kjörstjórnar hafi sjálfur komið af fjöllum og virkað miður sín að geta ekki hjálpað Helga. „Þó hann hafi verið mjög hjálpsamur og gert allt sem hann gat. Það að sjálf kjörstjórnin hafi ekki vitað af slíkri reglu sem er svo ströng er ótrúlegt fyrir mér - það virðist ekki vera nein almenn vitneskja um þetta.“ Möguleikinn á að kjósa hafi þó enn verið til staðar. En þá hefði Helgi þurft að fara til Akureyrar eða Húsavíkur, kjósa þar, koma atkvæði sínu suður með flugvél með tilheyrandi kostnaði. Svo hefði einhver þurft að fara með atkvæði hans af Reykjavíkurflugvelli á viðeigandi kjörstað fyrir klukkan tíu í kvöld. „En það er of mikið vesen, sérstaklega af því núna er ég mættur í vinnuna þar sem ég verð fram á kvöld og er að skrifa þennan póst á skrifborðinu þar,“ sagði Helgi Þorleifur í hádeginu í dag. Forsetakosningar 2024 Þingeyjarsveit Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Helgi sendi fréttastofu skeyti í hádeginu þar sem útskýrði stöðuna sem upp hefði komið og honum þætti sannarlega fréttnæm. Þannig að er Helgi Þorleifur er við nám í Reykjavík en starfar í sinni heimasveit á sumrin. Þegar námsönninni við Listaháskólanum lauk þann 10. maí flutti hann aftur norður í land í foreldrahús og tilkynnti breytingu á lögheimili til Þjóðskrár nokkrum dögum síðar. Fram kemur á vef Þjóðskrár að breytingar á lögheimili fyrir kosningar þurfi að eiga sér stað í síðasta lagi þann 24. apríl. Annars sé miðað við lögheimilisskráningu fyrir þann dag. Helga finnst þetta ekki nógu skýrt. „Hvergi á netinu er hæglega hægt að finna þær upplýsingar að ég væri með kjörstað minn ennþá í Reykjavík fyrst ég flutti lögheimilið „of seint“. Einnig er það ekki almenn vitneskja að ekki væri hægt að koma því einhvern vegin í gegn að kjósa í mínu núverandi kjördæmi,“ segir Helgi Þorleifur. Hann lýsir því að kjörstjórn hafi verið afslöppuð þegar hann mætti og nafnið hans var ekki að finna á lista kjósenda. Kannski yrði hægt að finna út úr því. „Þetta eru ekki sveitastjórnakosningar eða alþingiskosningar eftir alltsaman - hvert atkvæði sama í hvaða kjördæmi þú ert, gildir jafnt og hefur ekki áhrif á ákveðið fólk í framboði,“ segir Helgi Þorleifur. Hann hafi farið afsíðir með formanni kjörstjórnar, setið við hlið hans meðan hann hringdi símtal eftir símtal til að fá svör. Að lokum var niðurstaðan sú að hann gæti ekki kosið í Mývatnssveit. „Ég hefði þurft að kæra breytingu á kjörseðli eftir fluttning lögheimilisins til að mega kjósa í kjördæminu mínu. Hann sagði mér einnig að áður fyrr hefði mátt uppfæra kjörseðilinn þannig að ég gæti kosið og að þetta væri í fyrsta skipti sem það væri ekki hægt.“ Formaður kjörstjórnar hafi sjálfur komið af fjöllum og virkað miður sín að geta ekki hjálpað Helga. „Þó hann hafi verið mjög hjálpsamur og gert allt sem hann gat. Það að sjálf kjörstjórnin hafi ekki vitað af slíkri reglu sem er svo ströng er ótrúlegt fyrir mér - það virðist ekki vera nein almenn vitneskja um þetta.“ Möguleikinn á að kjósa hafi þó enn verið til staðar. En þá hefði Helgi þurft að fara til Akureyrar eða Húsavíkur, kjósa þar, koma atkvæði sínu suður með flugvél með tilheyrandi kostnaði. Svo hefði einhver þurft að fara með atkvæði hans af Reykjavíkurflugvelli á viðeigandi kjörstað fyrir klukkan tíu í kvöld. „En það er of mikið vesen, sérstaklega af því núna er ég mættur í vinnuna þar sem ég verð fram á kvöld og er að skrifa þennan póst á skrifborðinu þar,“ sagði Helgi Þorleifur í hádeginu í dag.
Forsetakosningar 2024 Þingeyjarsveit Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira