Jón Gnarr mjög bjartsýnn: „Fyrsti krúnurakaði rauðhærði forsetinn“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. júní 2024 14:06 Jón ásamt fjölskyldu á leiðinni á kjörstað. Hann hefur haft í nógu að snúast undanfarna daga. vísir/Anton Brink „Þetta var ekki erfitt val,“ sagði Jón Gnarr í sem kom atkvæði sínu til skila ásamt fjölskyldu sinni í Vesturbæjarskóla í dag. Fyrri hluti dags fór í að fagna útskrift sonarins, Jóns Gnarr yngri, frá Menntaskólanum við Sund. „Svo kjósum við, og svo er eitthvað sprell á kosningaskrifstofunni. Við erum að bjóða upp plaköt og boli og bara restina af þessu dóti. Þetta eru minjagripir fyrir fólk, tækifæri til að eignast þá. Svo er eitthvað kosningafjör í kvöld og útskriftaveisla. Þetta er bara eins og í Gamla testamentinu, margra daga hátíðarhöld,“ segir Jón í samtali við fréttastofu á kjörstað. Jón segist annars mjög bjartsýnn fyrir kvöldinu. „Ég er eiginlega alveg fullviss um að þessi kosningaúrslit verði gríðarlega óvænt. Við eigum eftir að sjá einhverja stórkmerkilegustu kosninganiðurstöður sem við höfum bara séð, lengi. Mér finnst mikil óvissa yfir þessu.“ „Það er mikil spenna og ég er gríðarlega spenntur og hlakka til. En svo er rosalegur léttir að þetta sé búið, af því ég held bara að ég hafi aldrei á ævinni verið jafn þreyttur. Þetta er svakalegt,“ segir Jón. Aldrei verið jafn þreyttur Jón Gnarr hefur haft í mörgu að snúast að undanförnu.vísir/Anton Brink Það fyrsta sem hann ætlar að gera eftir kosninganóttina er að krúnuraka sig. „Vegna þess að ég er að mæta til vinnu á mánudaginn í tökur. Það er gerð krafa um að ég sé krúnurakaður, svo það sé hægt að festa á mig hárkollu. Þannig er bara mitt líf en svo getur það bara breyst“ segir Jón. Þannig þú verður mögulega fyrsti krúnurakaði forsetinn? „Já, fyrsti krúnurakaði, rauðhærði forsetinn,“ segir Jón að lokum og skellti upp úr. Jón Gnarr ásamt fjölskyldu. Sonurinn útskrifaðist úr MS í dag.vísir/Anton Brink Fylgst er með öllum helstu tíðindum í forsetavaktinni hér á Vísi: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira
Fyrri hluti dags fór í að fagna útskrift sonarins, Jóns Gnarr yngri, frá Menntaskólanum við Sund. „Svo kjósum við, og svo er eitthvað sprell á kosningaskrifstofunni. Við erum að bjóða upp plaköt og boli og bara restina af þessu dóti. Þetta eru minjagripir fyrir fólk, tækifæri til að eignast þá. Svo er eitthvað kosningafjör í kvöld og útskriftaveisla. Þetta er bara eins og í Gamla testamentinu, margra daga hátíðarhöld,“ segir Jón í samtali við fréttastofu á kjörstað. Jón segist annars mjög bjartsýnn fyrir kvöldinu. „Ég er eiginlega alveg fullviss um að þessi kosningaúrslit verði gríðarlega óvænt. Við eigum eftir að sjá einhverja stórkmerkilegustu kosninganiðurstöður sem við höfum bara séð, lengi. Mér finnst mikil óvissa yfir þessu.“ „Það er mikil spenna og ég er gríðarlega spenntur og hlakka til. En svo er rosalegur léttir að þetta sé búið, af því ég held bara að ég hafi aldrei á ævinni verið jafn þreyttur. Þetta er svakalegt,“ segir Jón. Aldrei verið jafn þreyttur Jón Gnarr hefur haft í mörgu að snúast að undanförnu.vísir/Anton Brink Það fyrsta sem hann ætlar að gera eftir kosninganóttina er að krúnuraka sig. „Vegna þess að ég er að mæta til vinnu á mánudaginn í tökur. Það er gerð krafa um að ég sé krúnurakaður, svo það sé hægt að festa á mig hárkollu. Þannig er bara mitt líf en svo getur það bara breyst“ segir Jón. Þannig þú verður mögulega fyrsti krúnurakaði forsetinn? „Já, fyrsti krúnurakaði, rauðhærði forsetinn,“ segir Jón að lokum og skellti upp úr. Jón Gnarr ásamt fjölskyldu. Sonurinn útskrifaðist úr MS í dag.vísir/Anton Brink Fylgst er með öllum helstu tíðindum í forsetavaktinni hér á Vísi:
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira