Bónaður brjóstkassi og barnaafmæli Þorbjörg Marínósdóttir skrifar 1. júní 2024 10:00 Ég sat með rjómaþakið postulín í barnaafmæli fyrir nokkru síðan þar sem forsetaframboðsumræður yfirgnæfðu sykurþanda gleði gesta. Nú þurfti að ræða málin. Barnaafmæli eru nefnilega fullkomin umræðuvettvangur. Þar blandast saman allskonar fólk á öllum aldri og enginn er undir áhrifum og missir sig í rausi. Fólk er kurteist en ákveðið og svo er afmælið búið áður en umræðurnar verða þreytandi. „Hvað finnst þér um frambjóðendur?“ spurði einn gestanna mig.„Svona almennt?“ spurði ég með brauðrétt í kinninni.„Já. Myndir þú kjósa einhvern af þeim sem komnir eru fram?“ augun geisluðu af spenning.Svarið var ekki einfalt. Þetta var í febrúar og skrúðgangan langt í frá fullmönnuð og ég hafði ekki gert upp við mig hvaða kosti mér fannst að forseti yrði að bera og hvað væri góður forseti. Og er góður rétta orðið eða hæfur? Og hvað er að vera hæfur? Það er til fullt af góðu og vönduðu fólki sem á samt ekkert í að vera forseti. Það er því mikilvægt að gera upp við sig hvað kosti viðkomandi þarf að hafa og ekki síður hvað eiginleika viljum við ekki sjá í þessu embætti. Opinberlega er hlutverk hins setta að hafa formlegt hlutverk í stjórnskipun og vald til synjunar laga. Þetta er lítill hluti starfsins í tímalegum skilningi þó áhrifin geti verið mikil. Meginþorri vinnunnar felst í landkynningu, störfum í samfélagsþágu og sem sameiningartákn. Þarna komum við að því að lykillinn þarf að passa í skrána. Hvernig manneskja mun ná árangri í þessum verkefnum? Umboðsmanneskja Íslands þarf að hafa bein í nefinu, vera réttsýn, hugrökk, félagslega hæf, vandvirk, traust, vinnusöm, heiðarleg, staðföst og hlý. Við hljótum að vilja að sameiningartákn landsins sé manneskja með útrétta hönd en ekki bónaðan brjóstkassa. Fjölskyldumanneskja, því það er jú það sem við erum á þessari eyju. Flókin fjölskylda með fallegum viðbótum. Það er hægt að raða í kringum sig réttu fólki og læra flestallt en það er hvorki hægt að læra hlýju né heiðarleika. Þessir eiginleikar leiða af sér traust og þar smellur lykillinn inn. Traust er dýrmætt og er ekki keypt með heilsíðuauglýsingu eða ókeypis pennum. Traustið og staðfestan eru gæðin. Fólk er nefnilega allskonar og leyfir sér að biðja um allskonar óviðeigandi, ekki síst í þessu flókna fjölskyldumynstri sem landið okkar liggur í. Forseti þarf að gefa skýr svör og ekki ráðrúm fyrir getgátur og óvissu. En hver er þessi manneskja? Í sögulegu samhengi hafa forsetar og aðrir kjörnir einstaklingar sem fagnað hafa mikilli velgengni oftar en ekki átt það sameiginlegt að „þurfa“ ekki starfið en vilja það og geta vel valdið því. Það skilgreinir ekki viðkomandi og þar af leiðandi hangir viðkomandi ekki í því umfram eftirspurn með öllum tiltækum ráðum. Höfundur er fjölmiðlafræðingur með sérlegan áhuga á samskiptum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas Skoðun Skoðun Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Sjá meira
Ég sat með rjómaþakið postulín í barnaafmæli fyrir nokkru síðan þar sem forsetaframboðsumræður yfirgnæfðu sykurþanda gleði gesta. Nú þurfti að ræða málin. Barnaafmæli eru nefnilega fullkomin umræðuvettvangur. Þar blandast saman allskonar fólk á öllum aldri og enginn er undir áhrifum og missir sig í rausi. Fólk er kurteist en ákveðið og svo er afmælið búið áður en umræðurnar verða þreytandi. „Hvað finnst þér um frambjóðendur?“ spurði einn gestanna mig.„Svona almennt?“ spurði ég með brauðrétt í kinninni.„Já. Myndir þú kjósa einhvern af þeim sem komnir eru fram?“ augun geisluðu af spenning.Svarið var ekki einfalt. Þetta var í febrúar og skrúðgangan langt í frá fullmönnuð og ég hafði ekki gert upp við mig hvaða kosti mér fannst að forseti yrði að bera og hvað væri góður forseti. Og er góður rétta orðið eða hæfur? Og hvað er að vera hæfur? Það er til fullt af góðu og vönduðu fólki sem á samt ekkert í að vera forseti. Það er því mikilvægt að gera upp við sig hvað kosti viðkomandi þarf að hafa og ekki síður hvað eiginleika viljum við ekki sjá í þessu embætti. Opinberlega er hlutverk hins setta að hafa formlegt hlutverk í stjórnskipun og vald til synjunar laga. Þetta er lítill hluti starfsins í tímalegum skilningi þó áhrifin geti verið mikil. Meginþorri vinnunnar felst í landkynningu, störfum í samfélagsþágu og sem sameiningartákn. Þarna komum við að því að lykillinn þarf að passa í skrána. Hvernig manneskja mun ná árangri í þessum verkefnum? Umboðsmanneskja Íslands þarf að hafa bein í nefinu, vera réttsýn, hugrökk, félagslega hæf, vandvirk, traust, vinnusöm, heiðarleg, staðföst og hlý. Við hljótum að vilja að sameiningartákn landsins sé manneskja með útrétta hönd en ekki bónaðan brjóstkassa. Fjölskyldumanneskja, því það er jú það sem við erum á þessari eyju. Flókin fjölskylda með fallegum viðbótum. Það er hægt að raða í kringum sig réttu fólki og læra flestallt en það er hvorki hægt að læra hlýju né heiðarleika. Þessir eiginleikar leiða af sér traust og þar smellur lykillinn inn. Traust er dýrmætt og er ekki keypt með heilsíðuauglýsingu eða ókeypis pennum. Traustið og staðfestan eru gæðin. Fólk er nefnilega allskonar og leyfir sér að biðja um allskonar óviðeigandi, ekki síst í þessu flókna fjölskyldumynstri sem landið okkar liggur í. Forseti þarf að gefa skýr svör og ekki ráðrúm fyrir getgátur og óvissu. En hver er þessi manneskja? Í sögulegu samhengi hafa forsetar og aðrir kjörnir einstaklingar sem fagnað hafa mikilli velgengni oftar en ekki átt það sameiginlegt að „þurfa“ ekki starfið en vilja það og geta vel valdið því. Það skilgreinir ekki viðkomandi og þar af leiðandi hangir viðkomandi ekki í því umfram eftirspurn með öllum tiltækum ráðum. Höfundur er fjölmiðlafræðingur með sérlegan áhuga á samskiptum.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun