„Við útrýmum ekki ofbeldi með hatri“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. maí 2024 22:00 Hin palestínska Enas Dajani er nýútskrifuð úr kynja- og jafnréttisfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Arnar Ofbeldi gegn konum verður ekki stöðvað með því að ýta undir kynþáttafordóma. Þetta segir palestínsk kona sem óttast að umræða um alvarleg ofbeldisbrot gegn löndu sinni á Íslandi ali á fordómum, frekar en að styðja þolendur og berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Átta hafa verið ákærð fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. Málið sem er hið óhugnanlegasta, var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en samkvæmt heimildum fréttastofu er um fjölskyldu frá Palestínu að ræða. Hin palestínska Enas Dajani sem er nýútskrifuð úr kynja- og jafnréttisfræði við Háskóla Íslands þekkir til málsins, og segir ljóst að fórnarlambið hafi verið beitt hræðilegu ofbeldi. Hún segir þó miður að athygli fjölmiðla virðist oft beinast fremur að uppruna meintra ofbeldismanna, heldur en því sem meira máli skipti. „Mikilvægast er að einbeita sér ekki að þjóðerni þeirra eða uppruna. Það olli mér miklum vonbrigðum að sjá að í fréttum var lögð áhersla á heiðursmorð og palestínskt þjóðerni þeirra,“ segir Enas, sem var nokkuð brugðið yfir fréttaflutningi af málinu. „Það sem mestu máli skiptir er hvað kom fyrir hana og hvernig konunni líður núna og hvernig hafa dætur hennar það,“ bætir hún við, en hún hafði í dag ekki náð að tala við fórnarlambið eftir að fréttir af málinu birtust í fjölmiðlum. „Við útrýmum ekki ofbeldi með hatri. Fordómum fylgir hatur, og auknu hatri fylgir aukið ofbeldi,“ segir Enas. Sjálfri þyki henni mikilvægt leggja áherslu á þolandann sem hafi mátt þola hrikalegt, frekar en það hvaðan meintir gerendur væru. „Við erum ekki að tala um konuna og það hvernig verður að bregðast við til að styðja þessa konu og dætur hennar. Við erum ekki að tala um ábyrgð. Það hefur verið greint frá því að þessir menn hafi ekki verið að beita þessu ofbeldi nýlega, heldur 2022 og 2023. Hvað gerðist og af hverju voru þeir ekki látnir sæta ábyrgð fyrr, hvert er hlutverk lögreglu? Þetta er á Íslandi svo þeir verða að fara að íslenskum lögum.“ Faraldur um allan heim Málið veki markar spurningar. Mestu máli skipti hlúið sé að fórnarlambinu og að þeir sem í hlut eigi svari fyrir sakir sínar. „Þegar svona ofbeldismál koma upp, vinnum við öll að því að binda enda á ofbeldi gegn konum, kynbundið ofbeldi og kvennamorð. Þetta er faraldur sem geisar um allan heim, ekki aðeins á Íslandi og ekki aðeins í Palestínu. Þetta tengist ekki endilega arabísku þjóðerni eða kynþætti,“ útskýrir Enas, sem óttast að slíkur málflutningur ýti undir fordóma. „Okkur mun aldrei takast að leysa það samfélagslega mein sem ofbeldi er með kynþáttahatri. Ef við ætlum að tala um þessi mál í samhengi við uppruna og þjóðerni, þá munum við aldrei leysa ofbeldisvandann heldur þvert á móti kynda undir öðru samfélagsmeini sem eru kynþáttafordómar. Það er bál sem við viljum ekki kveikja á Íslandi,“ segir Enas. „Þetta er til skammar.“ Almennt þurfi stjórnvöld, ekki bara á Íslandi heldur um allan heim, að taka meira mark á konum sem verða fyrir kynbundnu ofbeldi, hlusta og bregðast við. „Það er 2024 og við erum enn að tala um grundvallarréttindi fyrir konur,“ segir Enas. Hún hefur verið á Íslandi í um hálft ár, og í tengslum við nám sit segist hún hafa fengið góða innsýn í það starf og þann veruleika sem blasir við þeim samtökum og stofnunum sem vinna með konum sem hafa orðið fyrir ofbeldi og heyrt sögur þolenda. „Við vitum að ofbeldi gegn konum og kynbundið ofbeldi er til staðar á Íslandi og því er ekki aðeins beitt af Palestínumönnum eða öðrum útlendingum sem koma til Íslands. Því er líka beitt á Íslandi af Íslendingum. Og það er miður að það hafi ekki verið mögulegt að útrýma slíku ofbeldi hér á Íslandi sem er í fyrsta sæti í heiminum þegar það kemur að kynjajafnrétti.“ Kynþáttafordómar Kynferðisofbeldi Mannréttindi Dómsmál Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Átta hafa verið ákærð fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. Málið sem er hið óhugnanlegasta, var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en samkvæmt heimildum fréttastofu er um fjölskyldu frá Palestínu að ræða. Hin palestínska Enas Dajani sem er nýútskrifuð úr kynja- og jafnréttisfræði við Háskóla Íslands þekkir til málsins, og segir ljóst að fórnarlambið hafi verið beitt hræðilegu ofbeldi. Hún segir þó miður að athygli fjölmiðla virðist oft beinast fremur að uppruna meintra ofbeldismanna, heldur en því sem meira máli skipti. „Mikilvægast er að einbeita sér ekki að þjóðerni þeirra eða uppruna. Það olli mér miklum vonbrigðum að sjá að í fréttum var lögð áhersla á heiðursmorð og palestínskt þjóðerni þeirra,“ segir Enas, sem var nokkuð brugðið yfir fréttaflutningi af málinu. „Það sem mestu máli skiptir er hvað kom fyrir hana og hvernig konunni líður núna og hvernig hafa dætur hennar það,“ bætir hún við, en hún hafði í dag ekki náð að tala við fórnarlambið eftir að fréttir af málinu birtust í fjölmiðlum. „Við útrýmum ekki ofbeldi með hatri. Fordómum fylgir hatur, og auknu hatri fylgir aukið ofbeldi,“ segir Enas. Sjálfri þyki henni mikilvægt leggja áherslu á þolandann sem hafi mátt þola hrikalegt, frekar en það hvaðan meintir gerendur væru. „Við erum ekki að tala um konuna og það hvernig verður að bregðast við til að styðja þessa konu og dætur hennar. Við erum ekki að tala um ábyrgð. Það hefur verið greint frá því að þessir menn hafi ekki verið að beita þessu ofbeldi nýlega, heldur 2022 og 2023. Hvað gerðist og af hverju voru þeir ekki látnir sæta ábyrgð fyrr, hvert er hlutverk lögreglu? Þetta er á Íslandi svo þeir verða að fara að íslenskum lögum.“ Faraldur um allan heim Málið veki markar spurningar. Mestu máli skipti hlúið sé að fórnarlambinu og að þeir sem í hlut eigi svari fyrir sakir sínar. „Þegar svona ofbeldismál koma upp, vinnum við öll að því að binda enda á ofbeldi gegn konum, kynbundið ofbeldi og kvennamorð. Þetta er faraldur sem geisar um allan heim, ekki aðeins á Íslandi og ekki aðeins í Palestínu. Þetta tengist ekki endilega arabísku þjóðerni eða kynþætti,“ útskýrir Enas, sem óttast að slíkur málflutningur ýti undir fordóma. „Okkur mun aldrei takast að leysa það samfélagslega mein sem ofbeldi er með kynþáttahatri. Ef við ætlum að tala um þessi mál í samhengi við uppruna og þjóðerni, þá munum við aldrei leysa ofbeldisvandann heldur þvert á móti kynda undir öðru samfélagsmeini sem eru kynþáttafordómar. Það er bál sem við viljum ekki kveikja á Íslandi,“ segir Enas. „Þetta er til skammar.“ Almennt þurfi stjórnvöld, ekki bara á Íslandi heldur um allan heim, að taka meira mark á konum sem verða fyrir kynbundnu ofbeldi, hlusta og bregðast við. „Það er 2024 og við erum enn að tala um grundvallarréttindi fyrir konur,“ segir Enas. Hún hefur verið á Íslandi í um hálft ár, og í tengslum við nám sit segist hún hafa fengið góða innsýn í það starf og þann veruleika sem blasir við þeim samtökum og stofnunum sem vinna með konum sem hafa orðið fyrir ofbeldi og heyrt sögur þolenda. „Við vitum að ofbeldi gegn konum og kynbundið ofbeldi er til staðar á Íslandi og því er ekki aðeins beitt af Palestínumönnum eða öðrum útlendingum sem koma til Íslands. Því er líka beitt á Íslandi af Íslendingum. Og það er miður að það hafi ekki verið mögulegt að útrýma slíku ofbeldi hér á Íslandi sem er í fyrsta sæti í heiminum þegar það kemur að kynjajafnrétti.“
Kynþáttafordómar Kynferðisofbeldi Mannréttindi Dómsmál Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira