Einstakt tækifæri Þóra Valný Yngvadóttir skrifar 31. maí 2024 19:00 Hvað gerir forseti Íslands? Hvers vegna þurfum við forseta? Þetta eru spurningar sem hafa heyrst núna þegar við erum að kjósa okkur nýjan forseta. Starf forseta Íslands er eitt af þessum störfum, þar sem sá sem því gegnir, getur mótað starfið því það býður upp á mikinn sveigjanleika og fjölbreytta nálgun. Þá erum við einmitt komin að þessu einstaka tækifæri. Núna höfum við tækifæri til að fá forseta sem mun starfa í þessu embætti á allt annan hátt en áður hefur verið gert. Nú höfum við forsetaframbjóðanda sem ætlar að vinna að því að sameina þjóðina með samtali. Hennar fyrsta verk verður að bjóða til sín ungt fólk á Bessastaði til að heyra þeirra sýn á framtíðina og það samfélag sem þau vilja búa í. Hún ætlar að eiga samtal við þá sem eldri eru og nýta visku þeirra og reynslu. Hún ætlar einnig að hlusta á alla aldurshópa þarna á milli, til að fá fram hvernig samfélag við viljum búa í og hvaða breytingar við viljum sjá í samfélaginu okkar. Því það er jú þannig að samfélagið okkar mótast með hverju og einu okkar. Það því einstakt tækifæri fyrir okkur öll, að fá á Bessastaði forseta sem hefur bæði hæfileika, þekkingu og reynslu af einmitt svona vinnu. Vinnu við að kalla saman marga ólíka að borðinu og fá fram þeirra sjónarmið og ná fram breytingum. Þetta gerði hún svo framúrskarandi vel, ásamt öðrum, þegar stór hópur, þverskurður íslendinga var kallaður saman í Laugardalshöll árið 2009 til að taka afstöðu til þess hvernig samfélag Íslendingar vilja byggja í framtíðinni. Niðurstaðan voru fimm grunngildi (heiðarleiki, virðing, réttlæti, jafnrétti, ábyrgð) sem sammælst var um að þjóðin vildi nota sem sinn áttavita til framtíðar. Það er einmitt þessi vinna sem hún ætlar að halda áfram með og innleiða þessi gildi í samfélag okkar. Hún hefur unnið með fyrirtækjum að því að breyta áherslum þeirra frá því að vera eingöngu hagnaðardrifin í að vinna að markmiðum um hvernig fyrirtækið getur bætt líf starfsfólksins, lagt samfélaginu lið og skilað umhverfinu betra eða minnsta kosti ekki verra fyrir næstu kynslóðir. Aldrei áður hefur forsetaframbjóðandi boðið okkur svona skýrt upp á það hvað hann ætlar að gera í starfinu og hvernig við, þjóðin, munum njóta góðs af. Aldrei áður hef ég heyrt talað um að fara inn á Bessastaði með þessa vinnu í farteskinu og ákveðið hvernig eigi að halda áfram með mannlegri aðferðafræði, beinu samtali við þá sem skipta máli, samtali við þá sem ráða forsetann til starfsins, beint samtal við okkur þjóðina. Þessu einstaka tækifæri vil ég ekki missa af. Ég vil ekki missa af því að eiga forseta sem gerir hlutina öðruvísi og er óhrædd við að fara ótroðnar slóðir til þess. Þess vegna hvet ég okkur öll til að vera framsækin eins og við erum fræg fyrir og kjósa nýja tegund af forseta, kjósa Höllu Tómasdóttur sem forseta. Höfundur er markþjálfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Skoðun Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað gerir forseti Íslands? Hvers vegna þurfum við forseta? Þetta eru spurningar sem hafa heyrst núna þegar við erum að kjósa okkur nýjan forseta. Starf forseta Íslands er eitt af þessum störfum, þar sem sá sem því gegnir, getur mótað starfið því það býður upp á mikinn sveigjanleika og fjölbreytta nálgun. Þá erum við einmitt komin að þessu einstaka tækifæri. Núna höfum við tækifæri til að fá forseta sem mun starfa í þessu embætti á allt annan hátt en áður hefur verið gert. Nú höfum við forsetaframbjóðanda sem ætlar að vinna að því að sameina þjóðina með samtali. Hennar fyrsta verk verður að bjóða til sín ungt fólk á Bessastaði til að heyra þeirra sýn á framtíðina og það samfélag sem þau vilja búa í. Hún ætlar að eiga samtal við þá sem eldri eru og nýta visku þeirra og reynslu. Hún ætlar einnig að hlusta á alla aldurshópa þarna á milli, til að fá fram hvernig samfélag við viljum búa í og hvaða breytingar við viljum sjá í samfélaginu okkar. Því það er jú þannig að samfélagið okkar mótast með hverju og einu okkar. Það því einstakt tækifæri fyrir okkur öll, að fá á Bessastaði forseta sem hefur bæði hæfileika, þekkingu og reynslu af einmitt svona vinnu. Vinnu við að kalla saman marga ólíka að borðinu og fá fram þeirra sjónarmið og ná fram breytingum. Þetta gerði hún svo framúrskarandi vel, ásamt öðrum, þegar stór hópur, þverskurður íslendinga var kallaður saman í Laugardalshöll árið 2009 til að taka afstöðu til þess hvernig samfélag Íslendingar vilja byggja í framtíðinni. Niðurstaðan voru fimm grunngildi (heiðarleiki, virðing, réttlæti, jafnrétti, ábyrgð) sem sammælst var um að þjóðin vildi nota sem sinn áttavita til framtíðar. Það er einmitt þessi vinna sem hún ætlar að halda áfram með og innleiða þessi gildi í samfélag okkar. Hún hefur unnið með fyrirtækjum að því að breyta áherslum þeirra frá því að vera eingöngu hagnaðardrifin í að vinna að markmiðum um hvernig fyrirtækið getur bætt líf starfsfólksins, lagt samfélaginu lið og skilað umhverfinu betra eða minnsta kosti ekki verra fyrir næstu kynslóðir. Aldrei áður hefur forsetaframbjóðandi boðið okkur svona skýrt upp á það hvað hann ætlar að gera í starfinu og hvernig við, þjóðin, munum njóta góðs af. Aldrei áður hef ég heyrt talað um að fara inn á Bessastaði með þessa vinnu í farteskinu og ákveðið hvernig eigi að halda áfram með mannlegri aðferðafræði, beinu samtali við þá sem skipta máli, samtali við þá sem ráða forsetann til starfsins, beint samtal við okkur þjóðina. Þessu einstaka tækifæri vil ég ekki missa af. Ég vil ekki missa af því að eiga forseta sem gerir hlutina öðruvísi og er óhrædd við að fara ótroðnar slóðir til þess. Þess vegna hvet ég okkur öll til að vera framsækin eins og við erum fræg fyrir og kjósa nýja tegund af forseta, kjósa Höllu Tómasdóttur sem forseta. Höfundur er markþjálfi.
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar