Hæfasti einstaklingurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 1. júní 2024 09:00 Forsetakosningarnar sem fram fara í dag snúast fyrst og fremst um hæfasta einstaklinginn til þess að gegna embætti forseta Íslands að mati hvers og eins. Kosningarnar eru persónukjör. Þær eru í raun atvinnuviðtal eins og ýmsir hafa nefnt réttilega. Við kjósendur erum sameiginlega að ráða í starfið. Hver og einn greiðir atkvæði með þeim sem hann vill sjá sem forseta lýðveldisins og síðan liggur niðurstaðan fyrir. Við Katrín Jakobsdóttir höfum þekkst í hátt í tvo áratugi og höfum við ýmis tækifæri rætt saman um pólitík. Gagnkvæmt traust hefur ríkt á milli okkar þrátt fyrir að við höfum verið staðsett á ólíkum stöðum í stjórnmálunum. Sem er ekki sízt ástæða þess að ég hyggst kjósa hana í forsetakosningunum. Ég tel hana einfaldlega hæfasta einstaklinginn af þeim sem sækjast eftir því að gegna embættinu. Mér hefur alltaf þótt virðingarvert hversu reiðubúin Katrín hefur augljóslega verið að hlusta á og íhuga mín sjónarmið. Jafnvel þó gjarnan væri um að ræða nálgun sem ekki samrýmdist hennar persónulegu sýn á lífið og tilveruna. Enda er ég hægrimaður og hún til vinstri. Þetta hafa fjölmargir aðrir nefnt, bæði í umræðunni í aðdraganda kosningabaráttunnar og á liðnum árum. Þetta á því miður ekki við um alla. Talað hefur verið um það að Katrín sé umdeild. Vitanlega. Forystumenn verða alltaf umdeildir enda er það óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að standa í stafni og þurfa að geta tekið umdeildar og erfiðar ákvarðanir. Það þarf forseti lýðveldisins líka að geta gert. Á sama tíma hefur Katrín sýnt einstaka hæfileika til þess að vinna með og virkja fólk úr ólíkum áttum til þess að finna lausnir á sameiginlegum verkefnum. Ég ætla að kjósa Katrínu sem næsta forseta Íslands. Þann einstakling sem ég tel hæfastan af þeim sem í boði eru til þess að gegna embættinu. Ég vona að aðrir kjósendur kjósi að sama skapi þann einstakling sem þeir telja hæfastan. Ég hygg að flestir ættu að geta tekið undir þá nálgun og ekki sízt þeir sem eru líkt og ég hægramegin í stjórnmálunum. Lýðræðið sker svo úr um það hver verður næsti forseti lýðveldisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Skoðun Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Forsetakosningarnar sem fram fara í dag snúast fyrst og fremst um hæfasta einstaklinginn til þess að gegna embætti forseta Íslands að mati hvers og eins. Kosningarnar eru persónukjör. Þær eru í raun atvinnuviðtal eins og ýmsir hafa nefnt réttilega. Við kjósendur erum sameiginlega að ráða í starfið. Hver og einn greiðir atkvæði með þeim sem hann vill sjá sem forseta lýðveldisins og síðan liggur niðurstaðan fyrir. Við Katrín Jakobsdóttir höfum þekkst í hátt í tvo áratugi og höfum við ýmis tækifæri rætt saman um pólitík. Gagnkvæmt traust hefur ríkt á milli okkar þrátt fyrir að við höfum verið staðsett á ólíkum stöðum í stjórnmálunum. Sem er ekki sízt ástæða þess að ég hyggst kjósa hana í forsetakosningunum. Ég tel hana einfaldlega hæfasta einstaklinginn af þeim sem sækjast eftir því að gegna embættinu. Mér hefur alltaf þótt virðingarvert hversu reiðubúin Katrín hefur augljóslega verið að hlusta á og íhuga mín sjónarmið. Jafnvel þó gjarnan væri um að ræða nálgun sem ekki samrýmdist hennar persónulegu sýn á lífið og tilveruna. Enda er ég hægrimaður og hún til vinstri. Þetta hafa fjölmargir aðrir nefnt, bæði í umræðunni í aðdraganda kosningabaráttunnar og á liðnum árum. Þetta á því miður ekki við um alla. Talað hefur verið um það að Katrín sé umdeild. Vitanlega. Forystumenn verða alltaf umdeildir enda er það óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að standa í stafni og þurfa að geta tekið umdeildar og erfiðar ákvarðanir. Það þarf forseti lýðveldisins líka að geta gert. Á sama tíma hefur Katrín sýnt einstaka hæfileika til þess að vinna með og virkja fólk úr ólíkum áttum til þess að finna lausnir á sameiginlegum verkefnum. Ég ætla að kjósa Katrínu sem næsta forseta Íslands. Þann einstakling sem ég tel hæfastan af þeim sem í boði eru til þess að gegna embættinu. Ég vona að aðrir kjósendur kjósi að sama skapi þann einstakling sem þeir telja hæfastan. Ég hygg að flestir ættu að geta tekið undir þá nálgun og ekki sízt þeir sem eru líkt og ég hægramegin í stjórnmálunum. Lýðræðið sker svo úr um það hver verður næsti forseti lýðveldisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar