Aldrei hitta hetjurnar þínar Skarphéðinn Guðmundsson skrifar 31. maí 2024 13:16 Er þekkt orðatiltæki sem segir manni að leita ekki persónulegra kynna við þá sem maður hefur litið upp til og/eða hefur mikið dálæti á úr fjarska eða í gegnum miðla. Ég á sjálfur reynslu af slíku eftir að hafa hitt hollywood stjörnur og fræga fótboltamenn sem mér fannst nú ekki mikið til koma þegar ég átti samtöl við þau. Maður áttar sig á því að þú ert bara lítið peð í þeirra augum og heimi og þau hafa engan áhuga á þér og þínu dálæti á þeim. Á þessu hef ég nýlega fundið eina undantekningu, í raun bara fyrr í þessum mánuði, þegar ég hitti Jón Gnarr. Ég fann það strax bara með því að taka í höndina á honum að honum var alls ekkert sama um mig, frekar en nokkra aðra manneskju, sama hvort sú manneskja væri aðdáandi eða ekki. Það skín í gegn eitthvað óútskýrt þegar þú hittir hann hvað hann er hjartahrein, heiðarleg, hlý og góð manneskja. Ég áttaði mig á því þarna og næstu daga eftir að kynnin urðu meiri að þessi ákvörðun hans um að bjóða sig fram sem forseta Íslands væri ekkert grín, hún væri tekin af hjartanu og með okkur fólkið í landinu í huga. Hann hefur lesið okkur sem þjóð í 30 ár og er líklega hvergi betri í að gera það áfram en í embætti forseta. Ég vildi óska þess að allir myndu hitta Jón Gnarr í persónu því þið munuð fá sömu tilfinningu, og ég trúi því að verði hann forseti þá munu tækifærin á að hitta hann og kynnast aukast fyrir alla því hann er að gera þetta fyrir okkur, ekki sig. Ef maður hugsar um það hvaða hópur fólks í landinu er með tærustu hugsanirnar og bestu gagnrýnina myndi ég segja börn. Börn eru ekki lituð af pólítik, áróðri í kommentakerfum o.s.frv. Nú hafa þó nokkrir grunnskólar í aðdraganda kosninganna haldið sínar eigin kosningar þar sem börnin velja sér forseta, ég hef séð fréttir frá amk 6 grunnskólakosningum og í öllum þeirra var Jón Gnarr kosinn forseti, öllum! Þarna eru börnin að velja sér manneskju sem forseta ólituð af pólitík, skoðanakönnunum og áróðri. Þessi börn eru unga fólkið okkar, þessi börn verða unga fólkið okkar næstu árin og þessi börn eru framtíð þessa lands. Ættum við ekki að hlusta á þau? Ég ætla ekki að segja ykkur hvað þið eigið að kjósa, en það er tvennt sem ég ætla að biðja ykkur um að gera. Mætið á kjörstað og kjósið þann sem ykkur líður vel með að kjósa og af ykkar eigin sannfæringu en ekki af taktískum þrýstingi og áróðri. Ef þú ætlaðir þér að kjósa Jón Gnarr, haltu þig þá við það. Ef allir sem vilja Jón á Bessastaði kjósa Jón Gnarr þá er hann með nógu mikið fylgi til þess að sigra alla aðra. Öll atkvæði gilda jafn mikið, hugsum til 2.júní um hvernig okkur mun líða í hjartanu yfir því að hafa kosið þann frambjóðenda sem við viljum í embættið en ekki þann sem okkur fannst næstbesti eða næst versti kosturinn. Meiri gleði, minni leiðindi. Höfundur er stuðningsmaður Jóns Gnarr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Er þekkt orðatiltæki sem segir manni að leita ekki persónulegra kynna við þá sem maður hefur litið upp til og/eða hefur mikið dálæti á úr fjarska eða í gegnum miðla. Ég á sjálfur reynslu af slíku eftir að hafa hitt hollywood stjörnur og fræga fótboltamenn sem mér fannst nú ekki mikið til koma þegar ég átti samtöl við þau. Maður áttar sig á því að þú ert bara lítið peð í þeirra augum og heimi og þau hafa engan áhuga á þér og þínu dálæti á þeim. Á þessu hef ég nýlega fundið eina undantekningu, í raun bara fyrr í þessum mánuði, þegar ég hitti Jón Gnarr. Ég fann það strax bara með því að taka í höndina á honum að honum var alls ekkert sama um mig, frekar en nokkra aðra manneskju, sama hvort sú manneskja væri aðdáandi eða ekki. Það skín í gegn eitthvað óútskýrt þegar þú hittir hann hvað hann er hjartahrein, heiðarleg, hlý og góð manneskja. Ég áttaði mig á því þarna og næstu daga eftir að kynnin urðu meiri að þessi ákvörðun hans um að bjóða sig fram sem forseta Íslands væri ekkert grín, hún væri tekin af hjartanu og með okkur fólkið í landinu í huga. Hann hefur lesið okkur sem þjóð í 30 ár og er líklega hvergi betri í að gera það áfram en í embætti forseta. Ég vildi óska þess að allir myndu hitta Jón Gnarr í persónu því þið munuð fá sömu tilfinningu, og ég trúi því að verði hann forseti þá munu tækifærin á að hitta hann og kynnast aukast fyrir alla því hann er að gera þetta fyrir okkur, ekki sig. Ef maður hugsar um það hvaða hópur fólks í landinu er með tærustu hugsanirnar og bestu gagnrýnina myndi ég segja börn. Börn eru ekki lituð af pólítik, áróðri í kommentakerfum o.s.frv. Nú hafa þó nokkrir grunnskólar í aðdraganda kosninganna haldið sínar eigin kosningar þar sem börnin velja sér forseta, ég hef séð fréttir frá amk 6 grunnskólakosningum og í öllum þeirra var Jón Gnarr kosinn forseti, öllum! Þarna eru börnin að velja sér manneskju sem forseta ólituð af pólitík, skoðanakönnunum og áróðri. Þessi börn eru unga fólkið okkar, þessi börn verða unga fólkið okkar næstu árin og þessi börn eru framtíð þessa lands. Ættum við ekki að hlusta á þau? Ég ætla ekki að segja ykkur hvað þið eigið að kjósa, en það er tvennt sem ég ætla að biðja ykkur um að gera. Mætið á kjörstað og kjósið þann sem ykkur líður vel með að kjósa og af ykkar eigin sannfæringu en ekki af taktískum þrýstingi og áróðri. Ef þú ætlaðir þér að kjósa Jón Gnarr, haltu þig þá við það. Ef allir sem vilja Jón á Bessastaði kjósa Jón Gnarr þá er hann með nógu mikið fylgi til þess að sigra alla aðra. Öll atkvæði gilda jafn mikið, hugsum til 2.júní um hvernig okkur mun líða í hjartanu yfir því að hafa kosið þann frambjóðenda sem við viljum í embættið en ekki þann sem okkur fannst næstbesti eða næst versti kosturinn. Meiri gleði, minni leiðindi. Höfundur er stuðningsmaður Jóns Gnarr.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar