Yfirtaka orðræðunnar (e. hijacking) Sóley Tómasdóttir skrifar 31. maí 2024 13:01 Undanfarin ár hef ég unnið við að stúdera, þróa og aðstoða fólk við að velja leiðir til að stuðla að jafnrétti og inngildingu. Ég byggi störf mín að miklu leyti á rannsóknum fræðikvenna sem hafa greint kerfislægar hindranir samfélagsins, sýnt fram á hvernig þeim er beitt, hvaða áhrif þær hafa og hvernig hægt er að sporna gegn þeim. Þetta eru konurnar sem hafa kennt okkur hugtök á borð við hrútskýringar, gaslýsingu og pick-me-girls, konurnar sem gera okkur kleift að benda á og mótmæla útilokandi framkomu og hegðun. Misbeiting Mörg þessara hugtaka eru orðin ágætlega þekkt, en mig langar að fjalla um hugtakið „hijacking“, þegar hugtök eða orðræða eru yfirtekin af valdafólki sem notar þau til að styrkja stöðu sína. Hér má lesa um hvernig Donald Trump og Victor Orbán hafa yfirtekið fórnarlambshugtakið og gera þar með lítið úr þjáningum raunverulegra fórnarlamba gegnum tíðina. Sjálf hef ég skrifað um tilraunir Vinstri grænna til að skilgreina gagnrýni á sig sem hatursorðræðu. Hvort tveggja fellur undir fyrrnefnda yfirtöku orðræðunnar. Auk misbeitingarinnar á hugtakinu sjálfu, felst jafnframt í þessu misbeiting á skilgreiningarvaldi og lítilsvirðing gagnvart raunverulegum hindrunum, upplifunum og þjáningum jaðarhópa. Down girl Í gær birtist grein eftir Jón Ólafsson á Vísi þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að kvenhatur, skv. kenningum Kate Manne, sé ástæða slaks gengis Katrínar Jakosdóttur í framboði til forseta. Það er hárrétt hjá Jóni, að samfélagsleg kvenfyrirlitning er risastórt vandamál á Íslandi. Hún snýst ekki um einbeittan brotavilja einstaklinga, heldur kerfislægt fyrirbæri sem hefur mótandi áhrif á okkur öll og hamlandi áhrif á jaðarsett fólk. Það er líka hárrétt hjá Jóni að hún gerir konum sem fara út fyrir ákveðið hegðunarmynstur erfitt fyrir að ná árangri og njóta sannmælis. En að þetta sé ástæða dræmra undirtekta við framboði Katrínar Jakobsdóttur er ekkert annað en yfirtaka. Samfélagsleg kvenfyrirlitning er nefnilega ein af ástæðunum fyrir farsælum stjórnmálaferli Katrínar Jakobsdóttur. Hennar staða verður miklu frekar greind út frá rannsóknum á konum sem hafa náð langt með því að spila eftir leikreglum valdakerfisins og fara sjaldan eða aldrei út fyrir ásættanlegt hegðunarmynstur. Konunum sem aðlagast valdinu og gangast jafnvel upp í karllægri hegðun til að öðlast samþykki innan kerfis. Jón ætti að kíkja á þær. Málefnaleg gagnrýni Ég vil ekki Katrínu Jakobsdóttur sem forseta. Ekki af því að hún er kona, heldur af því að hún hefur brugðist konum. Aðrir frambjóðendur eru kannski engir englar, en þau hafa ekki leitt ríkisstjórn með spilltu sérhagsmunafólki í stað þess að vinna að þeim hugsjónum og stefnumálum sem þau voru kosin til að sinna. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hef ég unnið við að stúdera, þróa og aðstoða fólk við að velja leiðir til að stuðla að jafnrétti og inngildingu. Ég byggi störf mín að miklu leyti á rannsóknum fræðikvenna sem hafa greint kerfislægar hindranir samfélagsins, sýnt fram á hvernig þeim er beitt, hvaða áhrif þær hafa og hvernig hægt er að sporna gegn þeim. Þetta eru konurnar sem hafa kennt okkur hugtök á borð við hrútskýringar, gaslýsingu og pick-me-girls, konurnar sem gera okkur kleift að benda á og mótmæla útilokandi framkomu og hegðun. Misbeiting Mörg þessara hugtaka eru orðin ágætlega þekkt, en mig langar að fjalla um hugtakið „hijacking“, þegar hugtök eða orðræða eru yfirtekin af valdafólki sem notar þau til að styrkja stöðu sína. Hér má lesa um hvernig Donald Trump og Victor Orbán hafa yfirtekið fórnarlambshugtakið og gera þar með lítið úr þjáningum raunverulegra fórnarlamba gegnum tíðina. Sjálf hef ég skrifað um tilraunir Vinstri grænna til að skilgreina gagnrýni á sig sem hatursorðræðu. Hvort tveggja fellur undir fyrrnefnda yfirtöku orðræðunnar. Auk misbeitingarinnar á hugtakinu sjálfu, felst jafnframt í þessu misbeiting á skilgreiningarvaldi og lítilsvirðing gagnvart raunverulegum hindrunum, upplifunum og þjáningum jaðarhópa. Down girl Í gær birtist grein eftir Jón Ólafsson á Vísi þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að kvenhatur, skv. kenningum Kate Manne, sé ástæða slaks gengis Katrínar Jakosdóttur í framboði til forseta. Það er hárrétt hjá Jóni, að samfélagsleg kvenfyrirlitning er risastórt vandamál á Íslandi. Hún snýst ekki um einbeittan brotavilja einstaklinga, heldur kerfislægt fyrirbæri sem hefur mótandi áhrif á okkur öll og hamlandi áhrif á jaðarsett fólk. Það er líka hárrétt hjá Jóni að hún gerir konum sem fara út fyrir ákveðið hegðunarmynstur erfitt fyrir að ná árangri og njóta sannmælis. En að þetta sé ástæða dræmra undirtekta við framboði Katrínar Jakobsdóttur er ekkert annað en yfirtaka. Samfélagsleg kvenfyrirlitning er nefnilega ein af ástæðunum fyrir farsælum stjórnmálaferli Katrínar Jakobsdóttur. Hennar staða verður miklu frekar greind út frá rannsóknum á konum sem hafa náð langt með því að spila eftir leikreglum valdakerfisins og fara sjaldan eða aldrei út fyrir ásættanlegt hegðunarmynstur. Konunum sem aðlagast valdinu og gangast jafnvel upp í karllægri hegðun til að öðlast samþykki innan kerfis. Jón ætti að kíkja á þær. Málefnaleg gagnrýni Ég vil ekki Katrínu Jakobsdóttur sem forseta. Ekki af því að hún er kona, heldur af því að hún hefur brugðist konum. Aðrir frambjóðendur eru kannski engir englar, en þau hafa ekki leitt ríkisstjórn með spilltu sérhagsmunafólki í stað þess að vinna að þeim hugsjónum og stefnumálum sem þau voru kosin til að sinna. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikafræðingur.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar