Yfirtaka orðræðunnar (e. hijacking) Sóley Tómasdóttir skrifar 31. maí 2024 13:01 Undanfarin ár hef ég unnið við að stúdera, þróa og aðstoða fólk við að velja leiðir til að stuðla að jafnrétti og inngildingu. Ég byggi störf mín að miklu leyti á rannsóknum fræðikvenna sem hafa greint kerfislægar hindranir samfélagsins, sýnt fram á hvernig þeim er beitt, hvaða áhrif þær hafa og hvernig hægt er að sporna gegn þeim. Þetta eru konurnar sem hafa kennt okkur hugtök á borð við hrútskýringar, gaslýsingu og pick-me-girls, konurnar sem gera okkur kleift að benda á og mótmæla útilokandi framkomu og hegðun. Misbeiting Mörg þessara hugtaka eru orðin ágætlega þekkt, en mig langar að fjalla um hugtakið „hijacking“, þegar hugtök eða orðræða eru yfirtekin af valdafólki sem notar þau til að styrkja stöðu sína. Hér má lesa um hvernig Donald Trump og Victor Orbán hafa yfirtekið fórnarlambshugtakið og gera þar með lítið úr þjáningum raunverulegra fórnarlamba gegnum tíðina. Sjálf hef ég skrifað um tilraunir Vinstri grænna til að skilgreina gagnrýni á sig sem hatursorðræðu. Hvort tveggja fellur undir fyrrnefnda yfirtöku orðræðunnar. Auk misbeitingarinnar á hugtakinu sjálfu, felst jafnframt í þessu misbeiting á skilgreiningarvaldi og lítilsvirðing gagnvart raunverulegum hindrunum, upplifunum og þjáningum jaðarhópa. Down girl Í gær birtist grein eftir Jón Ólafsson á Vísi þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að kvenhatur, skv. kenningum Kate Manne, sé ástæða slaks gengis Katrínar Jakosdóttur í framboði til forseta. Það er hárrétt hjá Jóni, að samfélagsleg kvenfyrirlitning er risastórt vandamál á Íslandi. Hún snýst ekki um einbeittan brotavilja einstaklinga, heldur kerfislægt fyrirbæri sem hefur mótandi áhrif á okkur öll og hamlandi áhrif á jaðarsett fólk. Það er líka hárrétt hjá Jóni að hún gerir konum sem fara út fyrir ákveðið hegðunarmynstur erfitt fyrir að ná árangri og njóta sannmælis. En að þetta sé ástæða dræmra undirtekta við framboði Katrínar Jakobsdóttur er ekkert annað en yfirtaka. Samfélagsleg kvenfyrirlitning er nefnilega ein af ástæðunum fyrir farsælum stjórnmálaferli Katrínar Jakobsdóttur. Hennar staða verður miklu frekar greind út frá rannsóknum á konum sem hafa náð langt með því að spila eftir leikreglum valdakerfisins og fara sjaldan eða aldrei út fyrir ásættanlegt hegðunarmynstur. Konunum sem aðlagast valdinu og gangast jafnvel upp í karllægri hegðun til að öðlast samþykki innan kerfis. Jón ætti að kíkja á þær. Málefnaleg gagnrýni Ég vil ekki Katrínu Jakobsdóttur sem forseta. Ekki af því að hún er kona, heldur af því að hún hefur brugðist konum. Aðrir frambjóðendur eru kannski engir englar, en þau hafa ekki leitt ríkisstjórn með spilltu sérhagsmunafólki í stað þess að vinna að þeim hugsjónum og stefnumálum sem þau voru kosin til að sinna. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hef ég unnið við að stúdera, þróa og aðstoða fólk við að velja leiðir til að stuðla að jafnrétti og inngildingu. Ég byggi störf mín að miklu leyti á rannsóknum fræðikvenna sem hafa greint kerfislægar hindranir samfélagsins, sýnt fram á hvernig þeim er beitt, hvaða áhrif þær hafa og hvernig hægt er að sporna gegn þeim. Þetta eru konurnar sem hafa kennt okkur hugtök á borð við hrútskýringar, gaslýsingu og pick-me-girls, konurnar sem gera okkur kleift að benda á og mótmæla útilokandi framkomu og hegðun. Misbeiting Mörg þessara hugtaka eru orðin ágætlega þekkt, en mig langar að fjalla um hugtakið „hijacking“, þegar hugtök eða orðræða eru yfirtekin af valdafólki sem notar þau til að styrkja stöðu sína. Hér má lesa um hvernig Donald Trump og Victor Orbán hafa yfirtekið fórnarlambshugtakið og gera þar með lítið úr þjáningum raunverulegra fórnarlamba gegnum tíðina. Sjálf hef ég skrifað um tilraunir Vinstri grænna til að skilgreina gagnrýni á sig sem hatursorðræðu. Hvort tveggja fellur undir fyrrnefnda yfirtöku orðræðunnar. Auk misbeitingarinnar á hugtakinu sjálfu, felst jafnframt í þessu misbeiting á skilgreiningarvaldi og lítilsvirðing gagnvart raunverulegum hindrunum, upplifunum og þjáningum jaðarhópa. Down girl Í gær birtist grein eftir Jón Ólafsson á Vísi þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að kvenhatur, skv. kenningum Kate Manne, sé ástæða slaks gengis Katrínar Jakosdóttur í framboði til forseta. Það er hárrétt hjá Jóni, að samfélagsleg kvenfyrirlitning er risastórt vandamál á Íslandi. Hún snýst ekki um einbeittan brotavilja einstaklinga, heldur kerfislægt fyrirbæri sem hefur mótandi áhrif á okkur öll og hamlandi áhrif á jaðarsett fólk. Það er líka hárrétt hjá Jóni að hún gerir konum sem fara út fyrir ákveðið hegðunarmynstur erfitt fyrir að ná árangri og njóta sannmælis. En að þetta sé ástæða dræmra undirtekta við framboði Katrínar Jakobsdóttur er ekkert annað en yfirtaka. Samfélagsleg kvenfyrirlitning er nefnilega ein af ástæðunum fyrir farsælum stjórnmálaferli Katrínar Jakobsdóttur. Hennar staða verður miklu frekar greind út frá rannsóknum á konum sem hafa náð langt með því að spila eftir leikreglum valdakerfisins og fara sjaldan eða aldrei út fyrir ásættanlegt hegðunarmynstur. Konunum sem aðlagast valdinu og gangast jafnvel upp í karllægri hegðun til að öðlast samþykki innan kerfis. Jón ætti að kíkja á þær. Málefnaleg gagnrýni Ég vil ekki Katrínu Jakobsdóttur sem forseta. Ekki af því að hún er kona, heldur af því að hún hefur brugðist konum. Aðrir frambjóðendur eru kannski engir englar, en þau hafa ekki leitt ríkisstjórn með spilltu sérhagsmunafólki í stað þess að vinna að þeim hugsjónum og stefnumálum sem þau voru kosin til að sinna. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikafræðingur.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun