Vofa húsagans býsnast enn Haukur Már Helgason skrifar 31. maí 2024 12:01 Árið 1995 urðu tímamót á Íslandi þegar tjáningarfrelsi var lögleitt að því leyti sem kannski mestu máli skiptir: þá varð íbúum landsins frjálst að gagnrýna embættismenn. Nánar til tekið var 108. grein hegningarlaga fjarlægð en hún hljómaði svo: „Hver, sem hefur í frammi skammaryrði, aðrar móðganir í orðum eða athöfnum við opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu, eða við hann eða um hann út af því, skal sæta sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 3 árum. Aðdróttun, þótt sönnuð sé, varðar sektum, ef hún er borin fram á ótilhlýðilegan hátt.“ Þótt sönnuð sé. Embættismenn – það voru þá þingmenn, ráðherrar, skrifstofustjórar, lögreglumenn, lögreglustjórar og sýslumenn, saksóknarar og dómarar, fangelsismálastjóri, fangaverðir, prestar … þessa hópa var ef til vill ekki með öllu bannað að gagnrýna en störf þeirra var bannað að gagnrýna „á ótilhlýðilegan hátt“, jafnvel þó að sönnur hefðu verið færðar á inntak gagnrýninnar. Í þessari mynd var 108. greinin 55 ára gömul þegar hún var loks felld burt, samin við gerð Almennra hegningarlaga sem tóku gildi árið 1940. Inntakið átti sér þó dýpri rætur. Með Tilskipun um húsagann sem tók gildi árið 1746 var húsbændum landsins gert skylt að „áminna sín börn og hjú“ um að „tala sín á milli um Guðrækilega og uppbyggilega hluti“ eða „annað það sem ærlegt er og rétt kristnum manni sæmilegt“ en „vakta sig fyrir ósæmilegu tali og gamni, eiðum og blóti, hégómlegum historium eða svokölluðum sögum, og amorsvísum, eða rímum“. Á þeim tíma var ekkert lögreglulið í landinu en landsmönnum öllum gert að sinna löggæslu samkvæmt goggunarröð sem náði frá æðstu embættum niður til sýslumanna, gegnum húsbændur inn á heimilin, og ef eitthvað skyldi út af bregða, ef einhver yrði uppvís að því að segja sögur eða fara með ósæmileg gamanmál, þá „álitist þeir með gapastokknum eftir undangengna aðvörun og gagni það ekki, þá með hærra og harðara straffi“. Síðan eru liðin 278 ár og þessu oki hefur verið smálétt af íbúum landsins. Stærstu skrefin í þá átt hafa verið stigin með réttarbótum frá útlöndum. Burtfelling 108. greinarinnar var eitt slíkt skref. Árið 1983 skrifaði Þorgeir Þorgeirson rithöfundur tvær blaðagreinar þar sem hann greindi frá frásögnum sem hann hafði heyrt af lögregluofbeldi í Reykjavík. Á grundvelli 108. greinarinnar var Þorgeir dæmdur fyrir þessar greinar, meðal annars vegna orðalagsins „einkennisklædd villidýr“, sem þar birtist, ásamt orðunum „einkennisbúin óargadýr“, „lögregluhrottar“ og fleira. Það vildi svo heppilega til að Þorgeir þekkti til réttar síns, ekki aðeins samkvæmt íslenskum lögum heldur hugmyndinni um mannréttindi, almennt, og Mannréttindasáttmála Evrópu sérstaklega. Hann höfðaði því mál gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu, varði raunar um áratug í þann málarekstur, þar til hann hafði þar fullan sigur, sem leiddi loks til þessarar lagabreytingar. Í huga íslenskrar valdastéttar var Þorgeir á þessum tíma alls ekki skemmtilegur maður. Þetta rifjaðist upp fyrir mér á dögunum, ekki í fyrsta sinn en í nýju samhengi, þegar ég sat við lestur sagnfræðirita sem eiga það sameiginlegt að birta vandaða heimildavinnu en draga af þeim undarlega afmarkaðar og hófstilltar ályktanir. Allt í einu rann upp fyrir mér ljós: 108. grein hegningarlaga hafði auðvitað ekki bara áhrif á blaðamenn og rithöfunda heldur líka á störf sagnfræðinga. Ef til vill var ekki hvert einasta sagnfræðirit sem birtist fyrir árið 1995 heft af þeirri tilhlýðilegu kurteisi sem lögin kröfðust en líklega er þó vert að gruna þau öll um það. Þá hafa lögin áreiðanlega ekki verið ein að verki – lög eru þá fyrst orðin rótgróin þegar þorri fólks tekur ekki eftir að það fylgir þeim, upplifir þau sem náttúrulega staðreynd um góða siði og rétta breytni. Sérstaklega skemmtilegt fólk. Sú óhóflega kurteisi, stundum undirgefni, sem annars vönduð sagnfræðirit eiga til að sýna í garð valdamanna, lífs og liðinna – sú tilhneiging, andspænis vafa, að gera ráð fyrir að embættismenn og stofnanir hafi haft góðar og gildar – ef ekki beint réttmætar þá skiljanlegar – ástæður fyrir hverri sinni gjörð, sú slagsíða var einfaldlega lögbundin. Að einhverju leyti geta þess háttar skorður kannski verið frjósamar fyrir bókmenntir. Sumir segja að svona höft séu kjöraðstæður fyrir svolítið barrokk eða orðskrúð, því þá þarf að leita krókaleiðanna til að segja hlutina samt. En þau eru sannarlega ekki holl fyrir samfélagsumræðu, eða þá beitingu orða sem er ætlað að breyta einhverju. Að nafninu til hefur okkur nú, í 29 ár, verið frjálst að tala skýrt um fólk með völd. En gamlir vanar breytast hægt og enn getur margt verið í húfi, þó að fangelsisrefsing liggi ekki við, að fylgja þeim viðmiðum sem segjast vera sjálfsögð kurteisi og mannasiðir. Enn er til fólk sem blöskrar, þykir taka út fyrir allan þjófabálk, þegar annað fólk talar skýrt, reynir ekki einu sinni að vera skemmtilegt. Vofa húsagans stingur nú upp kollinum, eina ferðina enn, í kringum forsetakosningar. Sameiginlegt verkefni okkar hinna er að halda til streitu þessu ólokna verkefni sem við köllum nútíma. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1995 urðu tímamót á Íslandi þegar tjáningarfrelsi var lögleitt að því leyti sem kannski mestu máli skiptir: þá varð íbúum landsins frjálst að gagnrýna embættismenn. Nánar til tekið var 108. grein hegningarlaga fjarlægð en hún hljómaði svo: „Hver, sem hefur í frammi skammaryrði, aðrar móðganir í orðum eða athöfnum við opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu, eða við hann eða um hann út af því, skal sæta sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 3 árum. Aðdróttun, þótt sönnuð sé, varðar sektum, ef hún er borin fram á ótilhlýðilegan hátt.“ Þótt sönnuð sé. Embættismenn – það voru þá þingmenn, ráðherrar, skrifstofustjórar, lögreglumenn, lögreglustjórar og sýslumenn, saksóknarar og dómarar, fangelsismálastjóri, fangaverðir, prestar … þessa hópa var ef til vill ekki með öllu bannað að gagnrýna en störf þeirra var bannað að gagnrýna „á ótilhlýðilegan hátt“, jafnvel þó að sönnur hefðu verið færðar á inntak gagnrýninnar. Í þessari mynd var 108. greinin 55 ára gömul þegar hún var loks felld burt, samin við gerð Almennra hegningarlaga sem tóku gildi árið 1940. Inntakið átti sér þó dýpri rætur. Með Tilskipun um húsagann sem tók gildi árið 1746 var húsbændum landsins gert skylt að „áminna sín börn og hjú“ um að „tala sín á milli um Guðrækilega og uppbyggilega hluti“ eða „annað það sem ærlegt er og rétt kristnum manni sæmilegt“ en „vakta sig fyrir ósæmilegu tali og gamni, eiðum og blóti, hégómlegum historium eða svokölluðum sögum, og amorsvísum, eða rímum“. Á þeim tíma var ekkert lögreglulið í landinu en landsmönnum öllum gert að sinna löggæslu samkvæmt goggunarröð sem náði frá æðstu embættum niður til sýslumanna, gegnum húsbændur inn á heimilin, og ef eitthvað skyldi út af bregða, ef einhver yrði uppvís að því að segja sögur eða fara með ósæmileg gamanmál, þá „álitist þeir með gapastokknum eftir undangengna aðvörun og gagni það ekki, þá með hærra og harðara straffi“. Síðan eru liðin 278 ár og þessu oki hefur verið smálétt af íbúum landsins. Stærstu skrefin í þá átt hafa verið stigin með réttarbótum frá útlöndum. Burtfelling 108. greinarinnar var eitt slíkt skref. Árið 1983 skrifaði Þorgeir Þorgeirson rithöfundur tvær blaðagreinar þar sem hann greindi frá frásögnum sem hann hafði heyrt af lögregluofbeldi í Reykjavík. Á grundvelli 108. greinarinnar var Þorgeir dæmdur fyrir þessar greinar, meðal annars vegna orðalagsins „einkennisklædd villidýr“, sem þar birtist, ásamt orðunum „einkennisbúin óargadýr“, „lögregluhrottar“ og fleira. Það vildi svo heppilega til að Þorgeir þekkti til réttar síns, ekki aðeins samkvæmt íslenskum lögum heldur hugmyndinni um mannréttindi, almennt, og Mannréttindasáttmála Evrópu sérstaklega. Hann höfðaði því mál gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu, varði raunar um áratug í þann málarekstur, þar til hann hafði þar fullan sigur, sem leiddi loks til þessarar lagabreytingar. Í huga íslenskrar valdastéttar var Þorgeir á þessum tíma alls ekki skemmtilegur maður. Þetta rifjaðist upp fyrir mér á dögunum, ekki í fyrsta sinn en í nýju samhengi, þegar ég sat við lestur sagnfræðirita sem eiga það sameiginlegt að birta vandaða heimildavinnu en draga af þeim undarlega afmarkaðar og hófstilltar ályktanir. Allt í einu rann upp fyrir mér ljós: 108. grein hegningarlaga hafði auðvitað ekki bara áhrif á blaðamenn og rithöfunda heldur líka á störf sagnfræðinga. Ef til vill var ekki hvert einasta sagnfræðirit sem birtist fyrir árið 1995 heft af þeirri tilhlýðilegu kurteisi sem lögin kröfðust en líklega er þó vert að gruna þau öll um það. Þá hafa lögin áreiðanlega ekki verið ein að verki – lög eru þá fyrst orðin rótgróin þegar þorri fólks tekur ekki eftir að það fylgir þeim, upplifir þau sem náttúrulega staðreynd um góða siði og rétta breytni. Sérstaklega skemmtilegt fólk. Sú óhóflega kurteisi, stundum undirgefni, sem annars vönduð sagnfræðirit eiga til að sýna í garð valdamanna, lífs og liðinna – sú tilhneiging, andspænis vafa, að gera ráð fyrir að embættismenn og stofnanir hafi haft góðar og gildar – ef ekki beint réttmætar þá skiljanlegar – ástæður fyrir hverri sinni gjörð, sú slagsíða var einfaldlega lögbundin. Að einhverju leyti geta þess háttar skorður kannski verið frjósamar fyrir bókmenntir. Sumir segja að svona höft séu kjöraðstæður fyrir svolítið barrokk eða orðskrúð, því þá þarf að leita krókaleiðanna til að segja hlutina samt. En þau eru sannarlega ekki holl fyrir samfélagsumræðu, eða þá beitingu orða sem er ætlað að breyta einhverju. Að nafninu til hefur okkur nú, í 29 ár, verið frjálst að tala skýrt um fólk með völd. En gamlir vanar breytast hægt og enn getur margt verið í húfi, þó að fangelsisrefsing liggi ekki við, að fylgja þeim viðmiðum sem segjast vera sjálfsögð kurteisi og mannasiðir. Enn er til fólk sem blöskrar, þykir taka út fyrir allan þjófabálk, þegar annað fólk talar skýrt, reynir ekki einu sinni að vera skemmtilegt. Vofa húsagans stingur nú upp kollinum, eina ferðina enn, í kringum forsetakosningar. Sameiginlegt verkefni okkar hinna er að halda til streitu þessu ólokna verkefni sem við köllum nútíma. Höfundur er rithöfundur.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun