Birna og Kristinn valin best Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2024 12:36 Kristinn Pálsson og Birna Valgerður Benónýsdóttir voru valin leikmann ársins í körfuboltanum. Vísir/Anton Brink/Hulda Margrét Körfuboltafólk gerði upp tímabilið í lokahófi Körfuknattleikssambands Íslands sem var haldið í Laugardalshöllinni í hádeginu. Bestu leikmenn tímabilsins í Subway deildinni voru bæði að fá þau verðlaun í fyrsta sinn á ferlinum en það eru Íslandsmeistararnir Birna Valgerður Benónýsdóttir úr Keflavík og Kristinn Pálsson úr Val. Birna varð fyrir því óláni að slíta krossband í úrslitakeppninni en liðsfélagarnir kláruðu titilinn fyrir hana. Birna er fyrsti leikmaður kvennaliðs Keflavíkur í sjö ár til að vera kosin best en hún átti frábært tímabil. Kristinn er þriðji Valsmaðurinn í röð til að fá þessi verðlaun. Kristófer Acox var valinn bestur 2022 og Kári Jónsson var valinn bestur í fyrra. Kristinn átti frábæra endurkomu aftur í deildina. Benedikt Guðmundsson hjá Njarðvík og Sverrir Þór Sverrisson hjá Keflavík voru valdir bestu þjálfararnir en þeir eru báðir að hætta með sín lið. Þetta er í þriðja sinn sem Benedikt fær þessi verðlaun en í fyrsta sinn frá 2009. Sverrir Þór var líka að fá þessi verðlaun í þriðja sinn. Bestu ungu leikmennirnir voru valin Tómas Valur Þrastarson úr Þór Þ. og Kolbrún María Ármannsdóttir úr Stjörnunni. Tómas Valur fékk þessi verðlaun annað árið í röð en síðastur á undan honum til að ná því var Elvar Már Friðriksson 2012 og 2013. Kolbrún María er aðeins sextán ára gömul. Varnarmenn ársins voru Ísold Sævarsdóttir úr Stjörnunni og Sigurður Pétursson úr Keflavík. Besti erlendu leikmennirnir voru valin Lore Devos úr Þór Ak. og Remy Martin úr Keflavík. Ísold er aðeins sautján ára gömul. Prúðustu leikmennirnir þóttu Þóra Kristín Jónsdóttir úr Haukum og Haukur Helgi Pálsson úr liði Álftaness. Þóra Kristín var að fá þessi verðlaun í þriðja sinn á ferlinum. Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómarinn en hann var að fá þessi verðlaun í sextánda sinn á ferlinum. Sjálfboðaliðar Grindavíkur og Breiðabliks voru valdir sjálfboðaliðar ársins en Breiðablik tók á móti Grindavík með opnum örmum þegar Grindvíkingar misstu heimilið sitt vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Í úrvalslið Subway deildar kvenna voru valdar Jana Falsdóttir (Njarðvík), Danielle Victoria Rodriguez (Grindavík), Thelma Dís Ágústsdóttir (Keflavík), Kolbrún María Ármannsdóttir (Stjarnan) og Birna Valgerður Benónýsdóttir (Keflavík). Jana, Danielle og Kolbrún eru í úrvalsliðinu í fyrsta sinn en Birna er þar í annað skiptið og Thelma Dís í þriðja sinn. Í úrvalslið Subway deildar karla voru valdir Ægir Þór Steinarsson (Stjarnan), Þórir Guðmundur Þorbjarnarson (Tindastóll), Kristinn Pálsson (Valur), Tómas Valur Þrastarson (Þór Þ.) og Kristófer Acox (Valur). Kristinn, Þórir og Tómas Valur eru í úrvalsliðinu í fyrsta sinn en Ægir er þar í þriðja sinn og Kristófer í sjötta sinn. Í 1. deild kvenna fengu feðginin Hákon Hjartarson og Emma Hrönn Hákonardóttir bæði stór verðlaun. Emma var valin best og Hákon besti þjálfarinn en saman hjálpuðu þau Hamar/Þór að vinna sér sæti í Subway deild kvenna. Veitt voru verðlaun fyrir Subway deild karla og kvenna en einnig fyrir 1. deild karla og kvenna. Það má sjá öll verðlaunin hér fyrir neðan. Verðlaun í 1. deild karla Úrvalslið Viktor Steffensen Fjölnir Jón Arnór Sverrisson Þróttur V. Björgvin Hafþór Ríkharðsson Skallagrímur Magnús Már Traustason Þróttur V. Friðrik Leó Curtis ÍR Ungi leikmaður ársins Friðrik Leó Curtis ÍR Erlendur leikmaður ársins Jaeden King Snæfell Varnarmaður ársins Björgvin Hafþór Ríkharðsson Skallagrímur Þjálfari ársins Jakob Örn Sigurðarson KR Leikmaður ársins Viktor Steffensen Fjölnir - Verðlaun í 1. deild kvenna Úrvalslið Jónína Þórdís Karlsdóttir Ármann Emma Hrönn Hákonardóttir Hamar/Þór Dzana Crnac Aþena Fjóla Gerður Gunnarsdóttir KR Ása Lind Wolfram Aþena Ungi leikmaður ársins Fjóla Gerður Gunnarsdóttir KR Erlendur leikmaður ársins Aniya Thomas Hamar/Þór Varnarmaður ársins Elfa Falsdóttir Ármann Þjálfari ársins Hákon Hjartarson Hamar/Þór Leikmaður ársins Emma Hrönn Hákonardóttir Hamar/Þór - Verðlaun í Subway deild karla Úrvalslið Ægir Þór Steinarsson Stjarnan Þórir Guðmundur Þorbjarnarson Tindastóll Kristinn Pálsson Valur Tómas Valur Þrastarson Þór Þ. Kristófer Acox Valur Prúðasti leikmaðurinn Haukur Helgi Pálsson Álftanes Ungi leikmaður ársins Tómas Valur Þrastarson Þór Þ. Erlendur leikmaður ársins Remy Martin Keflavík Varnarmaður ársins Sigurður Pétursson Keflavík Þjálfari ársins Benedikt Guðmundsson Njarðvík Leikmaður ársins Kristinn Pálsson Valur - Verðlaun í Subway deild kvenna Úrvalslið Jana Falsdóttir Njarðvík Danielle Victoria Rodriguez Grindavík Thelma Dís Ágústsdóttir Keflavík Kolbrún María Ármannsdóttir Stjarnan Birna Valgerður Benónýsdóttir Keflavík Prúðasti leikmaðurinn Þóra Kristín Jónsdóttir Haukar Ungi leikmaður ársins Kolbrún María Ármannsdóttir Stjarnan Erlendur leikmaður ársins Lore Devos Þór Ak. Varnarmaður ársins Ísold Sævarsdóttir Stjarnan Þjálfari ársins Sverrir Þór Sverrisson Keflavík Leikmaður ársins Birna Valgerður Benónýsdóttir Keflavík - Dómari ársins Sigmundur Már Herbertsson Sjálfboðaliði ársins Sjálfboðaliðar Grindavíkur og Breiðabliks Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira
Bestu leikmenn tímabilsins í Subway deildinni voru bæði að fá þau verðlaun í fyrsta sinn á ferlinum en það eru Íslandsmeistararnir Birna Valgerður Benónýsdóttir úr Keflavík og Kristinn Pálsson úr Val. Birna varð fyrir því óláni að slíta krossband í úrslitakeppninni en liðsfélagarnir kláruðu titilinn fyrir hana. Birna er fyrsti leikmaður kvennaliðs Keflavíkur í sjö ár til að vera kosin best en hún átti frábært tímabil. Kristinn er þriðji Valsmaðurinn í röð til að fá þessi verðlaun. Kristófer Acox var valinn bestur 2022 og Kári Jónsson var valinn bestur í fyrra. Kristinn átti frábæra endurkomu aftur í deildina. Benedikt Guðmundsson hjá Njarðvík og Sverrir Þór Sverrisson hjá Keflavík voru valdir bestu þjálfararnir en þeir eru báðir að hætta með sín lið. Þetta er í þriðja sinn sem Benedikt fær þessi verðlaun en í fyrsta sinn frá 2009. Sverrir Þór var líka að fá þessi verðlaun í þriðja sinn. Bestu ungu leikmennirnir voru valin Tómas Valur Þrastarson úr Þór Þ. og Kolbrún María Ármannsdóttir úr Stjörnunni. Tómas Valur fékk þessi verðlaun annað árið í röð en síðastur á undan honum til að ná því var Elvar Már Friðriksson 2012 og 2013. Kolbrún María er aðeins sextán ára gömul. Varnarmenn ársins voru Ísold Sævarsdóttir úr Stjörnunni og Sigurður Pétursson úr Keflavík. Besti erlendu leikmennirnir voru valin Lore Devos úr Þór Ak. og Remy Martin úr Keflavík. Ísold er aðeins sautján ára gömul. Prúðustu leikmennirnir þóttu Þóra Kristín Jónsdóttir úr Haukum og Haukur Helgi Pálsson úr liði Álftaness. Þóra Kristín var að fá þessi verðlaun í þriðja sinn á ferlinum. Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómarinn en hann var að fá þessi verðlaun í sextánda sinn á ferlinum. Sjálfboðaliðar Grindavíkur og Breiðabliks voru valdir sjálfboðaliðar ársins en Breiðablik tók á móti Grindavík með opnum örmum þegar Grindvíkingar misstu heimilið sitt vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Í úrvalslið Subway deildar kvenna voru valdar Jana Falsdóttir (Njarðvík), Danielle Victoria Rodriguez (Grindavík), Thelma Dís Ágústsdóttir (Keflavík), Kolbrún María Ármannsdóttir (Stjarnan) og Birna Valgerður Benónýsdóttir (Keflavík). Jana, Danielle og Kolbrún eru í úrvalsliðinu í fyrsta sinn en Birna er þar í annað skiptið og Thelma Dís í þriðja sinn. Í úrvalslið Subway deildar karla voru valdir Ægir Þór Steinarsson (Stjarnan), Þórir Guðmundur Þorbjarnarson (Tindastóll), Kristinn Pálsson (Valur), Tómas Valur Þrastarson (Þór Þ.) og Kristófer Acox (Valur). Kristinn, Þórir og Tómas Valur eru í úrvalsliðinu í fyrsta sinn en Ægir er þar í þriðja sinn og Kristófer í sjötta sinn. Í 1. deild kvenna fengu feðginin Hákon Hjartarson og Emma Hrönn Hákonardóttir bæði stór verðlaun. Emma var valin best og Hákon besti þjálfarinn en saman hjálpuðu þau Hamar/Þór að vinna sér sæti í Subway deild kvenna. Veitt voru verðlaun fyrir Subway deild karla og kvenna en einnig fyrir 1. deild karla og kvenna. Það má sjá öll verðlaunin hér fyrir neðan. Verðlaun í 1. deild karla Úrvalslið Viktor Steffensen Fjölnir Jón Arnór Sverrisson Þróttur V. Björgvin Hafþór Ríkharðsson Skallagrímur Magnús Már Traustason Þróttur V. Friðrik Leó Curtis ÍR Ungi leikmaður ársins Friðrik Leó Curtis ÍR Erlendur leikmaður ársins Jaeden King Snæfell Varnarmaður ársins Björgvin Hafþór Ríkharðsson Skallagrímur Þjálfari ársins Jakob Örn Sigurðarson KR Leikmaður ársins Viktor Steffensen Fjölnir - Verðlaun í 1. deild kvenna Úrvalslið Jónína Þórdís Karlsdóttir Ármann Emma Hrönn Hákonardóttir Hamar/Þór Dzana Crnac Aþena Fjóla Gerður Gunnarsdóttir KR Ása Lind Wolfram Aþena Ungi leikmaður ársins Fjóla Gerður Gunnarsdóttir KR Erlendur leikmaður ársins Aniya Thomas Hamar/Þór Varnarmaður ársins Elfa Falsdóttir Ármann Þjálfari ársins Hákon Hjartarson Hamar/Þór Leikmaður ársins Emma Hrönn Hákonardóttir Hamar/Þór - Verðlaun í Subway deild karla Úrvalslið Ægir Þór Steinarsson Stjarnan Þórir Guðmundur Þorbjarnarson Tindastóll Kristinn Pálsson Valur Tómas Valur Þrastarson Þór Þ. Kristófer Acox Valur Prúðasti leikmaðurinn Haukur Helgi Pálsson Álftanes Ungi leikmaður ársins Tómas Valur Þrastarson Þór Þ. Erlendur leikmaður ársins Remy Martin Keflavík Varnarmaður ársins Sigurður Pétursson Keflavík Þjálfari ársins Benedikt Guðmundsson Njarðvík Leikmaður ársins Kristinn Pálsson Valur - Verðlaun í Subway deild kvenna Úrvalslið Jana Falsdóttir Njarðvík Danielle Victoria Rodriguez Grindavík Thelma Dís Ágústsdóttir Keflavík Kolbrún María Ármannsdóttir Stjarnan Birna Valgerður Benónýsdóttir Keflavík Prúðasti leikmaðurinn Þóra Kristín Jónsdóttir Haukar Ungi leikmaður ársins Kolbrún María Ármannsdóttir Stjarnan Erlendur leikmaður ársins Lore Devos Þór Ak. Varnarmaður ársins Ísold Sævarsdóttir Stjarnan Þjálfari ársins Sverrir Þór Sverrisson Keflavík Leikmaður ársins Birna Valgerður Benónýsdóttir Keflavík - Dómari ársins Sigmundur Már Herbertsson Sjálfboðaliði ársins Sjálfboðaliðar Grindavíkur og Breiðabliks
Verðlaun í 1. deild karla Úrvalslið Viktor Steffensen Fjölnir Jón Arnór Sverrisson Þróttur V. Björgvin Hafþór Ríkharðsson Skallagrímur Magnús Már Traustason Þróttur V. Friðrik Leó Curtis ÍR Ungi leikmaður ársins Friðrik Leó Curtis ÍR Erlendur leikmaður ársins Jaeden King Snæfell Varnarmaður ársins Björgvin Hafþór Ríkharðsson Skallagrímur Þjálfari ársins Jakob Örn Sigurðarson KR Leikmaður ársins Viktor Steffensen Fjölnir - Verðlaun í 1. deild kvenna Úrvalslið Jónína Þórdís Karlsdóttir Ármann Emma Hrönn Hákonardóttir Hamar/Þór Dzana Crnac Aþena Fjóla Gerður Gunnarsdóttir KR Ása Lind Wolfram Aþena Ungi leikmaður ársins Fjóla Gerður Gunnarsdóttir KR Erlendur leikmaður ársins Aniya Thomas Hamar/Þór Varnarmaður ársins Elfa Falsdóttir Ármann Þjálfari ársins Hákon Hjartarson Hamar/Þór Leikmaður ársins Emma Hrönn Hákonardóttir Hamar/Þór - Verðlaun í Subway deild karla Úrvalslið Ægir Þór Steinarsson Stjarnan Þórir Guðmundur Þorbjarnarson Tindastóll Kristinn Pálsson Valur Tómas Valur Þrastarson Þór Þ. Kristófer Acox Valur Prúðasti leikmaðurinn Haukur Helgi Pálsson Álftanes Ungi leikmaður ársins Tómas Valur Þrastarson Þór Þ. Erlendur leikmaður ársins Remy Martin Keflavík Varnarmaður ársins Sigurður Pétursson Keflavík Þjálfari ársins Benedikt Guðmundsson Njarðvík Leikmaður ársins Kristinn Pálsson Valur - Verðlaun í Subway deild kvenna Úrvalslið Jana Falsdóttir Njarðvík Danielle Victoria Rodriguez Grindavík Thelma Dís Ágústsdóttir Keflavík Kolbrún María Ármannsdóttir Stjarnan Birna Valgerður Benónýsdóttir Keflavík Prúðasti leikmaðurinn Þóra Kristín Jónsdóttir Haukar Ungi leikmaður ársins Kolbrún María Ármannsdóttir Stjarnan Erlendur leikmaður ársins Lore Devos Þór Ak. Varnarmaður ársins Ísold Sævarsdóttir Stjarnan Þjálfari ársins Sverrir Þór Sverrisson Keflavík Leikmaður ársins Birna Valgerður Benónýsdóttir Keflavík - Dómari ársins Sigmundur Már Herbertsson Sjálfboðaliði ársins Sjálfboðaliðar Grindavíkur og Breiðabliks
Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira