Leikmannsamtökin hóta verkfalli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2024 09:01 Það er mikið álag á bestu knattspyrnumönnum heims og Lionel Messi þurfti oft að kynnast. Vandamálið er að það er alltaf að aukast. Getty/Kaz Photography Alþjóðaleikmannasamtökin FIFPro og PFA segjast vera tilbúin að fara í verkfall vegna áhyggjum þeirra um ofhlaðna leikjadagskrá bestu leikmanna heims. FIFPro er farið í mál við FIFA með mörgum deildum í Evrópu eins og ensku úrvalsdeildinni og spænsku deildinni. Það sem fyllti mælinn var ný heimsmeistarakeppni félagsliða þar sem litla krúttlega HM félagsliða er allt í einu orðið að 32 liða risamóti. Maheta Molango, framkvæmdastjóri samtaka atvinnufótboltafólks, PFA, hefur verið að kalla eftir breytingum síðan í febrúar en hann heldur því fram að nú hafi Alþjóða knattspyrnusambandið hreinlega gengið of langt. Players' unions threaten strike over Club World CupTwo days before the Champions League final between Real Madrid and Borussia Dortmund in London, the Premier League, LaLiga, Serie A and the PFA met to study measures to counteract FIFA's plan for a new… https://t.co/prPZ6eCCJh— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 31, 2024 Hann segist hafa farið inn í búningsklefa fyrir tíu dögum hjá liði þar sem hann heyrði hljóðið í leikmönnum sem eru fórnarlömb þessa mikla leikjaálags. „Sumir þeirra sögðu: Ég sætti mig ekki við þetta. Við ættum bara að fara í verkfall. Annar sagði: Til hvers. Ég er milljarðamæringur en ég hef ekki tíma til að eyða peningunum,“ sagði Molango. ESPN segir frá. Álagið á bestu leikmenn hefur aukist statt og stöðugt undanfarin ár. Fleiri leikir og margir knattspyrnustjórar hafa kvartað sáran yfir þessu. Nú er málið komið svo langt að leikmannasamtökin eru farin að opinbera hugmyndir sínar um verkfall. Hvað FIFA gerir er frekar auðvelt að spá fyrir um. Forráðamenn þar á bæ munu eflaust hóta leikmönnum bönnum og stórum sektum. Það er mun ólíklegra að menn í peningagráðugum höfuðstöðum fótboltans taki mark á kvörtunum leikmanna og fækki leikjunum. Það kemur sér allt of illa peningalega. „Við munum alltaf reyna að nota pólítísku leiðirnar. Við höfum sent bréf og höfum fengið svar en því miður er tíminn ekki með okkur. Stundum þarf fullorðið fólk, þótt að það það sé að reyna af finna lausn, að fá inn þriðja aðila til að komast að niðurstöðu. Kannski þurfum við gerðardómara eða dómstóla til að ákveða þetta,“ sagði Molango. Leikmannsamtökin segjast vera til í alvöru baráttu fyrir framtíðarheilsu leikmanna og því eru möguleg verkföll ekki út af borðinu. FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn Fleiri fréttir Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Sjá meira
FIFPro er farið í mál við FIFA með mörgum deildum í Evrópu eins og ensku úrvalsdeildinni og spænsku deildinni. Það sem fyllti mælinn var ný heimsmeistarakeppni félagsliða þar sem litla krúttlega HM félagsliða er allt í einu orðið að 32 liða risamóti. Maheta Molango, framkvæmdastjóri samtaka atvinnufótboltafólks, PFA, hefur verið að kalla eftir breytingum síðan í febrúar en hann heldur því fram að nú hafi Alþjóða knattspyrnusambandið hreinlega gengið of langt. Players' unions threaten strike over Club World CupTwo days before the Champions League final between Real Madrid and Borussia Dortmund in London, the Premier League, LaLiga, Serie A and the PFA met to study measures to counteract FIFA's plan for a new… https://t.co/prPZ6eCCJh— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 31, 2024 Hann segist hafa farið inn í búningsklefa fyrir tíu dögum hjá liði þar sem hann heyrði hljóðið í leikmönnum sem eru fórnarlömb þessa mikla leikjaálags. „Sumir þeirra sögðu: Ég sætti mig ekki við þetta. Við ættum bara að fara í verkfall. Annar sagði: Til hvers. Ég er milljarðamæringur en ég hef ekki tíma til að eyða peningunum,“ sagði Molango. ESPN segir frá. Álagið á bestu leikmenn hefur aukist statt og stöðugt undanfarin ár. Fleiri leikir og margir knattspyrnustjórar hafa kvartað sáran yfir þessu. Nú er málið komið svo langt að leikmannasamtökin eru farin að opinbera hugmyndir sínar um verkfall. Hvað FIFA gerir er frekar auðvelt að spá fyrir um. Forráðamenn þar á bæ munu eflaust hóta leikmönnum bönnum og stórum sektum. Það er mun ólíklegra að menn í peningagráðugum höfuðstöðum fótboltans taki mark á kvörtunum leikmanna og fækki leikjunum. Það kemur sér allt of illa peningalega. „Við munum alltaf reyna að nota pólítísku leiðirnar. Við höfum sent bréf og höfum fengið svar en því miður er tíminn ekki með okkur. Stundum þarf fullorðið fólk, þótt að það það sé að reyna af finna lausn, að fá inn þriðja aðila til að komast að niðurstöðu. Kannski þurfum við gerðardómara eða dómstóla til að ákveða þetta,“ sagði Molango. Leikmannsamtökin segjast vera til í alvöru baráttu fyrir framtíðarheilsu leikmanna og því eru möguleg verkföll ekki út af borðinu.
FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn Fleiri fréttir Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Sjá meira