Fasteignamat sumarbústaða hækkar mest Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. maí 2024 22:01 Tryggvi Már Ingvarsson framkvæmdastjóri fasteigna hjá HMS og Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá sömu stofnun fóru yfir fasteignamarkað á fundi HMS í dag. Vísir/Arnar Fasteignamat hækkar mun minna á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni því íbúðir hafa hækkað hlutfallslega meira út á landi. Mest er hækkun á Vestfjörðum eða ellefu prósent. Sumarbústaðir hækka mest. Fasteignamat á öllu landinu hækkar að meðaltali um 4,3 prósent og tekur hækkunin gildi um næstu áramót samkvæmt nýrri greiningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eða HMS. Fasteignamat sem er verðmat á markaðsvirði húss og lóðar hækkar mest á Vestfjörðum og Norðvesturlandi eða um og yfir tíu prósent. Það hækkar hins vegar minnst á höfðuborgarsvæðinu eða að meðaltali um 2,8 prósent. Tryggvi Már Ingvarsson framkvæmdastjóri fasteigna hjá HMS segir að eftirspurn eftir húsnæði hafi aukist á Vestfjörðum vegna uppbyggingar í kringum fiskeldi sem skýri svo verðhækkanir á fasteignum þar með tilheyrandi hækkun á fasteignamati. „Við styðjumst við kaupsamninga og veltu á fasteignamarkaði í okkar greiningu. Þessi gögn sýna að fasteignaverð á Vestfjörðum hefur verið að hækka undanfarin misseri sem veldur hækkun á fasteignamatinu,“ segir Tryggvi. Sumarhús hækka mest Fasteignamat sumarhúsa hækkar hins vegar mest allra fasteigna eða um 15,6 prósent að meðaltali. „Við drögum þá ályktun að þessi mikla hækkun sé einfaldlega vegna framboðsskorts á sumarhúsum. Mesta hækkun á fasteignamati sumarhúsa er í kringum Akureyri eða um tuttugu og fimm prósent,“ segir Tryggvi. Raunverð húsnæðis hafi lækkað á höfuðborgarsvæðinu Verð á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu lækkar hins vegar að raunvirði milli ára þ.e. þá er tekið tillit til verðbólgu. Lækkunarferlinu virðist hins vegar lokið og verð tekið að hækka á ný að sögn Jónasar Atla Gunnarssonar hagfræðings hjá HMS. „Við sjáum að þessu raunverðslækkunartímabili er lokið. Íbúðaverð er aftur byrjað að hækka. Við hjá HMS teljum að íbúðarverð muni svo halda áfram að hækka að raunvirði svo lengi sem ekki er verið að byggja í takt við íbúðaþörf,“segir Jónas en á fundi HMS í dag kom fram að fjöldi íbúða í byggingu hefur dregist saman um 9,3 prósent milli ára. Jónas segir enn fremur að íbúðakaup Grindvíkinga muni hafa skammtímaáhrif á fasteignaverð. Fasteignafélagið Þórkatla hefur nú þegar keypt 700 íbúðir af Grindvíkingum en íbúar geta selt félaginu fasteignir sínar til desember 2024. „Við gerum ráð fyrir að næstu þrjá mánuði muni Grindvíkingar kaupa sér íbúðir í sveitarfélögum í kringum bæinn. Við það eykst eftirspurn um fjörtíu prósent miðað við venjulegan fjölda kaupsamninga sem getur tímabundið haft áhrif á verðið,“ segir Jónas. Fjármál heimilisins Fasteignamarkaður Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Heildarmat fasteigna hækkar um 4,3 prósent árið 2025 Heildarmat fasteigna árið 2025 hækkar um 4,3 prósent frá fyrra ári og verður 15,3 billjónir króna. Fasteignamat íbúða hækkar um 2,1 prósent á höfuðborgarsvæðinu og um 6,6 prósent á landsbyggðinni. 30. maí 2024 10:00 Innlán heimila vaxa sem sýnir að „peningastefnan er að virka“ Innlán heimila halda áfram að vaxa á sama tíma og hlutabréfamarkaður hérlendis hefur verið þungur. Einkaneyslan hóf að gefa eftir um mitt síðasta ár og sparnaður heimilanna jókst á ný enda hafa laun hækkað og innlánsvextir hækkað verulega undanfarin tvö ár. Er þetta til marks um að peningalegt aðhald Seðlabankans hafi ekki einungis áhrif á neysluhneigð almennings heldur ýtir einnig undir sparnað, segja hagfræðingar. Vaxtatekjur heimila eru nú meiri en vaxtagjöld. 28. maí 2024 15:49 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Fasteignamat á öllu landinu hækkar að meðaltali um 4,3 prósent og tekur hækkunin gildi um næstu áramót samkvæmt nýrri greiningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eða HMS. Fasteignamat sem er verðmat á markaðsvirði húss og lóðar hækkar mest á Vestfjörðum og Norðvesturlandi eða um og yfir tíu prósent. Það hækkar hins vegar minnst á höfðuborgarsvæðinu eða að meðaltali um 2,8 prósent. Tryggvi Már Ingvarsson framkvæmdastjóri fasteigna hjá HMS segir að eftirspurn eftir húsnæði hafi aukist á Vestfjörðum vegna uppbyggingar í kringum fiskeldi sem skýri svo verðhækkanir á fasteignum þar með tilheyrandi hækkun á fasteignamati. „Við styðjumst við kaupsamninga og veltu á fasteignamarkaði í okkar greiningu. Þessi gögn sýna að fasteignaverð á Vestfjörðum hefur verið að hækka undanfarin misseri sem veldur hækkun á fasteignamatinu,“ segir Tryggvi. Sumarhús hækka mest Fasteignamat sumarhúsa hækkar hins vegar mest allra fasteigna eða um 15,6 prósent að meðaltali. „Við drögum þá ályktun að þessi mikla hækkun sé einfaldlega vegna framboðsskorts á sumarhúsum. Mesta hækkun á fasteignamati sumarhúsa er í kringum Akureyri eða um tuttugu og fimm prósent,“ segir Tryggvi. Raunverð húsnæðis hafi lækkað á höfuðborgarsvæðinu Verð á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu lækkar hins vegar að raunvirði milli ára þ.e. þá er tekið tillit til verðbólgu. Lækkunarferlinu virðist hins vegar lokið og verð tekið að hækka á ný að sögn Jónasar Atla Gunnarssonar hagfræðings hjá HMS. „Við sjáum að þessu raunverðslækkunartímabili er lokið. Íbúðaverð er aftur byrjað að hækka. Við hjá HMS teljum að íbúðarverð muni svo halda áfram að hækka að raunvirði svo lengi sem ekki er verið að byggja í takt við íbúðaþörf,“segir Jónas en á fundi HMS í dag kom fram að fjöldi íbúða í byggingu hefur dregist saman um 9,3 prósent milli ára. Jónas segir enn fremur að íbúðakaup Grindvíkinga muni hafa skammtímaáhrif á fasteignaverð. Fasteignafélagið Þórkatla hefur nú þegar keypt 700 íbúðir af Grindvíkingum en íbúar geta selt félaginu fasteignir sínar til desember 2024. „Við gerum ráð fyrir að næstu þrjá mánuði muni Grindvíkingar kaupa sér íbúðir í sveitarfélögum í kringum bæinn. Við það eykst eftirspurn um fjörtíu prósent miðað við venjulegan fjölda kaupsamninga sem getur tímabundið haft áhrif á verðið,“ segir Jónas.
Fjármál heimilisins Fasteignamarkaður Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Heildarmat fasteigna hækkar um 4,3 prósent árið 2025 Heildarmat fasteigna árið 2025 hækkar um 4,3 prósent frá fyrra ári og verður 15,3 billjónir króna. Fasteignamat íbúða hækkar um 2,1 prósent á höfuðborgarsvæðinu og um 6,6 prósent á landsbyggðinni. 30. maí 2024 10:00 Innlán heimila vaxa sem sýnir að „peningastefnan er að virka“ Innlán heimila halda áfram að vaxa á sama tíma og hlutabréfamarkaður hérlendis hefur verið þungur. Einkaneyslan hóf að gefa eftir um mitt síðasta ár og sparnaður heimilanna jókst á ný enda hafa laun hækkað og innlánsvextir hækkað verulega undanfarin tvö ár. Er þetta til marks um að peningalegt aðhald Seðlabankans hafi ekki einungis áhrif á neysluhneigð almennings heldur ýtir einnig undir sparnað, segja hagfræðingar. Vaxtatekjur heimila eru nú meiri en vaxtagjöld. 28. maí 2024 15:49 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Heildarmat fasteigna hækkar um 4,3 prósent árið 2025 Heildarmat fasteigna árið 2025 hækkar um 4,3 prósent frá fyrra ári og verður 15,3 billjónir króna. Fasteignamat íbúða hækkar um 2,1 prósent á höfuðborgarsvæðinu og um 6,6 prósent á landsbyggðinni. 30. maí 2024 10:00
Innlán heimila vaxa sem sýnir að „peningastefnan er að virka“ Innlán heimila halda áfram að vaxa á sama tíma og hlutabréfamarkaður hérlendis hefur verið þungur. Einkaneyslan hóf að gefa eftir um mitt síðasta ár og sparnaður heimilanna jókst á ný enda hafa laun hækkað og innlánsvextir hækkað verulega undanfarin tvö ár. Er þetta til marks um að peningalegt aðhald Seðlabankans hafi ekki einungis áhrif á neysluhneigð almennings heldur ýtir einnig undir sparnað, segja hagfræðingar. Vaxtatekjur heimila eru nú meiri en vaxtagjöld. 28. maí 2024 15:49
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent