Ég ætla að brjóta blað - Ég kýs Baldur! Þórður Vilberg Guðmundsson skrifar 30. maí 2024 17:31 Einhver skemmtilegasta og mest spennandi kosningabarátta síðustu ára á Íslandi er senn á enda runnin og á laugardag göngum við að kjörborðinu og veljum okkur forseta. Í framboði er mikið einvala lið, og flest þeirra þannig að ég get vel séð þau fyrir mér sem næsta forseta lýðveldisins. Í þessum hópi er þó einn aðili sem ég tel að skeri sig úr – og fyrir því eru nokkrar ástæður. Frá því að Baldur Þórhallsson kynnti um framboð sitt í mars hef ég verið sannfærður um að þar sé á ferðinni einstaklingur sem mun valda þessu mikilvæga embætti vel. Þjóðin hefur á undanförnum vikum fengið að kynnast Baldri betur og eiginmanni hans Felix Bergsyni, mannkostum þeirra beggja og ég er sannfærður um að framganga þeirra að undanförnu hefur heillað marga. „Til að lækna hatur, er best að nota ást“ Þannig sungu Gunni og Felix í lagi Felixar og Jóns Ólafssonar „Við skulum ekki rífast“ frá árinu 2002. Þessi setning hefur svo oft komið upp í hugan að undanförnu þegar ég hef hugsað til þeirrar óvægnu umfjöllunar sem komið hefur upp um Baldur vegna kynhneigðar hans í þessari kosningabaráttu. Það hefur ítrekað verið ómaklega ráðist að persónu Baldurs og Felixar og þeir opinberlega smánaðir á grundvelli kynhneigðar sinnar. Baldur hefur þurft sitja undir því að svara spurningum „virtra“ fjölmiðla um einkalíf sitt, sem í sumum tilfellum hafa verið yfirfullar af fordómum. Baldur hefur óhræddur tekist á við þessa miklu áskorun, haldið ró sinni og svarað spurningum málefnalega, en þó af nauðsynlegri festu og hvergi kvikað. Framganga hans undir þessu hefur verið án öfga eða gífuryrða, hann veit að samtal og fræðsla er öflugsta leiðin til að uppræta fordóma og besta leiðin til að nálgast hatrið er ást. Baldur hefur einn frambjóðenda talað með skýrum hætti fyrir mikilvægi þess að Forseti Íslands beiti sér á öflugan hátt fyrir mannréttindum og leggi sitt lóð á vogarskálarnar til leiðrétta þá leiðu öfugþróun sem orðið hefur í mannréttindum í heiminum upp á síðkastið. Sem samkynhneigður einstaklingur þekkir Baldur baráttu fyrir mannréttindum vel, enda hefur hann þurft að standa í að berjast fyrir sínum eigin réttindum, sem og réttindum fjölskyldu sinnar. Hann er ekki að gera þetta í fyrsta skipti núna. Baldur brennur fyrir mannréttindum, og það sem mikilvægast er að hann mun óhræddur beita sér fyrir þeim hvar og hvenær sem er og hann mun gera það á þann hátt sem sómi er að. Það er mikilvægt að við Íslendingar, og heimurinn allur, eignumst öflugan málsvara í þessum efnum. Af öllum frambjóðendunum 12 hefur Baldur Þórhallsson sýnt að hann sé sá sem getur best valdið því hlutverki. Brjótum blað! Árið 1980 höfðu Íslendingar kjark, vilja og þor til að brjóta blað í sögunni þegar þeir fyrstir þjóða völdu sér konu sem þjóðhöfðingja. Vigdís Finnbogadóttir bauð óhrædd fordómum og fáfræði byrgin í þeirri kosningabaráttu og þjóðin valdi hana að lokum. Kjör hennar vakti að vonum heimsathygli og sá kraftur sem það færði í réttindabaráttu kvenna um allan heim verður seint ofmetinn. Íslendingar geta aftur brotið blað í sögunni á laugardaginn og orðið fyrsta þjóðin í heiminum til að kjósa sér samkynhneigðan þjóðhöfðingja. Það eina sem þarf er kjarkur, vilji og þor til að kjósa Baldur Þórhallsson til embættis Forseta Íslands. Baldur hefur, líkt og Vigdís, óhræddur boðið fordómum og fáfræði byrgin og óhræddur tekist á við það mótlæti sem honum hefur mætt. Kjör hans til forseta mun vekja heims athygli og gefa Íslendingum tækifæri til að skipa sér í fremstu röð þeirra þjóða sem vilja leggja sitt af mörkum til að berjast fyrir, og standa vörð um mannréttindi allra einstaklinga. Ég ætla að velja með hjartanu á laugardaginn. Ég ætla að sýna kjark, vilja og þor. Ég ætla að brjóta blað og kjósa Baldur Þórhallsson – hann er minn forseti! Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Sjá meira
Einhver skemmtilegasta og mest spennandi kosningabarátta síðustu ára á Íslandi er senn á enda runnin og á laugardag göngum við að kjörborðinu og veljum okkur forseta. Í framboði er mikið einvala lið, og flest þeirra þannig að ég get vel séð þau fyrir mér sem næsta forseta lýðveldisins. Í þessum hópi er þó einn aðili sem ég tel að skeri sig úr – og fyrir því eru nokkrar ástæður. Frá því að Baldur Þórhallsson kynnti um framboð sitt í mars hef ég verið sannfærður um að þar sé á ferðinni einstaklingur sem mun valda þessu mikilvæga embætti vel. Þjóðin hefur á undanförnum vikum fengið að kynnast Baldri betur og eiginmanni hans Felix Bergsyni, mannkostum þeirra beggja og ég er sannfærður um að framganga þeirra að undanförnu hefur heillað marga. „Til að lækna hatur, er best að nota ást“ Þannig sungu Gunni og Felix í lagi Felixar og Jóns Ólafssonar „Við skulum ekki rífast“ frá árinu 2002. Þessi setning hefur svo oft komið upp í hugan að undanförnu þegar ég hef hugsað til þeirrar óvægnu umfjöllunar sem komið hefur upp um Baldur vegna kynhneigðar hans í þessari kosningabaráttu. Það hefur ítrekað verið ómaklega ráðist að persónu Baldurs og Felixar og þeir opinberlega smánaðir á grundvelli kynhneigðar sinnar. Baldur hefur þurft sitja undir því að svara spurningum „virtra“ fjölmiðla um einkalíf sitt, sem í sumum tilfellum hafa verið yfirfullar af fordómum. Baldur hefur óhræddur tekist á við þessa miklu áskorun, haldið ró sinni og svarað spurningum málefnalega, en þó af nauðsynlegri festu og hvergi kvikað. Framganga hans undir þessu hefur verið án öfga eða gífuryrða, hann veit að samtal og fræðsla er öflugsta leiðin til að uppræta fordóma og besta leiðin til að nálgast hatrið er ást. Baldur hefur einn frambjóðenda talað með skýrum hætti fyrir mikilvægi þess að Forseti Íslands beiti sér á öflugan hátt fyrir mannréttindum og leggi sitt lóð á vogarskálarnar til leiðrétta þá leiðu öfugþróun sem orðið hefur í mannréttindum í heiminum upp á síðkastið. Sem samkynhneigður einstaklingur þekkir Baldur baráttu fyrir mannréttindum vel, enda hefur hann þurft að standa í að berjast fyrir sínum eigin réttindum, sem og réttindum fjölskyldu sinnar. Hann er ekki að gera þetta í fyrsta skipti núna. Baldur brennur fyrir mannréttindum, og það sem mikilvægast er að hann mun óhræddur beita sér fyrir þeim hvar og hvenær sem er og hann mun gera það á þann hátt sem sómi er að. Það er mikilvægt að við Íslendingar, og heimurinn allur, eignumst öflugan málsvara í þessum efnum. Af öllum frambjóðendunum 12 hefur Baldur Þórhallsson sýnt að hann sé sá sem getur best valdið því hlutverki. Brjótum blað! Árið 1980 höfðu Íslendingar kjark, vilja og þor til að brjóta blað í sögunni þegar þeir fyrstir þjóða völdu sér konu sem þjóðhöfðingja. Vigdís Finnbogadóttir bauð óhrædd fordómum og fáfræði byrgin í þeirri kosningabaráttu og þjóðin valdi hana að lokum. Kjör hennar vakti að vonum heimsathygli og sá kraftur sem það færði í réttindabaráttu kvenna um allan heim verður seint ofmetinn. Íslendingar geta aftur brotið blað í sögunni á laugardaginn og orðið fyrsta þjóðin í heiminum til að kjósa sér samkynhneigðan þjóðhöfðingja. Það eina sem þarf er kjarkur, vilji og þor til að kjósa Baldur Þórhallsson til embættis Forseta Íslands. Baldur hefur, líkt og Vigdís, óhræddur boðið fordómum og fáfræði byrgin og óhræddur tekist á við það mótlæti sem honum hefur mætt. Kjör hans til forseta mun vekja heims athygli og gefa Íslendingum tækifæri til að skipa sér í fremstu röð þeirra þjóða sem vilja leggja sitt af mörkum til að berjast fyrir, og standa vörð um mannréttindi allra einstaklinga. Ég ætla að velja með hjartanu á laugardaginn. Ég ætla að sýna kjark, vilja og þor. Ég ætla að brjóta blað og kjósa Baldur Þórhallsson – hann er minn forseti! Höfundur er sagnfræðingur.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar