Að fortíð skal hyggja Guðrún Jónsdóttir skrifar 30. maí 2024 15:16 Hún er svo undarleg þessi stemming í samfélaginu núna. Ég skil hana ekki. Ég skil ekki hversu margt fólk sem hefur gagnrýnt ríkisstjórn Íslands harkalega undanfarin ár flykkir sér á bak við fyrrverandi forsætisráðherra og er sannfært um að hún yrði frábær forseti. Áberandi fólk úr öllum stjórnmálaflokkum og úr ólíkustu þjóðfélagshópum. Þar á meðal ágætis vinir mínir. Einhvern veginn hef ég alltaf trúað því að besti mælikvarðinn á framtíðarhegðun fólks væri hvernig það hefði hagað sér í fortíðinni. Fyrrverandi forsætisráðherra getur ekki vikið sér undan því að hafa leitt stjórnina sem var sannarlega gagnrýniverð og gekk í berhögg við það sem VG þóttist standa fyrir. Ég upplifi merkilega þögn og ósýnileika frá mörgum þeim sem ég veit að eru sammála mér, en veigra sér við að segja það upphátt. Ég upplifi hreinlega hræðslu hugrakkra femínista, heitra náttúruverndarsinna og annarra mannréttindafrömuða við að opinbera sig og það er alveg nýtt fyrir mér en ég reyni að skilja það. Getur það verið vegna þess að það er við svo öflugan og ráðandi hóp að etja og málflutningur þeirra hefur náð í gegn? Að málefnaleg umræða eigi að snúast eingöngu um að halda fram kostum eigin frambjóðenda, en hallmæla undir engum kringumstæðum öðrum frambjóðendum? Þau sem orði það að þau vilji ekki fyrrum forsætisráðherra á Bessastaði séu sjálfkrafa vont fólk með ómálefnalegan hatursáróður og minnimáttarkennd? Ansi hávær kór fólks sem venjulega er í sama liði og við sem erum ósammála. Þess vegna er hætt við að málin verði persónuleg og að fólk óttist að verða útilokað úr hópi vina, ættingja eða samstarfsfólks. Ég lít á þetta sem gaslýsingu og ég neita að undirgangast hana. Gaslýsing er áhrifamikið ofbeldisform sem margir eru ómeðvitaðir um, bæði þau sem beita henni og þau sem verða fyrir henni. Hún byggist á því að ef fólk sem beitt er einhvers konar kúgun eða rangindum kvartar undan því, er því talin trú um að engin rangindi hafi átt sér stað, heldur sé um ímyndun eða rangtúlkun þolandans að ræða. Heppnist hún fer þolandinn að efast um eigin dómgreind. Þegar stórir og valdamiklir hópar sameinast um að beita hópgaslýsingu verður hún svo áhrifamikil að hún þaggar auðveldlega niður í fjölda manns. Ég gæti nefnt mörg dæmi um gaslýsingar á samfélagsmiðlum undanfarið, þau eru augljós ef fólk þekkir fyrirbærið. Það sem er óvenjulegt er að hópamyndanirnar eru óhefðbundnar. Ég skrifa þetta til umhugsunar fyrir þau sem hafa fundið fyrir óþægindunum sem fylgja því að þegja þó þau langi til þess að tjá sig. Ég áfellist ykkur ekki, en bendi bara á öflin sem eru í gangi og að við erum mörg sem höfum dröslast með þessar tilfinningar. Ég segi það upphátt að ég vil ekki fyrrum forsætisráðherra á Bessastaði. Það hefur ekkert með hatur, illkvittni eða minnimáttarkennd að gera, heldur heilbrigða skynsemi og réttlætiskennd. Ég vil forseta sem þjóðin getur treyst, sameinast um og verið stolt af. Sjálf ætla ég að kjósa Höllu Hrund. Höfundur er félagsráðgjafi og fyrrum talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Jón Ísak Ragnarsson Halldór Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Hún er svo undarleg þessi stemming í samfélaginu núna. Ég skil hana ekki. Ég skil ekki hversu margt fólk sem hefur gagnrýnt ríkisstjórn Íslands harkalega undanfarin ár flykkir sér á bak við fyrrverandi forsætisráðherra og er sannfært um að hún yrði frábær forseti. Áberandi fólk úr öllum stjórnmálaflokkum og úr ólíkustu þjóðfélagshópum. Þar á meðal ágætis vinir mínir. Einhvern veginn hef ég alltaf trúað því að besti mælikvarðinn á framtíðarhegðun fólks væri hvernig það hefði hagað sér í fortíðinni. Fyrrverandi forsætisráðherra getur ekki vikið sér undan því að hafa leitt stjórnina sem var sannarlega gagnrýniverð og gekk í berhögg við það sem VG þóttist standa fyrir. Ég upplifi merkilega þögn og ósýnileika frá mörgum þeim sem ég veit að eru sammála mér, en veigra sér við að segja það upphátt. Ég upplifi hreinlega hræðslu hugrakkra femínista, heitra náttúruverndarsinna og annarra mannréttindafrömuða við að opinbera sig og það er alveg nýtt fyrir mér en ég reyni að skilja það. Getur það verið vegna þess að það er við svo öflugan og ráðandi hóp að etja og málflutningur þeirra hefur náð í gegn? Að málefnaleg umræða eigi að snúast eingöngu um að halda fram kostum eigin frambjóðenda, en hallmæla undir engum kringumstæðum öðrum frambjóðendum? Þau sem orði það að þau vilji ekki fyrrum forsætisráðherra á Bessastaði séu sjálfkrafa vont fólk með ómálefnalegan hatursáróður og minnimáttarkennd? Ansi hávær kór fólks sem venjulega er í sama liði og við sem erum ósammála. Þess vegna er hætt við að málin verði persónuleg og að fólk óttist að verða útilokað úr hópi vina, ættingja eða samstarfsfólks. Ég lít á þetta sem gaslýsingu og ég neita að undirgangast hana. Gaslýsing er áhrifamikið ofbeldisform sem margir eru ómeðvitaðir um, bæði þau sem beita henni og þau sem verða fyrir henni. Hún byggist á því að ef fólk sem beitt er einhvers konar kúgun eða rangindum kvartar undan því, er því talin trú um að engin rangindi hafi átt sér stað, heldur sé um ímyndun eða rangtúlkun þolandans að ræða. Heppnist hún fer þolandinn að efast um eigin dómgreind. Þegar stórir og valdamiklir hópar sameinast um að beita hópgaslýsingu verður hún svo áhrifamikil að hún þaggar auðveldlega niður í fjölda manns. Ég gæti nefnt mörg dæmi um gaslýsingar á samfélagsmiðlum undanfarið, þau eru augljós ef fólk þekkir fyrirbærið. Það sem er óvenjulegt er að hópamyndanirnar eru óhefðbundnar. Ég skrifa þetta til umhugsunar fyrir þau sem hafa fundið fyrir óþægindunum sem fylgja því að þegja þó þau langi til þess að tjá sig. Ég áfellist ykkur ekki, en bendi bara á öflin sem eru í gangi og að við erum mörg sem höfum dröslast með þessar tilfinningar. Ég segi það upphátt að ég vil ekki fyrrum forsætisráðherra á Bessastaði. Það hefur ekkert með hatur, illkvittni eða minnimáttarkennd að gera, heldur heilbrigða skynsemi og réttlætiskennd. Ég vil forseta sem þjóðin getur treyst, sameinast um og verið stolt af. Sjálf ætla ég að kjósa Höllu Hrund. Höfundur er félagsráðgjafi og fyrrum talskona Stígamóta.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun