Forsetaefni tekin í krefjandi atvinnuviðtal í kappræðum kvöldsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. maí 2024 14:46 Um 60 þúsund manns horfðu á fyrri kappræður Stöðvar 2 hinn 16. maí og tugir þúsunda á Vísi að þættinum loknum. Vísir/Vilhelm Nú þegar rétt rúmar fjörutíu klukkustundir eru í opnun kjörstaða í kosningunum á laugardag og tveir efstu frambjóðendurnir hnífjafnir mæta forsetaframbjóðendur í lokakappræður Stöðvar 2 strax að loknum kvöldfréttum. Þátturinn verður í beinni útsendingu og opinni dagskrá bæði á Stöð 2 og Vísi. Halla Tómasdóttir sem verið hefur á mikilli siglingu í könnunum undanfarnar vikur er nú komin algerlega upp að Katrínu Jakobsdóttur. Nú mælast þær báðar með 24,1 prósent í könnun Maskínu fyrir fréttastofuna sem birt var í hádeginu. Þetta er minnsta fylgi sem Katrín hefur mælst með í könnunum Maskínu frá 8. apríl. Auk Höllu og Katrínar mæta þau Halla Hrund Logadóttir, Baldur Þórhallsson, Jón Gnarr og Arnar Þór Jónsson í kappræðurnar í kvöld. Heimir Már Pétursson fréttamaður stýrir umræðunum eins og fyrri kappræðum hinn 16. maí sem fékk mjög mikið áhorf. Hann lofar spennandi þætti þar sem frambjóðendur verði spurðir krefjandi spurninga. Heimir Már Pétursson fréttamaður stýrir kappræðunum í kvöld. Undir loka þeirra fá frambjóðendur tækifæri til að ávarpa áhrofendur beint í eina mínútu hver.Vísir/Vilhelm „Kosningabaráttan er nú á algjöru háspennustigi og gríðarleg óvissa um úrslitin. Það er hins vegar næsta víst af könnunum að sjöundi forseti íslenska lýðveldisins verður kona. Það er kannski táknrænt að þessar forsetakosningar eru þær mest spennandi frá því Vigdís Finnbogadóttir náði fyrst kvenna í heiminum lýðræðislegu kjöri í embætti forseta með 33,8 prósenta fylgi," segir Heimir Már. Það væri minnsta fylgi sem forseti hafi fengið til þessa á Íslandi. Einungis hafi munaði 1,5 prósentustigum á Vigdísi og Guðlaugi Þorvaldssyni, eða 1.900 atkvæði. Auk þess sem frambjóðendur verða spurðir spjörunum úr í sjónvarpssal verður boðið upp á nýjungar í anda þess þegar fólk sækir um mikilvægt starf. Líklega eru fá störf eða embætti sem njóta jafnmikillar virðingar og embætti forseta Íslands. Elísabet Inga Sigurðardóttir hitti frambjóðendurna hvern fyrir sig og spurði þau öll krefjandi spurninga á meðan klukkan tifaði. Sjón er sögu ríkari. Fylgið á mikilli hreyfingu allt frá upphafi Nú hafa verið gerðar tuttugu og tvær kannanir frá 8. apríl og von er á tveimur til viðbótar í dag. Af þeim tuttugu og tveimur könnunum sem þegar hafa verið birtar frá Maskínu, Gallup, Prósenti og Félagsvísindastofnun hefur Katrín verið efst í tólf. Halla Hrund hefur leitt í níu könnunum, Baldur í tveimur og nú í dag er Halla Tómasdóttir efst ásamt Katrínu. Það hefur sýnt sig að framistaða sex efstu frambjóðenda í kosningabaráttunni og í fjölmiðlum getur haft töluverð áhrif á kjósendur. Sömleiðis sýna kannanir að þrátt fyrir mikla athygli í fjölmiðlum landsins hefur fylgi þeirra frambjóðenda sem mælast með minnsta fylgið ekkert breyst. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hefur þó einu sinni komist í 3,4 prósent hinn 15. apríl hjá Prósenti og nokkrum sinnum dansað í kring um tvö present. Lengst af hefur fylgi þessara sex mælst um eða undir hálfu til einu prósenti. Samanlagt fylgi þessara sex hefur verið á bilinu 3-4 prósent. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Sex frambjóðendur senda kröfubréf til Stöðvar 2 Sex forsetaframbjóðendur hafa sent forsvarsmönnum Sýnar bréf þar sem þeir krefjast þess að fá að vera með í kappræðum vegna forsetakosninga 2024. Fréttastjóri segir kappræðurnar hugsaðar út frá þjónustu við kjósendur, fólkið í landinu. 30. maí 2024 12:18 Katrín og Halla Tómasdóttir hnífjafnar í nýrri könnun Maskínu Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir eru hnífjafnar samkvæmt nýrri könnun fyrir fréttastofuna. Marktækur munur er á fylgi þeirra og Höllu Hrundar Logadóttur sem nýtur næst mest fylgis á eftir þeim. Seinni kappræður fréttastofunnar vegna forsetakosninganna næst komandi laugardag verða í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi strax að loknum kvöldfréttum. 30. maí 2024 12:01 Segir enn svigrúm til að taka fram úr Katrínu Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði segir kosningabaráttur hafa verið harkalegri en sú sem nú stendur yfir. Baráttan sé samt sem áður sú sem mest spennandi hafi verið allt frá því að Vigdís var kjörin forseti árið 1981. Katrín sé líklegust til að vinna en Halla Hrund, Halla Tómasdóttir og Baldur eigi öll enn sjens í sigur. 30. maí 2024 11:08 Fyrstu atkvæðakassarnir opnaðir í Ráðhúsinu „Þetta fer allt vel að lokum,“ segir oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík sem tók við fyrstu utankjörfundaratkvæðunum til flokkunar í Ráðhúsinu í morgun. Nú þegar þrír dagar eru til kosninga er kjörsókn töluvert lakari en í síðustu forsetakosningum. 29. maí 2024 20:01 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Halla Tómasdóttir sem verið hefur á mikilli siglingu í könnunum undanfarnar vikur er nú komin algerlega upp að Katrínu Jakobsdóttur. Nú mælast þær báðar með 24,1 prósent í könnun Maskínu fyrir fréttastofuna sem birt var í hádeginu. Þetta er minnsta fylgi sem Katrín hefur mælst með í könnunum Maskínu frá 8. apríl. Auk Höllu og Katrínar mæta þau Halla Hrund Logadóttir, Baldur Þórhallsson, Jón Gnarr og Arnar Þór Jónsson í kappræðurnar í kvöld. Heimir Már Pétursson fréttamaður stýrir umræðunum eins og fyrri kappræðum hinn 16. maí sem fékk mjög mikið áhorf. Hann lofar spennandi þætti þar sem frambjóðendur verði spurðir krefjandi spurninga. Heimir Már Pétursson fréttamaður stýrir kappræðunum í kvöld. Undir loka þeirra fá frambjóðendur tækifæri til að ávarpa áhrofendur beint í eina mínútu hver.Vísir/Vilhelm „Kosningabaráttan er nú á algjöru háspennustigi og gríðarleg óvissa um úrslitin. Það er hins vegar næsta víst af könnunum að sjöundi forseti íslenska lýðveldisins verður kona. Það er kannski táknrænt að þessar forsetakosningar eru þær mest spennandi frá því Vigdís Finnbogadóttir náði fyrst kvenna í heiminum lýðræðislegu kjöri í embætti forseta með 33,8 prósenta fylgi," segir Heimir Már. Það væri minnsta fylgi sem forseti hafi fengið til þessa á Íslandi. Einungis hafi munaði 1,5 prósentustigum á Vigdísi og Guðlaugi Þorvaldssyni, eða 1.900 atkvæði. Auk þess sem frambjóðendur verða spurðir spjörunum úr í sjónvarpssal verður boðið upp á nýjungar í anda þess þegar fólk sækir um mikilvægt starf. Líklega eru fá störf eða embætti sem njóta jafnmikillar virðingar og embætti forseta Íslands. Elísabet Inga Sigurðardóttir hitti frambjóðendurna hvern fyrir sig og spurði þau öll krefjandi spurninga á meðan klukkan tifaði. Sjón er sögu ríkari. Fylgið á mikilli hreyfingu allt frá upphafi Nú hafa verið gerðar tuttugu og tvær kannanir frá 8. apríl og von er á tveimur til viðbótar í dag. Af þeim tuttugu og tveimur könnunum sem þegar hafa verið birtar frá Maskínu, Gallup, Prósenti og Félagsvísindastofnun hefur Katrín verið efst í tólf. Halla Hrund hefur leitt í níu könnunum, Baldur í tveimur og nú í dag er Halla Tómasdóttir efst ásamt Katrínu. Það hefur sýnt sig að framistaða sex efstu frambjóðenda í kosningabaráttunni og í fjölmiðlum getur haft töluverð áhrif á kjósendur. Sömleiðis sýna kannanir að þrátt fyrir mikla athygli í fjölmiðlum landsins hefur fylgi þeirra frambjóðenda sem mælast með minnsta fylgið ekkert breyst. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hefur þó einu sinni komist í 3,4 prósent hinn 15. apríl hjá Prósenti og nokkrum sinnum dansað í kring um tvö present. Lengst af hefur fylgi þessara sex mælst um eða undir hálfu til einu prósenti. Samanlagt fylgi þessara sex hefur verið á bilinu 3-4 prósent.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Sex frambjóðendur senda kröfubréf til Stöðvar 2 Sex forsetaframbjóðendur hafa sent forsvarsmönnum Sýnar bréf þar sem þeir krefjast þess að fá að vera með í kappræðum vegna forsetakosninga 2024. Fréttastjóri segir kappræðurnar hugsaðar út frá þjónustu við kjósendur, fólkið í landinu. 30. maí 2024 12:18 Katrín og Halla Tómasdóttir hnífjafnar í nýrri könnun Maskínu Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir eru hnífjafnar samkvæmt nýrri könnun fyrir fréttastofuna. Marktækur munur er á fylgi þeirra og Höllu Hrundar Logadóttur sem nýtur næst mest fylgis á eftir þeim. Seinni kappræður fréttastofunnar vegna forsetakosninganna næst komandi laugardag verða í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi strax að loknum kvöldfréttum. 30. maí 2024 12:01 Segir enn svigrúm til að taka fram úr Katrínu Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði segir kosningabaráttur hafa verið harkalegri en sú sem nú stendur yfir. Baráttan sé samt sem áður sú sem mest spennandi hafi verið allt frá því að Vigdís var kjörin forseti árið 1981. Katrín sé líklegust til að vinna en Halla Hrund, Halla Tómasdóttir og Baldur eigi öll enn sjens í sigur. 30. maí 2024 11:08 Fyrstu atkvæðakassarnir opnaðir í Ráðhúsinu „Þetta fer allt vel að lokum,“ segir oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík sem tók við fyrstu utankjörfundaratkvæðunum til flokkunar í Ráðhúsinu í morgun. Nú þegar þrír dagar eru til kosninga er kjörsókn töluvert lakari en í síðustu forsetakosningum. 29. maí 2024 20:01 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Sex frambjóðendur senda kröfubréf til Stöðvar 2 Sex forsetaframbjóðendur hafa sent forsvarsmönnum Sýnar bréf þar sem þeir krefjast þess að fá að vera með í kappræðum vegna forsetakosninga 2024. Fréttastjóri segir kappræðurnar hugsaðar út frá þjónustu við kjósendur, fólkið í landinu. 30. maí 2024 12:18
Katrín og Halla Tómasdóttir hnífjafnar í nýrri könnun Maskínu Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir eru hnífjafnar samkvæmt nýrri könnun fyrir fréttastofuna. Marktækur munur er á fylgi þeirra og Höllu Hrundar Logadóttur sem nýtur næst mest fylgis á eftir þeim. Seinni kappræður fréttastofunnar vegna forsetakosninganna næst komandi laugardag verða í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi strax að loknum kvöldfréttum. 30. maí 2024 12:01
Segir enn svigrúm til að taka fram úr Katrínu Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði segir kosningabaráttur hafa verið harkalegri en sú sem nú stendur yfir. Baráttan sé samt sem áður sú sem mest spennandi hafi verið allt frá því að Vigdís var kjörin forseti árið 1981. Katrín sé líklegust til að vinna en Halla Hrund, Halla Tómasdóttir og Baldur eigi öll enn sjens í sigur. 30. maí 2024 11:08
Fyrstu atkvæðakassarnir opnaðir í Ráðhúsinu „Þetta fer allt vel að lokum,“ segir oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík sem tók við fyrstu utankjörfundaratkvæðunum til flokkunar í Ráðhúsinu í morgun. Nú þegar þrír dagar eru til kosninga er kjörsókn töluvert lakari en í síðustu forsetakosningum. 29. maí 2024 20:01