Verndari samfélagssáttmálans Ásdís Hanna Pálsdóttir skrifar 29. maí 2024 18:15 Ég styð Baldur Þórhallsson til embættis forseta Íslands vegna þess að ég veit að hann verður þjóðinni góður liðsmaður á jafnréttisgrundvelli hér heima og ég veit líka að við verðum stolt af honum sem fulltrúa okkar á alþjóðavettvangi. Baldur sér forseta Íslands sem verndara samfélagssáttmálans, þeirra viðmiða sem við höfum komið okkur saman um og hafa reynst okkur svo vel. Hann lítur svo á að hlutverk forseta sé að tryggja að við horfum á það sem sameinar okkur, frekar en það sem sundrar. Það er falleg og auðmjúk sýn á æðsta embætti þjóðarinnar.Ég vil forseta sem stendur að baki þjóð sinni með jákvæðnina að vopni og er laus við allt dramb. Ég vil forseta sem hefur ávallt deilt kjörum með þjóð sinni en er líka vel heima í alþjóðamálum og hefur sérstaklega lagt sig fram um að skoða stöðu smáríkja í heiminum og hvernig þau geta látið til sín taka.Forsetinn er sameiningartákn og hann á beint og milliliðalaust samband við þjóðina. Hlutverk hans, öllu öðru framar, er að hafa heildarhagsmuni þjóðarinnar ávallt efst í huga. Við veljum okkur forseta sem mikilvægan hlekk í stjórnskipan okkar. Baldur er manna hæfastur til að gegna embættinu, allt líf hans og starf hingað til ber þess fagurt vitni. Ég veit líka að hann er kjarkmaður og ef Alþingi, í einhverju dægurþrasinu, fer fram úr sér og brýtur gegn samfélagssáttmálanum treysti ég honum til að vísa málum beint til þjóðarinnar. Hann hefur sjálfur sagt að þetta gæti til dæmis átt við ef til stæði að takmarka tjáningarfrelsi, réttindi kvenna eða hinsegin fólks. Okkur finnst það kannski fjarstæðukennt að slíkt gæti gerst, en því miður hefur nokkuð borið á bakslagi í mannréttindum af öllum toga undanfarin misseri og við eigum ekki að ganga út frá að við séum ónæm fyrir slíku. Forsetinn er varðmaður gildanna okkar og hann þarf að þekkja þau og vera reiðubúinn að tala tæpitungulaust fyrir þeim. Ég treysti Baldri Þórhallssyni manna best til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Ég styð Baldur Þórhallsson til embættis forseta Íslands vegna þess að ég veit að hann verður þjóðinni góður liðsmaður á jafnréttisgrundvelli hér heima og ég veit líka að við verðum stolt af honum sem fulltrúa okkar á alþjóðavettvangi. Baldur sér forseta Íslands sem verndara samfélagssáttmálans, þeirra viðmiða sem við höfum komið okkur saman um og hafa reynst okkur svo vel. Hann lítur svo á að hlutverk forseta sé að tryggja að við horfum á það sem sameinar okkur, frekar en það sem sundrar. Það er falleg og auðmjúk sýn á æðsta embætti þjóðarinnar.Ég vil forseta sem stendur að baki þjóð sinni með jákvæðnina að vopni og er laus við allt dramb. Ég vil forseta sem hefur ávallt deilt kjörum með þjóð sinni en er líka vel heima í alþjóðamálum og hefur sérstaklega lagt sig fram um að skoða stöðu smáríkja í heiminum og hvernig þau geta látið til sín taka.Forsetinn er sameiningartákn og hann á beint og milliliðalaust samband við þjóðina. Hlutverk hans, öllu öðru framar, er að hafa heildarhagsmuni þjóðarinnar ávallt efst í huga. Við veljum okkur forseta sem mikilvægan hlekk í stjórnskipan okkar. Baldur er manna hæfastur til að gegna embættinu, allt líf hans og starf hingað til ber þess fagurt vitni. Ég veit líka að hann er kjarkmaður og ef Alþingi, í einhverju dægurþrasinu, fer fram úr sér og brýtur gegn samfélagssáttmálanum treysti ég honum til að vísa málum beint til þjóðarinnar. Hann hefur sjálfur sagt að þetta gæti til dæmis átt við ef til stæði að takmarka tjáningarfrelsi, réttindi kvenna eða hinsegin fólks. Okkur finnst það kannski fjarstæðukennt að slíkt gæti gerst, en því miður hefur nokkuð borið á bakslagi í mannréttindum af öllum toga undanfarin misseri og við eigum ekki að ganga út frá að við séum ónæm fyrir slíku. Forsetinn er varðmaður gildanna okkar og hann þarf að þekkja þau og vera reiðubúinn að tala tæpitungulaust fyrir þeim. Ég treysti Baldri Þórhallssyni manna best til þess.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun