Verndari samfélagssáttmálans Ásdís Hanna Pálsdóttir skrifar 29. maí 2024 18:15 Ég styð Baldur Þórhallsson til embættis forseta Íslands vegna þess að ég veit að hann verður þjóðinni góður liðsmaður á jafnréttisgrundvelli hér heima og ég veit líka að við verðum stolt af honum sem fulltrúa okkar á alþjóðavettvangi. Baldur sér forseta Íslands sem verndara samfélagssáttmálans, þeirra viðmiða sem við höfum komið okkur saman um og hafa reynst okkur svo vel. Hann lítur svo á að hlutverk forseta sé að tryggja að við horfum á það sem sameinar okkur, frekar en það sem sundrar. Það er falleg og auðmjúk sýn á æðsta embætti þjóðarinnar.Ég vil forseta sem stendur að baki þjóð sinni með jákvæðnina að vopni og er laus við allt dramb. Ég vil forseta sem hefur ávallt deilt kjörum með þjóð sinni en er líka vel heima í alþjóðamálum og hefur sérstaklega lagt sig fram um að skoða stöðu smáríkja í heiminum og hvernig þau geta látið til sín taka.Forsetinn er sameiningartákn og hann á beint og milliliðalaust samband við þjóðina. Hlutverk hans, öllu öðru framar, er að hafa heildarhagsmuni þjóðarinnar ávallt efst í huga. Við veljum okkur forseta sem mikilvægan hlekk í stjórnskipan okkar. Baldur er manna hæfastur til að gegna embættinu, allt líf hans og starf hingað til ber þess fagurt vitni. Ég veit líka að hann er kjarkmaður og ef Alþingi, í einhverju dægurþrasinu, fer fram úr sér og brýtur gegn samfélagssáttmálanum treysti ég honum til að vísa málum beint til þjóðarinnar. Hann hefur sjálfur sagt að þetta gæti til dæmis átt við ef til stæði að takmarka tjáningarfrelsi, réttindi kvenna eða hinsegin fólks. Okkur finnst það kannski fjarstæðukennt að slíkt gæti gerst, en því miður hefur nokkuð borið á bakslagi í mannréttindum af öllum toga undanfarin misseri og við eigum ekki að ganga út frá að við séum ónæm fyrir slíku. Forsetinn er varðmaður gildanna okkar og hann þarf að þekkja þau og vera reiðubúinn að tala tæpitungulaust fyrir þeim. Ég treysti Baldri Þórhallssyni manna best til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ég styð Baldur Þórhallsson til embættis forseta Íslands vegna þess að ég veit að hann verður þjóðinni góður liðsmaður á jafnréttisgrundvelli hér heima og ég veit líka að við verðum stolt af honum sem fulltrúa okkar á alþjóðavettvangi. Baldur sér forseta Íslands sem verndara samfélagssáttmálans, þeirra viðmiða sem við höfum komið okkur saman um og hafa reynst okkur svo vel. Hann lítur svo á að hlutverk forseta sé að tryggja að við horfum á það sem sameinar okkur, frekar en það sem sundrar. Það er falleg og auðmjúk sýn á æðsta embætti þjóðarinnar.Ég vil forseta sem stendur að baki þjóð sinni með jákvæðnina að vopni og er laus við allt dramb. Ég vil forseta sem hefur ávallt deilt kjörum með þjóð sinni en er líka vel heima í alþjóðamálum og hefur sérstaklega lagt sig fram um að skoða stöðu smáríkja í heiminum og hvernig þau geta látið til sín taka.Forsetinn er sameiningartákn og hann á beint og milliliðalaust samband við þjóðina. Hlutverk hans, öllu öðru framar, er að hafa heildarhagsmuni þjóðarinnar ávallt efst í huga. Við veljum okkur forseta sem mikilvægan hlekk í stjórnskipan okkar. Baldur er manna hæfastur til að gegna embættinu, allt líf hans og starf hingað til ber þess fagurt vitni. Ég veit líka að hann er kjarkmaður og ef Alþingi, í einhverju dægurþrasinu, fer fram úr sér og brýtur gegn samfélagssáttmálanum treysti ég honum til að vísa málum beint til þjóðarinnar. Hann hefur sjálfur sagt að þetta gæti til dæmis átt við ef til stæði að takmarka tjáningarfrelsi, réttindi kvenna eða hinsegin fólks. Okkur finnst það kannski fjarstæðukennt að slíkt gæti gerst, en því miður hefur nokkuð borið á bakslagi í mannréttindum af öllum toga undanfarin misseri og við eigum ekki að ganga út frá að við séum ónæm fyrir slíku. Forsetinn er varðmaður gildanna okkar og hann þarf að þekkja þau og vera reiðubúinn að tala tæpitungulaust fyrir þeim. Ég treysti Baldri Þórhallssyni manna best til þess.
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar