Óvelkomið Evrópumet Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 29. maí 2024 10:30 Ísland hefur tryggt sér nýtt Evrópumet sem við kærum okkur ekki um. Brotthvarf ungra karla úr námi og starfsþjálfun á Íslandi árið 2023 var það mesta í Evrópu. Ísland er í þriðja sæti yfir hæsta hlutfall brotthvarfs bæði kvenna og karla á síðasta ári með 15,8 prósent á eftir Rúmeníu og Tyrklandi. Þetta er neikvæð og grafalvarleg þróun sem við verðum að taka alvarlega. Það er þó mikilvægt að hafa í huga að í flestum ríkjum er meirihluti þeirra sem ekki er í námi atvinnulaus og stór hluti vill ekki vinna. Staðan á Íslandi er allt önnur. Um 80% þeirra sem ekki eru í námi eru nú þegar í vinnu og hin 20% vilja vinna. Það breytir því þó ekki að menntun er mikilvægt efnahagsmál. Það dugar ekki að ræða menntamál aðeins einu sinni á ári í kringum dræman árangur okkar í PISA eða þegar fréttir berast um Evrópumet í brotthvarfi úr námi. Lífsgæði okkar til frambúðar byggjast á því að menntakerfið hér á landi sé framúrskarandi og standist alþjóðlega samkeppni. Þannig byggjum við grunn undir framtíðina. Ungt fólk á Íslandi þarf að standa jafnfætis jafnöldrum sínum erlendis. Ráðuneyti mitt hefur unnið að nýju árangurstengdu fjármögnunarlíkani háskóla þar sem settir eru fram í fyrsta sinn fjárhagslegir hvatar til árangurs þar sem greitt er með nemendum sem ljúka áföngum og útskrifast. Þannig er skólunum byggður hvati til að styðja betur við nemendur í gegnum nám en ekki aðeins til að skrá sig skóla. Þá settum við einnig af stað átaksverkefnið Taktu stökkið. Markmið þess er að fjölga háskólanemum, ekki síst strákum, en rannsóknir sýna að umtalsvert færri útskrifast úr háskólum hér á landi en á öðrum Norðurlöndum. Miklir hagsmunir eru í húfi; fyrir samfélagið, atvinnulífið og ekki síst unga fólkið okkar að hér útskrifist fleiri sérfræðingar í fjölbreytt störf. Taktu stökkið er framhald af átaki sem ráðist var í síðastliðið vor sem bar góðan árangur, en þá fjölgaði t.d. umsóknum karla í Háskóla Íslands um 13% á milli ára. Við verðum að gera betur. Spjótin eiga ekki að beinast að unga fólkinu okkar heldur hvernig við sem berum ábyrgð sem stjórnmálamenn, skólastjórnendur, kennarar og foreldrar getum breytt og bætt menntakerfið svo allir nemendur nái meiri árangri. Brotthvarf er beintengt námsárangri og nær alveg niður í leik- og grunnskóla. Við getum gert betur og náð meiri árangri - það er okkar skylda. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ísland hefur tryggt sér nýtt Evrópumet sem við kærum okkur ekki um. Brotthvarf ungra karla úr námi og starfsþjálfun á Íslandi árið 2023 var það mesta í Evrópu. Ísland er í þriðja sæti yfir hæsta hlutfall brotthvarfs bæði kvenna og karla á síðasta ári með 15,8 prósent á eftir Rúmeníu og Tyrklandi. Þetta er neikvæð og grafalvarleg þróun sem við verðum að taka alvarlega. Það er þó mikilvægt að hafa í huga að í flestum ríkjum er meirihluti þeirra sem ekki er í námi atvinnulaus og stór hluti vill ekki vinna. Staðan á Íslandi er allt önnur. Um 80% þeirra sem ekki eru í námi eru nú þegar í vinnu og hin 20% vilja vinna. Það breytir því þó ekki að menntun er mikilvægt efnahagsmál. Það dugar ekki að ræða menntamál aðeins einu sinni á ári í kringum dræman árangur okkar í PISA eða þegar fréttir berast um Evrópumet í brotthvarfi úr námi. Lífsgæði okkar til frambúðar byggjast á því að menntakerfið hér á landi sé framúrskarandi og standist alþjóðlega samkeppni. Þannig byggjum við grunn undir framtíðina. Ungt fólk á Íslandi þarf að standa jafnfætis jafnöldrum sínum erlendis. Ráðuneyti mitt hefur unnið að nýju árangurstengdu fjármögnunarlíkani háskóla þar sem settir eru fram í fyrsta sinn fjárhagslegir hvatar til árangurs þar sem greitt er með nemendum sem ljúka áföngum og útskrifast. Þannig er skólunum byggður hvati til að styðja betur við nemendur í gegnum nám en ekki aðeins til að skrá sig skóla. Þá settum við einnig af stað átaksverkefnið Taktu stökkið. Markmið þess er að fjölga háskólanemum, ekki síst strákum, en rannsóknir sýna að umtalsvert færri útskrifast úr háskólum hér á landi en á öðrum Norðurlöndum. Miklir hagsmunir eru í húfi; fyrir samfélagið, atvinnulífið og ekki síst unga fólkið okkar að hér útskrifist fleiri sérfræðingar í fjölbreytt störf. Taktu stökkið er framhald af átaki sem ráðist var í síðastliðið vor sem bar góðan árangur, en þá fjölgaði t.d. umsóknum karla í Háskóla Íslands um 13% á milli ára. Við verðum að gera betur. Spjótin eiga ekki að beinast að unga fólkinu okkar heldur hvernig við sem berum ábyrgð sem stjórnmálamenn, skólastjórnendur, kennarar og foreldrar getum breytt og bætt menntakerfið svo allir nemendur nái meiri árangri. Brotthvarf er beintengt námsárangri og nær alveg niður í leik- og grunnskóla. Við getum gert betur og náð meiri árangri - það er okkar skylda. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun