Telur að Orri Steinn fái enn stærra hlutverk í Kaupmannahöfn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. maí 2024 17:45 Orri Steinn í leik gegn Manchester City á leiktíðinni. AP Photo/Dave Thompson Farzam Abolhosseini er vanalega með puttann á púlsinum þegar kemur að félagaskiptum leikmanna í efstu deild Danmerkur í fótbolta. Hann segir ekkert til í því að Atalanta frá Ítalíu sé í þann mund að kaupa íslenska framherjann Orra Stein Óskarsson frá FC Kaupmannahöfn. Farzam Abolhosseini er vanalega með puttann á púlsinum þegar kemur að félagaskiptum leikmanna í efstu deild Danmerkur í fótbolta. Hann segir ekkert til í því að Atalanta frá Ítalíu sé í þann mund að kaupa íslenska framherjann Orra Stein Óskarsson frá FC Kaupmannahöfn. Fyrr í dag var greint frá því að Orri Steinn væri á óskalista Evrópudeildarmeistara Atalanta. Eftir að vera inn og út úr liði FC Kaupmannahafnar í ár þá hefur íslenski framherjinn spilaði vel undir lok tímabils. Hann er aðeins 19 ára gamall og virðist hafa heillað Atalanta sem seldi Rasmus Höjlund, fyrrverandi framherja FCK, til Manchester United síðasta sumar. Abolhosseini segir hins vegar ekkert til í því að FCK sé að íhuga að selja Orra Stein strax og raunar sé líklegra að liðið gefi honum nýjan samning sem og lyklana að framlínu liðsins. Atalanta har hverken haft fat i FC København eller Orri Oskarssons bagland, så han er ikke på vej væk. Tværtimod er der planer om at skubbe ham endnu mere frem i bussen som førsteangriber og også give ham en ny kontrakt.— Farzam Abolhosseini (@F_Abolhosseini) May 28, 2024 Samningur Orra Steins í Kaupmannahöfn rennur út sumarið 2025 og því vill félagið eflaust semja við framherjann fyrr en seinna þar sem hann má hefja viðræður við erlend félög þegar tólf mánuðir eru eftir af núverandi samning. Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Orri Steinn fullkomnaði dag ungs stuðningsmanns Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson fullkomnaði dag ungs stuðningsmanns FC Kaupmannahafnar þegar hann hljóp til hans eftir leik helgarinnar til að gefa drengnum treyjuna sína. 27. maí 2024 23:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Sjá meira
Farzam Abolhosseini er vanalega með puttann á púlsinum þegar kemur að félagaskiptum leikmanna í efstu deild Danmerkur í fótbolta. Hann segir ekkert til í því að Atalanta frá Ítalíu sé í þann mund að kaupa íslenska framherjann Orra Stein Óskarsson frá FC Kaupmannahöfn. Fyrr í dag var greint frá því að Orri Steinn væri á óskalista Evrópudeildarmeistara Atalanta. Eftir að vera inn og út úr liði FC Kaupmannahafnar í ár þá hefur íslenski framherjinn spilaði vel undir lok tímabils. Hann er aðeins 19 ára gamall og virðist hafa heillað Atalanta sem seldi Rasmus Höjlund, fyrrverandi framherja FCK, til Manchester United síðasta sumar. Abolhosseini segir hins vegar ekkert til í því að FCK sé að íhuga að selja Orra Stein strax og raunar sé líklegra að liðið gefi honum nýjan samning sem og lyklana að framlínu liðsins. Atalanta har hverken haft fat i FC København eller Orri Oskarssons bagland, så han er ikke på vej væk. Tværtimod er der planer om at skubbe ham endnu mere frem i bussen som førsteangriber og også give ham en ny kontrakt.— Farzam Abolhosseini (@F_Abolhosseini) May 28, 2024 Samningur Orra Steins í Kaupmannahöfn rennur út sumarið 2025 og því vill félagið eflaust semja við framherjann fyrr en seinna þar sem hann má hefja viðræður við erlend félög þegar tólf mánuðir eru eftir af núverandi samning.
Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Orri Steinn fullkomnaði dag ungs stuðningsmanns Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson fullkomnaði dag ungs stuðningsmanns FC Kaupmannahafnar þegar hann hljóp til hans eftir leik helgarinnar til að gefa drengnum treyjuna sína. 27. maí 2024 23:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Sjá meira
Orri Steinn fullkomnaði dag ungs stuðningsmanns Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson fullkomnaði dag ungs stuðningsmanns FC Kaupmannahafnar þegar hann hljóp til hans eftir leik helgarinnar til að gefa drengnum treyjuna sína. 27. maí 2024 23:00