Mér finnst á mig hlustað Tinna Martinsdóttir skrifar 28. maí 2024 07:31 Það eru breyttir tímar og í ólgusjó vil ég geta litið til forseta sem ég treysti. Leiðtoga sem ég veit að er meira en hæfur til að gegna embættinu. Þegar ég var í grunnskóla var hlýnun jarðar og endalok alls stóra málið - kvíði og stress fylgdu. Fyrsta árið mitt í háskóla var ég í fjarnámi þar sem heimurinn var undirlagður af Covid-faraldrinum – kvíði og stress fylgdu. Um það leyti sem ég var að útskrifast týndu jafnaldrar mínir lífi sínu í innrás og átökum í Úkraínu. Vonin um betri framtíð dvínaði sem og löngunin til að fæða börn inn í þennan heim. Mín kynslóð upplifir áhrifaleysi, framtíðin er okkar en okkur líður eins og við eigum ekki sæti við borðið. Þegar Baldur talar finnst mér á mig hlustað. Þegar hann hlustar líður mér eins og rödd mín skipti máli. Ég vil leiðtoga sem hugsar um framtíðina á sama hátt og Baldur, forseta sem hefur hugrekki til að standa með mannréttindum. Hann þekkir valdheimildir embættisins og veit hvernig lítil ríki eins og okkar geta haft áhrif í alþjóðakerfinu. Hann talar af fyrirhyggju og þekkingu um varnarmál, setur málefni barna og ungmenna í forgang og hugar að nýtingu auðlindanna okkar á sjálfbæran hátt. Ég vil fyrsta þjóðkjörna samkynhneigða forseta í heimi – vegna þess að það skiptir máli. Kynhneigð einhvers á aldrei að vera eina ástæðan fyrir kjöri; hins vegar getum við Íslendingar með atkvæði okkar sýnt mikilvægt fordæmi, ýtt undir nauðsynlegar breytingar og bjargað lífum. Í dag er samkynhneigð ólögleg í fleiri löndum en ekki og sums staðar refsiverð í ofanálag. Við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar – og ekki bara úti í heimi. Fólk sem trúir því að baráttu hinsegin fólks hérlendis sé lokið skjátlast því miður. Við höfum komist langt en fordómar, meðvitaðir og ómeðvitaðir, í garð hinsegin fólks eru vissulega til staðar í íslensku samfélagi. Baráttunni er ekki lokið. Verum fyrirmynd annara landa og sýnum að á Íslandi skiptir ekki máli hvern þú elskar, hver þú ert eða hvaðan þú ert – það sem skiptir máli er það sem þú hefur fram að færa. Ég er stolt af því að velja Baldur sem minn forseta. Ég vona að ungt fólk taki þátt í þessum kosningum, sama hvort að þau séu sammála mér eða ekki. Mætum á kjörstað 1. júní. Ef þú vilt ekki velja, mættu og skilaðu auðu. Mættu og notaðu kosningaréttinn þinn. Láttu heyra í þér því að rödd þín skiptir máli. Ég kýs Baldur. Ekki spurning. Höfundur er listamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Það eru breyttir tímar og í ólgusjó vil ég geta litið til forseta sem ég treysti. Leiðtoga sem ég veit að er meira en hæfur til að gegna embættinu. Þegar ég var í grunnskóla var hlýnun jarðar og endalok alls stóra málið - kvíði og stress fylgdu. Fyrsta árið mitt í háskóla var ég í fjarnámi þar sem heimurinn var undirlagður af Covid-faraldrinum – kvíði og stress fylgdu. Um það leyti sem ég var að útskrifast týndu jafnaldrar mínir lífi sínu í innrás og átökum í Úkraínu. Vonin um betri framtíð dvínaði sem og löngunin til að fæða börn inn í þennan heim. Mín kynslóð upplifir áhrifaleysi, framtíðin er okkar en okkur líður eins og við eigum ekki sæti við borðið. Þegar Baldur talar finnst mér á mig hlustað. Þegar hann hlustar líður mér eins og rödd mín skipti máli. Ég vil leiðtoga sem hugsar um framtíðina á sama hátt og Baldur, forseta sem hefur hugrekki til að standa með mannréttindum. Hann þekkir valdheimildir embættisins og veit hvernig lítil ríki eins og okkar geta haft áhrif í alþjóðakerfinu. Hann talar af fyrirhyggju og þekkingu um varnarmál, setur málefni barna og ungmenna í forgang og hugar að nýtingu auðlindanna okkar á sjálfbæran hátt. Ég vil fyrsta þjóðkjörna samkynhneigða forseta í heimi – vegna þess að það skiptir máli. Kynhneigð einhvers á aldrei að vera eina ástæðan fyrir kjöri; hins vegar getum við Íslendingar með atkvæði okkar sýnt mikilvægt fordæmi, ýtt undir nauðsynlegar breytingar og bjargað lífum. Í dag er samkynhneigð ólögleg í fleiri löndum en ekki og sums staðar refsiverð í ofanálag. Við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar – og ekki bara úti í heimi. Fólk sem trúir því að baráttu hinsegin fólks hérlendis sé lokið skjátlast því miður. Við höfum komist langt en fordómar, meðvitaðir og ómeðvitaðir, í garð hinsegin fólks eru vissulega til staðar í íslensku samfélagi. Baráttunni er ekki lokið. Verum fyrirmynd annara landa og sýnum að á Íslandi skiptir ekki máli hvern þú elskar, hver þú ert eða hvaðan þú ert – það sem skiptir máli er það sem þú hefur fram að færa. Ég er stolt af því að velja Baldur sem minn forseta. Ég vona að ungt fólk taki þátt í þessum kosningum, sama hvort að þau séu sammála mér eða ekki. Mætum á kjörstað 1. júní. Ef þú vilt ekki velja, mættu og skilaðu auðu. Mættu og notaðu kosningaréttinn þinn. Láttu heyra í þér því að rödd þín skiptir máli. Ég kýs Baldur. Ekki spurning. Höfundur er listamaður.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun