Þjóðhöfðinginn Katrín Sigríður Gísladóttir skrifar 28. maí 2024 06:31 Ég er svokallaður yfirlýstur kjósandi Katrínar Jakobsdóttur til embættis forseta Íslands. Ég geng um með barmmerki, merki mig á samfélagsmiðlum, smala í kosningakaffi, hengi upp veggspjöld, set meira að segja upp derhatt og reyni að svara fyrir þessa skoðun mína á internetinu. Atkvæðagreiðsla í forsetakjöri er leynileg en ég velti því stundum fyrir mér hvað það er sem fær fólk eins og mig, rúmlega fertuga hálfkulnaða konu sem býr nær Grænlandsjökli en Þjóðleikhúsinu til að stinga hálsinum á sér út svo þau sem eru ósammála geti barið á. Hvers vegna finnst mér að Katrín Jakobsdóttir eigi að verða forseti Íslands? Ég hef tekið þátt í grasrótarstarfi lítils stjórnmálaflokks í 11 ár og tók þátt í að velja Katrínu Jakobsdóttur sem formann Vinstri grænna árið 2013. Forsendur þessarar þátttöku minnar í stjórnmálum voru sennilega fyrirmyndirnar sem ég hafði í foreldrum mínum, stéttvísi þeirra og þátttaka í kjarabaráttu og stjórnmálastarfi. Það er mikilvægt að berjast fyrir því sem maður trúir á og telur gagnast samfélaginu. Ég hef lært mikið á þessum árum og upplifað sem áhorfandi og þátttakandi í stjórnmálum. Stjórnmálaþátttaka er mikilvæg fyrir samfélagið og smákóngar og egóistar eiga sjaldnast láni að fagna til lengri tíma. Stjórnmál krefjast seiglu og langlundargeðs og alltaf þarf að miðla málum. Ég hef verið heppin að vera í skemmtilegum félagsskap með góða valddreifingu en við höfum líka haft einstakan leiðtoga sem svo eftirminnilega sagðist ekki vera neinn aftursætisbílstjóri (já, það er alltaf verið að tala konur niður, munum það) fyrir þessum 11 árum þegar hún tók við formennsku, enda væri stjórnmálahreyfingin okkar rúta. Katrín hefur allan þennan tíma verið góður félagi og öflugur leiðtogi á sama tíma, hvetjandi í öllum veðrum og aldrei sett sína persónulegu hagsmuni eða hagsmuni einhverra andlitslausra valdabákna í forgang. Þegar Katrín fékk það vandasama verk að leiða saman ólíkar stjórnmálahreyfingar í ríkisstjórn landsins fengu leiðtogahæfileikar hennar að njóta sín svo um munaði við erfiðar aðstæður. Ég tel víst að henni hafi tekist að hafa áhrif á stjórnmálamenningu til batnaðar, líka fyrir aðra stjórnmálaflokka og aðra hópa samfélagsins, með því að draga markvisst úr skautun í samvinnu og samtali. Þessi áhrif hennar sjást vel í því að stuðningsmenn hennar til forseta eru af öllum sauðahúsum. Það er fólkið sem hún hefur unnið með, staðið með, tekið utan um og barist fyrir. Það er jákvætt merki að ég sé sama sinnis um forsetaframbjóðanda og flokkspólitískir andstæðingar (best að nefna engin nöfn). Ég vona að þeim sé líka sama þó þeir kjósi það sama og ég, svona illa vinstri græn. Áhrifa Katrínar er þörf víðar en í stjórnmálum og um það erum við sammála, þvert á litrófið. Ég segi því eins og einn framsóknarmaður sem ég þekki, við höfum marga ágæta forsetaframbjóðendur en aðeins einn þeirra er efni í þjóðhöfðingja. Höfundur er húsmóðir, kennari, dýralæknir og vinstrisinni á Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Ég er svokallaður yfirlýstur kjósandi Katrínar Jakobsdóttur til embættis forseta Íslands. Ég geng um með barmmerki, merki mig á samfélagsmiðlum, smala í kosningakaffi, hengi upp veggspjöld, set meira að segja upp derhatt og reyni að svara fyrir þessa skoðun mína á internetinu. Atkvæðagreiðsla í forsetakjöri er leynileg en ég velti því stundum fyrir mér hvað það er sem fær fólk eins og mig, rúmlega fertuga hálfkulnaða konu sem býr nær Grænlandsjökli en Þjóðleikhúsinu til að stinga hálsinum á sér út svo þau sem eru ósammála geti barið á. Hvers vegna finnst mér að Katrín Jakobsdóttir eigi að verða forseti Íslands? Ég hef tekið þátt í grasrótarstarfi lítils stjórnmálaflokks í 11 ár og tók þátt í að velja Katrínu Jakobsdóttur sem formann Vinstri grænna árið 2013. Forsendur þessarar þátttöku minnar í stjórnmálum voru sennilega fyrirmyndirnar sem ég hafði í foreldrum mínum, stéttvísi þeirra og þátttaka í kjarabaráttu og stjórnmálastarfi. Það er mikilvægt að berjast fyrir því sem maður trúir á og telur gagnast samfélaginu. Ég hef lært mikið á þessum árum og upplifað sem áhorfandi og þátttakandi í stjórnmálum. Stjórnmálaþátttaka er mikilvæg fyrir samfélagið og smákóngar og egóistar eiga sjaldnast láni að fagna til lengri tíma. Stjórnmál krefjast seiglu og langlundargeðs og alltaf þarf að miðla málum. Ég hef verið heppin að vera í skemmtilegum félagsskap með góða valddreifingu en við höfum líka haft einstakan leiðtoga sem svo eftirminnilega sagðist ekki vera neinn aftursætisbílstjóri (já, það er alltaf verið að tala konur niður, munum það) fyrir þessum 11 árum þegar hún tók við formennsku, enda væri stjórnmálahreyfingin okkar rúta. Katrín hefur allan þennan tíma verið góður félagi og öflugur leiðtogi á sama tíma, hvetjandi í öllum veðrum og aldrei sett sína persónulegu hagsmuni eða hagsmuni einhverra andlitslausra valdabákna í forgang. Þegar Katrín fékk það vandasama verk að leiða saman ólíkar stjórnmálahreyfingar í ríkisstjórn landsins fengu leiðtogahæfileikar hennar að njóta sín svo um munaði við erfiðar aðstæður. Ég tel víst að henni hafi tekist að hafa áhrif á stjórnmálamenningu til batnaðar, líka fyrir aðra stjórnmálaflokka og aðra hópa samfélagsins, með því að draga markvisst úr skautun í samvinnu og samtali. Þessi áhrif hennar sjást vel í því að stuðningsmenn hennar til forseta eru af öllum sauðahúsum. Það er fólkið sem hún hefur unnið með, staðið með, tekið utan um og barist fyrir. Það er jákvætt merki að ég sé sama sinnis um forsetaframbjóðanda og flokkspólitískir andstæðingar (best að nefna engin nöfn). Ég vona að þeim sé líka sama þó þeir kjósi það sama og ég, svona illa vinstri græn. Áhrifa Katrínar er þörf víðar en í stjórnmálum og um það erum við sammála, þvert á litrófið. Ég segi því eins og einn framsóknarmaður sem ég þekki, við höfum marga ágæta forsetaframbjóðendur en aðeins einn þeirra er efni í þjóðhöfðingja. Höfundur er húsmóðir, kennari, dýralæknir og vinstrisinni á Ísafirði.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun