Gísli Halldórsson arkitekt, sem hannaði meðal annars Tollhúsið og Laugardalshöllina, og Hörður Bjarnason þáverandi húsameistari ríkisins hönnuðu húsið.

Eignin er sérstök fyrir margar sakir en þá helst fyrir byggingarstíl hennar sem hefur verið varveittur þegar kom að endurbótum árið 2017. Auk þess er eignin nánast öll á einni hæð er fágætt í þessari stærð af eign í hverfinu. Ekkert var til sparað við byggingu hússins þar sem sérvalin steypublanda með dönsku sementi var notuð í húsið, sú sama og var notuð í Búrfellsvirkjun. Eðal harðviður, tekk og oregon pine, er í gluggum og hurðum.
Heimilið er innréttað á heillandi máta þar sem klassísk hönnun og litríkir í innanstokksmunum eru í aðalhlutverki. Gluggar eldhúsrýmisins eru einkar sjarmerandi í takt við tíðaranda eignarinnar.
Eignin skiptist í forstofu, tvö baðherbergi, opnar og bjartar stofur, eldhús og borðstofu í samliggjandi rými og þrjú svefnherbergi. Nánari upplýsingar má finna á fasteignavef Vísis.








