Skoðun

Halla Tómas­dóttir fyrir okkur unga fólkið

Kári Sigfússon skrifar

1.júní mun ég kjósa í fyrsta skipti forseta Íslands. Áhugi minn var lítill í upphafi þar sem ég hafði ekki sett mig inn í hvað hlutverk forseta er í raun en foreldrar mínir skoruðu á mig að kynna mér frambjóðendurna og mæltu sérstaklega með Höllu Tómasdóttur.

Ég mætti á opinn fund með henni og öðru ungu fólki þar sem hún talaði við okkur um sýn hennar á hlutverk forseta Íslands. Hún spurði um skoðanir okkar og um leið útskýrði hún fyrir okkur hvað hún hefur í huga.Verði hún kosinn forseti, hefur hún mikinn áhuga á að móta embættið m.a. með hliðsjón af okkar skoðunum um hvernig við horfum á Ísland, hvert við viljum að stefna og hvaða sýn við höfum á embætti forseta Íslands. Halla Tómasdóttir hefur á nokkrum vikum sannfært mig og marga vini mína um að við, unga fólkið, höfum rödd sem hlustað er á og að við höfum hlutverki að gegna í að móta íslenskt samfélag. Ég og nokkrir vinir vorum svo hrifnir að við höfum tekið þátt kosningabaráttu Höllu Tómasdóttur, sem hefur bæði verið gefandi og skemmtilegt.

Á meðan skoðanakannanir voru óhagstæðar var Halla Tómasdóttir alltaf mjög yfirveguð og hughreystandi, nefndi við okkur að allir í baklandi hennar væru að vinna góða vinnu sem myndi skila sér og það hefur aldeilis komið á daginn. Það kom mér ekki á óvart að fylgi hennar myndi aukast þegar hún lét ljós sitt skína í fjölmiðlum og í kappræðunum þar sem hægt var að bera hana saman við aðra frambjóðendur. Það sannfærði mig enn meira um að hún sé einfaldlega besti kosturinn.Hún talar til okkar unga fólksins af virðingu og einlægni þegar hún segir að við eigum að koma að borðinu með öðrum samfélagshópum og taka þátt í samtalinu um hvert Ísland stefnir og hvaða gildi við viljum hafa að leiðarljósi. Það verður ekki betra og Halla Tómasdóttir fær mitt atkvæði, allan daginn.

Höfundur er nemi.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×