Fer fótgangandi tæpa 800 kílómetra Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 26. maí 2024 09:12 Á ferðum sínum hefur Bárður hitt fólk frá ýmsum löndum og á öllum aldri. Aðsend Bárður Jökull Bjarkarson hélt út í byrjun mánaðarins í þeim tilgangi að ganga Jakobsveginn fræga. Hann fer fótgangandi tæpa tæplega 800 kílómetra frá Pamplona alla leið til Fisterra á vesturströnd Spánar. Þetta er í fjórða sinn sem Bárður gengur Jakobsveginn en hann heldur úti síðunni Göngutúr á facebook þar sem hann deilir sögum og myndum úr ferðum sínum. Eins og Bárður bendir á þá er Jakobsvegurinn ekki bara ein gönguleið heldur eru um að ræða margar og mislangar leiðir sem eiga það allar sameiginlegt að enda í dómkirkjunni í Santiago de Compostela í héraðinu Galisíu á Spáni. Hann fór í sína fyrstu ferð um Jakobsveginn árið 2022 og gekk þá sömu leið og nú. Í næstu ferð byrjaði hann leiðina í Portúgal og í þriðju ferðinni byrjaði hann í Genf í Frakklandi. „Þetta byrjaði þannig að í lok árs 2021 að ég var að skoða einhver útileigumyndbönd á youtube og datt inn á myndbönd þar sem fólk var að ganga Appalasíustíginn (e. Appalachian Trail) í Bandaríkjunum“ segir Bárður en umrædd leið hefur stundum verið kölluð ein lengsta gönguleið heims. „Mér fannst aðeins of mikið að fara að byrja á því og vildi frekar finna eitthvað aðeins þægilegra og viðráðanlegra til að byrja á. Í kjölfarið datt ég inn á þessa leið, Jakobsveginn.“ Reynir að plana sem minnst „Leiðin sem ég er að fara núna er þessi klassíski Jakobsvegur, sem er þekktasta leiðin.“segir Bárður. Hann flaug út til Madríd 2.maí síðastliðinn, tók síðan rútu til Pamplona og hefur síðan þá farið fótgangandi vestur. Í ferðinni hefur hann verið að ganga að meðaltali rúmlega 30 kílómetra á dag. „Ég prófaði reyndar að labba 48 kílómetra núna um daginn, bara til að sjá hvort ég gæti það. Það var síðan svo ótrúlega gott að komast svo í hús um kvöldið og hugsa um leið: Vá, þetta gat ég. En ég var auðvitað algjörlega búinn á því; ég hitaði mér frosna pítsu og náði að borða eina sneið áður en ég steinrotaðist! “ Hann hefur farið í gegnum ótal borgir og minni bæi. „Mikið af þessum borgum eru eldgamlar og hafa byggst upp í gegnum þessar pílagrímsferðir, og stækkað út frá þeim,” segir Bárður og nefnir Burgos sem dæmi um borg sem stendur upp úr. Gullfalleg og „kósý“ borg, eins og hann orðar það. Aðspurður segist hann reyna að skipuleggja dagana sem minnst. „Ég hef reynt að forðast það að plana of mikið fyrirfram, heldur vakna ég bara, geng af stað og sé svo hvar ég enda. Það er ofboðslega mikið frelsi fólgið í því.“ Á ferðum sínum hefur hann hitt mikið af fólki sem er að ganga sömu leið og hann. „Ég hef hitt fólk á öllum aldri, frá hinum og þessum löndum í heiminum. Margir af þeim eru komnir á eftirlaun; ég hitti til dæmis 81 árs gamlan mann um daginn, sem var búinn að dreyma um það alla ævi að ganga Jakobsveginn. Oftar en ekki er ég fyrsti Íslendingurinn sem fólk hefur hitt á ævinni. Það er virkilega skemmtilegt. Um daginn hitti ég Ástrala og Breta og við enduðum á því að setjast á veitingastað. Fljótlega fóru að bætast við fleiri og fleiri pílagrímar í hópinn. Í lok kvöldsins vorum við búin að draga saman flestöll borðin þarna fyrir utan og hópurinn var orðinn eitthvað í kringum 25 manns!“ Hittir fólk allstaðar að úr heiminum Það krefst augljóslega útsjónarsemi að ferðast einsamall og fótgangandi þessa löngu leið. „Ég er með góða gönguskó og staf og svo er ég með allt sem ég þarf í bakpokanum mínum, þetta er sirka sex eða sjö kíló af farangri, nokkur sett af fötum og svona brýnustu nauðsynjar. Ég nýti tækifærið þegar ég get til að handþvo fötin mín og ég hef svo sannarlega lært að meta hversdagslega hluti eins og þvottavélina heima. En þessi leið er líka þannig að það er auðvelt að komast í búð ef eitthvað vantar. Ég er með vatnsflöskuna mína og það eru kranar víða þar sem ég get fyllt á hana. Ég hef alltaf getað reddað mér.“ Bárður bætir við að það sé í raun ótrúlegt hvað hægt sé að komast af með lítið. „Maður hefur klárlega þurft að læra að komast af með sem minnst á þessum ferðalögum. Þetta er ágætis lærdómur, að koma heim til Íslands eftir svona ferð, sjá allt dótið sem maður á og fatta að maður er ekki búinn að nota neitt af þessu í margar vikur og er samt ekkert búinn að sakna þess neitt.“ Á ferðinni hefur hann aðallega gist á farfuglaheimilum, en inn á milli leyft sér að gista í einkaherbergjum á hótelum fyrir örlítið hærra verð. „Flest af þessum farfuglaheimilum eru sett upp fyrir fólk sem er að ganga Jakobsveginn, og það er oft rosalega skemmtileg stemming sem myndast; mikið af fólki allstaðar að úr heiminum.“ Aðsend Ódýr ferðamáti Aðspurður um fjárhagslegu hliðina segir Bárður að þessi ferðamáti sé mjög hagkvæmur. Þegar ferðast er fótgangandi sparast augljóslega háar upphæðir sem annars hefðu farið í bensínkostnað. „Þetta er þannig ferðamáti að það er hægt að gera þetta mjög ódýrt. Ein nótt í hópgistingu á gistiheimili kostar eitthvað í kringum tíu til fimmtán evrur, og matur og nauðsynjavörur eru mjög ódýrar á þessu svæði. Það er í raun miklu ódýrara fyrir mig að búa á gistiheimilum hér heldur en í íbúðinni minni heima á Íslandi.“ Hann er nú sirka hálfnaður með leiðina, og á eftir að ganga rúmlega hundrað kílómetra til Santiago de Compostela. „Mér tókst að fá mömmu og systur mína til að að labba með mér hluta leiðarinnar, þannig að planið er að hitta þær í Santiago og ganga síðan með þeim til Finisterre, sem er sirka hundrað kílómetrar í viðbót.“ Bárður gerir ráð fyrir að þetta verði ekki hans seinasta ferð um Jakobsveginn. Þar sem hann er einhleypur og barnlaus og með sveigjanleika í vinnu þá hefur hann ákveðið svigrúm. „Þetta er eiginlega ávanabindandi, og á meðan ég hef tækifæri til þess þá ætla ég klárlega að nýta það. Ég myndi mæla með þessu fyrir alla, klárlega.Ef þú getur yfirhöfuð gengið, þá geturu farið í þessa ferð. Þú tekur þetta bara á þínum hraða. Þetta er ágætis leið til að reyna á þolmörkin og sjá hvað maður getur.“ Ferðalög Íslendingar erlendis Ástin og lífið Spánn Fjallamennska Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Sjá meira
Þetta er í fjórða sinn sem Bárður gengur Jakobsveginn en hann heldur úti síðunni Göngutúr á facebook þar sem hann deilir sögum og myndum úr ferðum sínum. Eins og Bárður bendir á þá er Jakobsvegurinn ekki bara ein gönguleið heldur eru um að ræða margar og mislangar leiðir sem eiga það allar sameiginlegt að enda í dómkirkjunni í Santiago de Compostela í héraðinu Galisíu á Spáni. Hann fór í sína fyrstu ferð um Jakobsveginn árið 2022 og gekk þá sömu leið og nú. Í næstu ferð byrjaði hann leiðina í Portúgal og í þriðju ferðinni byrjaði hann í Genf í Frakklandi. „Þetta byrjaði þannig að í lok árs 2021 að ég var að skoða einhver útileigumyndbönd á youtube og datt inn á myndbönd þar sem fólk var að ganga Appalasíustíginn (e. Appalachian Trail) í Bandaríkjunum“ segir Bárður en umrædd leið hefur stundum verið kölluð ein lengsta gönguleið heims. „Mér fannst aðeins of mikið að fara að byrja á því og vildi frekar finna eitthvað aðeins þægilegra og viðráðanlegra til að byrja á. Í kjölfarið datt ég inn á þessa leið, Jakobsveginn.“ Reynir að plana sem minnst „Leiðin sem ég er að fara núna er þessi klassíski Jakobsvegur, sem er þekktasta leiðin.“segir Bárður. Hann flaug út til Madríd 2.maí síðastliðinn, tók síðan rútu til Pamplona og hefur síðan þá farið fótgangandi vestur. Í ferðinni hefur hann verið að ganga að meðaltali rúmlega 30 kílómetra á dag. „Ég prófaði reyndar að labba 48 kílómetra núna um daginn, bara til að sjá hvort ég gæti það. Það var síðan svo ótrúlega gott að komast svo í hús um kvöldið og hugsa um leið: Vá, þetta gat ég. En ég var auðvitað algjörlega búinn á því; ég hitaði mér frosna pítsu og náði að borða eina sneið áður en ég steinrotaðist! “ Hann hefur farið í gegnum ótal borgir og minni bæi. „Mikið af þessum borgum eru eldgamlar og hafa byggst upp í gegnum þessar pílagrímsferðir, og stækkað út frá þeim,” segir Bárður og nefnir Burgos sem dæmi um borg sem stendur upp úr. Gullfalleg og „kósý“ borg, eins og hann orðar það. Aðspurður segist hann reyna að skipuleggja dagana sem minnst. „Ég hef reynt að forðast það að plana of mikið fyrirfram, heldur vakna ég bara, geng af stað og sé svo hvar ég enda. Það er ofboðslega mikið frelsi fólgið í því.“ Á ferðum sínum hefur hann hitt mikið af fólki sem er að ganga sömu leið og hann. „Ég hef hitt fólk á öllum aldri, frá hinum og þessum löndum í heiminum. Margir af þeim eru komnir á eftirlaun; ég hitti til dæmis 81 árs gamlan mann um daginn, sem var búinn að dreyma um það alla ævi að ganga Jakobsveginn. Oftar en ekki er ég fyrsti Íslendingurinn sem fólk hefur hitt á ævinni. Það er virkilega skemmtilegt. Um daginn hitti ég Ástrala og Breta og við enduðum á því að setjast á veitingastað. Fljótlega fóru að bætast við fleiri og fleiri pílagrímar í hópinn. Í lok kvöldsins vorum við búin að draga saman flestöll borðin þarna fyrir utan og hópurinn var orðinn eitthvað í kringum 25 manns!“ Hittir fólk allstaðar að úr heiminum Það krefst augljóslega útsjónarsemi að ferðast einsamall og fótgangandi þessa löngu leið. „Ég er með góða gönguskó og staf og svo er ég með allt sem ég þarf í bakpokanum mínum, þetta er sirka sex eða sjö kíló af farangri, nokkur sett af fötum og svona brýnustu nauðsynjar. Ég nýti tækifærið þegar ég get til að handþvo fötin mín og ég hef svo sannarlega lært að meta hversdagslega hluti eins og þvottavélina heima. En þessi leið er líka þannig að það er auðvelt að komast í búð ef eitthvað vantar. Ég er með vatnsflöskuna mína og það eru kranar víða þar sem ég get fyllt á hana. Ég hef alltaf getað reddað mér.“ Bárður bætir við að það sé í raun ótrúlegt hvað hægt sé að komast af með lítið. „Maður hefur klárlega þurft að læra að komast af með sem minnst á þessum ferðalögum. Þetta er ágætis lærdómur, að koma heim til Íslands eftir svona ferð, sjá allt dótið sem maður á og fatta að maður er ekki búinn að nota neitt af þessu í margar vikur og er samt ekkert búinn að sakna þess neitt.“ Á ferðinni hefur hann aðallega gist á farfuglaheimilum, en inn á milli leyft sér að gista í einkaherbergjum á hótelum fyrir örlítið hærra verð. „Flest af þessum farfuglaheimilum eru sett upp fyrir fólk sem er að ganga Jakobsveginn, og það er oft rosalega skemmtileg stemming sem myndast; mikið af fólki allstaðar að úr heiminum.“ Aðsend Ódýr ferðamáti Aðspurður um fjárhagslegu hliðina segir Bárður að þessi ferðamáti sé mjög hagkvæmur. Þegar ferðast er fótgangandi sparast augljóslega háar upphæðir sem annars hefðu farið í bensínkostnað. „Þetta er þannig ferðamáti að það er hægt að gera þetta mjög ódýrt. Ein nótt í hópgistingu á gistiheimili kostar eitthvað í kringum tíu til fimmtán evrur, og matur og nauðsynjavörur eru mjög ódýrar á þessu svæði. Það er í raun miklu ódýrara fyrir mig að búa á gistiheimilum hér heldur en í íbúðinni minni heima á Íslandi.“ Hann er nú sirka hálfnaður með leiðina, og á eftir að ganga rúmlega hundrað kílómetra til Santiago de Compostela. „Mér tókst að fá mömmu og systur mína til að að labba með mér hluta leiðarinnar, þannig að planið er að hitta þær í Santiago og ganga síðan með þeim til Finisterre, sem er sirka hundrað kílómetrar í viðbót.“ Bárður gerir ráð fyrir að þetta verði ekki hans seinasta ferð um Jakobsveginn. Þar sem hann er einhleypur og barnlaus og með sveigjanleika í vinnu þá hefur hann ákveðið svigrúm. „Þetta er eiginlega ávanabindandi, og á meðan ég hef tækifæri til þess þá ætla ég klárlega að nýta það. Ég myndi mæla með þessu fyrir alla, klárlega.Ef þú getur yfirhöfuð gengið, þá geturu farið í þessa ferð. Þú tekur þetta bara á þínum hraða. Þetta er ágætis leið til að reyna á þolmörkin og sjá hvað maður getur.“
Ferðalög Íslendingar erlendis Ástin og lífið Spánn Fjallamennska Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Sjá meira