Jákvæðni á Bessastöðum Þorsteinn Magnússon skrifar 26. maí 2024 09:01 Ég bý í góðu og friðsömu landi þar sem lífskjör eru með því besta sem þekkist. Þannig vil ég hafa það áfram og ég hef enga trú á öðru en við Íslendingar stöndum vörð um þá stöðu. En hvers vegna berum við ekki alltaf höfuðið hátt, stolt og glöð yfir árangrinum og einbeitt að halda áfram á sömu braut? Stundum verða deilur og upphrópanir í daglegri umræðu yfirþyrmandi. Hver og einn reynir að hrópa hærra en næsti maður og sá sem er ósammála þinni skoðun fær rækilega yfirhalningu fyrir fíflaskapinn. Orðin sem falla um þingmenn og ríkisstjórn eru oft sérstaklega óvægin, þeim gerðar upp vafasamar fyrirætlanir og alls konar skemmdarfýsn og flest sem úrskeiðis fer talið þeim að kenna. Og það sem fólk getur fundið margt sem fer úrskeiðis! Öll verk eru léttari þegar jákvæðni og bjartsýni ráða för. Þess vegna ætla ég að kjósa Baldur Þórhallsson í embætti forseta. Hann sér glöggt allt það góða sem hefur áunnist, um leið og hann kemur auga á hvernig enn má bæta samfélag okkar. Hann þekkir af eigin raun hvernig hægt er að bæta úr mannréttindum með rökfestu og réttsýni. Hann þekkir af reynslu hvernig bæta þarf hag fatlaðs fólks, sama hvar það býr á landinu. Hann hefur séð hvernig geðræn vandamál geta bugað unga fólkið okkar og vill einlæglega bæta þar úr. Eftir áratuga reynslu sem háskólakennari og sem faðir, bróðir, frændi og afi þá veit Baldur Þórhallsson hvað brennur á ungu fólki. Honum fallast ekki hendur og hann leitar ekki sökudólga. Hann sér hins vegar þann góða grunn sem samfélag okkar skapar og veit að með jákvæðni og bjartsýni að leiðarljósi er hægt að gera enn betur. Ég vil forseta sem talar þjóð sína upp, tekur eftir öllu því sem vel er gert og hikar ekki við að beita sér til að gera samfélag okkar enn betra. Þess vegna kýs ég Baldur Þórhallsson. Höfundur er háskólanemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég bý í góðu og friðsömu landi þar sem lífskjör eru með því besta sem þekkist. Þannig vil ég hafa það áfram og ég hef enga trú á öðru en við Íslendingar stöndum vörð um þá stöðu. En hvers vegna berum við ekki alltaf höfuðið hátt, stolt og glöð yfir árangrinum og einbeitt að halda áfram á sömu braut? Stundum verða deilur og upphrópanir í daglegri umræðu yfirþyrmandi. Hver og einn reynir að hrópa hærra en næsti maður og sá sem er ósammála þinni skoðun fær rækilega yfirhalningu fyrir fíflaskapinn. Orðin sem falla um þingmenn og ríkisstjórn eru oft sérstaklega óvægin, þeim gerðar upp vafasamar fyrirætlanir og alls konar skemmdarfýsn og flest sem úrskeiðis fer talið þeim að kenna. Og það sem fólk getur fundið margt sem fer úrskeiðis! Öll verk eru léttari þegar jákvæðni og bjartsýni ráða för. Þess vegna ætla ég að kjósa Baldur Þórhallsson í embætti forseta. Hann sér glöggt allt það góða sem hefur áunnist, um leið og hann kemur auga á hvernig enn má bæta samfélag okkar. Hann þekkir af eigin raun hvernig hægt er að bæta úr mannréttindum með rökfestu og réttsýni. Hann þekkir af reynslu hvernig bæta þarf hag fatlaðs fólks, sama hvar það býr á landinu. Hann hefur séð hvernig geðræn vandamál geta bugað unga fólkið okkar og vill einlæglega bæta þar úr. Eftir áratuga reynslu sem háskólakennari og sem faðir, bróðir, frændi og afi þá veit Baldur Þórhallsson hvað brennur á ungu fólki. Honum fallast ekki hendur og hann leitar ekki sökudólga. Hann sér hins vegar þann góða grunn sem samfélag okkar skapar og veit að með jákvæðni og bjartsýni að leiðarljósi er hægt að gera enn betur. Ég vil forseta sem talar þjóð sína upp, tekur eftir öllu því sem vel er gert og hikar ekki við að beita sér til að gera samfélag okkar enn betra. Þess vegna kýs ég Baldur Þórhallsson. Höfundur er háskólanemi
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun