Leverkusen bikarmeistari eftir vonbrigðin í Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. maí 2024 20:20 Xabi Alonso stýrði Leverkusen til sigurs í dag. Stuart Franklin/Getty Images Bayer Leverkusen er þýskur bikarmeistari í knattspyrnu karla. Liðið stendur uppi sem bæði Þýskalandsmeistari sem og þýskur bikarmeistari eftir ótrúlegt tímabil þar sem eina tap liðsins kom gegn Atalanta í úrslitum Evrópudeildarinnar. Lærisveinar Xabi Alonso fóru taplausir í gegnum þýsku úrvalsdeildina en liðið mátti svo þola heldur óvænt 3-0 tap í úrslitum Evrópudeildarinnar. Það tap gerði leik dagsins gegn B-deildarliði Kaiserslautern eilítið meira spennandi en fyrir leik var búist við öruggum sigri Leverkusen. Granit Xhaka, sem gekk í raðir Leverkusen á nýjan leik frá Arsenal síðasta sumar, sá hins vegar til þess að Leverkusen endaði tímabilið á jákvæðum nótum. Hann skoraði glæsilegt mark á 17. mínútu þegar hann þrumaði boltanum á lofti í vinstri samskeytin og staðan orðin 1-0. Und die #Werkself mit dem Vintage-Granit-Jubel! #FCKB04 0:1 | #DFBPokalFinale | #Xhaka https://t.co/mzLoHe8rHM pic.twitter.com/dYEaONbZJC— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) May 25, 2024 Það gekk illa hjá Leverkusen að bæta við öðru marki og undir lok fyrri hálfleiks fékk Odilon Kossounou sitt annað gula spjald en það var sem hann hefði ekki áttað sig á að hann væri á spjaldi. Við það fór um lið Leverkusen sem lagðist til baka í síðari hálfleik á meðan B-deildarlið Kaiserslautern gerði hvað það gat til að jafna metin. Það gekk þó ekki og Leverkusen vann 1-0 sigur sem tryggði liðinu þýska bikarinn. 🏆 Pokalsieger 2024. Dieses Team! 🥹#FCKB04 0:1 | #DFBPokalFinale | #Winnerkusen | #ForOurDream pic.twitter.com/jOlSN44odG— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) May 25, 2024 Ótrúlegu tímabili lokið og verður forvitnilegt að sjá hvernig liðið mætir til leiks á næstu leiktíð en það er næsta öruggt að stórlið Evrópu munu kroppa í leikmenn þess í sumar. Fótbolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Hetja Atalanta í fámennan hóp og fagnaði svo innilega með mömmu sinni Ademola Olajade Alade Aylola Lookman reyndist hetja Atalanta þegar ítalska félagið varð fyrsta allra liða til að leggja Bayer Leverkusen af velli á leiktíðinni í úrslitaleik Evrópudeildar karla í fótbolta. 23. maí 2024 12:30 Þrennan sem eyðilagði fullkomið tímabil Leverkusen Atalanta gerði sér lítið fyrir og vann Bayer Leverkusen fyrst allra liða á leiktíðinni þegar þau mættust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í fótbolta. Mörk leiksins má sjá í spilaranum hér að neðan. Þau koma öll frá sama manninum en gætu þó vart verið ólíkari. 23. maí 2024 09:01 Lookman gekk frá Leverkusen og Atalanta er Evrópudeildarmeistari Ademola Lookman kom, sá og batt enda á ótrúlega sigurgöngu Bayer Leverkusen þegar hann skoraði magnaða þrennu og tryggði Atalanta 3-0 sigur í úrslitaleik Evrópudeildar karla í fótbolta. 22. maí 2024 20:55 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
Lærisveinar Xabi Alonso fóru taplausir í gegnum þýsku úrvalsdeildina en liðið mátti svo þola heldur óvænt 3-0 tap í úrslitum Evrópudeildarinnar. Það tap gerði leik dagsins gegn B-deildarliði Kaiserslautern eilítið meira spennandi en fyrir leik var búist við öruggum sigri Leverkusen. Granit Xhaka, sem gekk í raðir Leverkusen á nýjan leik frá Arsenal síðasta sumar, sá hins vegar til þess að Leverkusen endaði tímabilið á jákvæðum nótum. Hann skoraði glæsilegt mark á 17. mínútu þegar hann þrumaði boltanum á lofti í vinstri samskeytin og staðan orðin 1-0. Und die #Werkself mit dem Vintage-Granit-Jubel! #FCKB04 0:1 | #DFBPokalFinale | #Xhaka https://t.co/mzLoHe8rHM pic.twitter.com/dYEaONbZJC— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) May 25, 2024 Það gekk illa hjá Leverkusen að bæta við öðru marki og undir lok fyrri hálfleiks fékk Odilon Kossounou sitt annað gula spjald en það var sem hann hefði ekki áttað sig á að hann væri á spjaldi. Við það fór um lið Leverkusen sem lagðist til baka í síðari hálfleik á meðan B-deildarlið Kaiserslautern gerði hvað það gat til að jafna metin. Það gekk þó ekki og Leverkusen vann 1-0 sigur sem tryggði liðinu þýska bikarinn. 🏆 Pokalsieger 2024. Dieses Team! 🥹#FCKB04 0:1 | #DFBPokalFinale | #Winnerkusen | #ForOurDream pic.twitter.com/jOlSN44odG— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) May 25, 2024 Ótrúlegu tímabili lokið og verður forvitnilegt að sjá hvernig liðið mætir til leiks á næstu leiktíð en það er næsta öruggt að stórlið Evrópu munu kroppa í leikmenn þess í sumar.
Fótbolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Hetja Atalanta í fámennan hóp og fagnaði svo innilega með mömmu sinni Ademola Olajade Alade Aylola Lookman reyndist hetja Atalanta þegar ítalska félagið varð fyrsta allra liða til að leggja Bayer Leverkusen af velli á leiktíðinni í úrslitaleik Evrópudeildar karla í fótbolta. 23. maí 2024 12:30 Þrennan sem eyðilagði fullkomið tímabil Leverkusen Atalanta gerði sér lítið fyrir og vann Bayer Leverkusen fyrst allra liða á leiktíðinni þegar þau mættust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í fótbolta. Mörk leiksins má sjá í spilaranum hér að neðan. Þau koma öll frá sama manninum en gætu þó vart verið ólíkari. 23. maí 2024 09:01 Lookman gekk frá Leverkusen og Atalanta er Evrópudeildarmeistari Ademola Lookman kom, sá og batt enda á ótrúlega sigurgöngu Bayer Leverkusen þegar hann skoraði magnaða þrennu og tryggði Atalanta 3-0 sigur í úrslitaleik Evrópudeildar karla í fótbolta. 22. maí 2024 20:55 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
Hetja Atalanta í fámennan hóp og fagnaði svo innilega með mömmu sinni Ademola Olajade Alade Aylola Lookman reyndist hetja Atalanta þegar ítalska félagið varð fyrsta allra liða til að leggja Bayer Leverkusen af velli á leiktíðinni í úrslitaleik Evrópudeildar karla í fótbolta. 23. maí 2024 12:30
Þrennan sem eyðilagði fullkomið tímabil Leverkusen Atalanta gerði sér lítið fyrir og vann Bayer Leverkusen fyrst allra liða á leiktíðinni þegar þau mættust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í fótbolta. Mörk leiksins má sjá í spilaranum hér að neðan. Þau koma öll frá sama manninum en gætu þó vart verið ólíkari. 23. maí 2024 09:01
Lookman gekk frá Leverkusen og Atalanta er Evrópudeildarmeistari Ademola Lookman kom, sá og batt enda á ótrúlega sigurgöngu Bayer Leverkusen þegar hann skoraði magnaða þrennu og tryggði Atalanta 3-0 sigur í úrslitaleik Evrópudeildar karla í fótbolta. 22. maí 2024 20:55