Sameiningaraflið Katrín Jakobsdóttir Kári Bjarnason skrifar 25. maí 2024 13:00 Hinn 1. júní nk. kjósum við sjöunda forseta lýðveldisins. Eins og áður í forsetakosningum standa kjósendur frammi fyrir mörgum góðum – en vissulega þó misgóðum – kostum. Einn er sá kostur sem ég tel augljóslega bera af – fyrrverandi forsætisráðherra sem leiddi þjóð sína út úr ótraustu stjórnmálaástandi undangenginna ára með kosningar á færibandi; gegnum heimsfaraldur þar sem við þurftum svo nauðsynlega á að halda styrkri og staðfastri stjórn og til framtíðar sem, hvað varðar réttindi og tækifæri þegnanna, þykir öfundsverð meðal allra þjóða. Katrín var farsæll forsætisráðherra. Katrín getur orðið farsæll forseti. Henni er vel treystandi til að yfirgefa hlutverk stjórnmálamannsins og taka upp hlutverk sem hentar henni alls ekki síður. Sem afl til góðra verka, innblástur til bjartsýni og staðfastur leiðtogi fólksins í landinu á ögurstundu mun Katrín Jakobsdóttir verða sú sameining sem togar þjóðina áfram og upp. Katrín hefur sýnt það í störfum sínum að hún er réttsýn en stefnuföst, leiksvið hennar hefur verið hið alþjóðlega svið og þar þekkir hún persónulega leikendur dagsins. Hitt er þó mikilvægara að hún gerþekkir leikreglurnar og veit hvernig hún fær sem forseti þjóðar að koma sjónarmiðum og sérstöðu okkar á framfæri þegar á þarf að halda. Katrínu má einnig treysta til að þekkja mörk embættisins. Hún mun ekki láta eigin metnað eða viðhorf til mála tæla sig til að beita embætti forseta Íslands í eigin þágu – það hefur hún ljóslega sýnt í fyrri störfum sínum. Persónulega þykir mér mikilvægast að eignast forseta sem er óbilandi talsmaður íslenskrar tungu og íslenskrar menningar og þá sérstaklega íslenskrar bókmenningar. Þar er Katrín sem fædd í embætti forseta Íslands. Um leið og ég óska þess að þjóðin beri gæfu til að velja öflugasta frambjóðandann úr sterkum hópi hvet ég alla til að nýta kosningarétt sinn. Höfundur er forstöðumaður Safnahúss og Bókasafns Vestmannaeyja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn 1. júní nk. kjósum við sjöunda forseta lýðveldisins. Eins og áður í forsetakosningum standa kjósendur frammi fyrir mörgum góðum – en vissulega þó misgóðum – kostum. Einn er sá kostur sem ég tel augljóslega bera af – fyrrverandi forsætisráðherra sem leiddi þjóð sína út úr ótraustu stjórnmálaástandi undangenginna ára með kosningar á færibandi; gegnum heimsfaraldur þar sem við þurftum svo nauðsynlega á að halda styrkri og staðfastri stjórn og til framtíðar sem, hvað varðar réttindi og tækifæri þegnanna, þykir öfundsverð meðal allra þjóða. Katrín var farsæll forsætisráðherra. Katrín getur orðið farsæll forseti. Henni er vel treystandi til að yfirgefa hlutverk stjórnmálamannsins og taka upp hlutverk sem hentar henni alls ekki síður. Sem afl til góðra verka, innblástur til bjartsýni og staðfastur leiðtogi fólksins í landinu á ögurstundu mun Katrín Jakobsdóttir verða sú sameining sem togar þjóðina áfram og upp. Katrín hefur sýnt það í störfum sínum að hún er réttsýn en stefnuföst, leiksvið hennar hefur verið hið alþjóðlega svið og þar þekkir hún persónulega leikendur dagsins. Hitt er þó mikilvægara að hún gerþekkir leikreglurnar og veit hvernig hún fær sem forseti þjóðar að koma sjónarmiðum og sérstöðu okkar á framfæri þegar á þarf að halda. Katrínu má einnig treysta til að þekkja mörk embættisins. Hún mun ekki láta eigin metnað eða viðhorf til mála tæla sig til að beita embætti forseta Íslands í eigin þágu – það hefur hún ljóslega sýnt í fyrri störfum sínum. Persónulega þykir mér mikilvægast að eignast forseta sem er óbilandi talsmaður íslenskrar tungu og íslenskrar menningar og þá sérstaklega íslenskrar bókmenningar. Þar er Katrín sem fædd í embætti forseta Íslands. Um leið og ég óska þess að þjóðin beri gæfu til að velja öflugasta frambjóðandann úr sterkum hópi hvet ég alla til að nýta kosningarétt sinn. Höfundur er forstöðumaður Safnahúss og Bókasafns Vestmannaeyja.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar