„Hefðum getað gert þetta ennþá ljótara á töflunni” Árni Gísli Magnússon skrifar 24. maí 2024 23:18 Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA Vísir/Vilhelm Þór/KA vann 5-0 stórsigur á Tindastóli í bestu deild kvenna fyrr í kvöld eftir að hafa leitt með fjórum mörkum í hálfleik. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, var mjög ánægður með leik síns liðs og þá sérstaklega spilamennskuna í fyrri hálfleik sem lagði grunninn að sigrinum. „Bara örugglega þessi frábæri fyrri hálfleikur. Stelpurnar voru frábærar og komu bara virkilega tilbúnar í þetta og ég held þær hafi átt fá svör við þessu og við hefðum getað gert þetta örugglega enn þá ljótara á töflunni en þetta er alveg yfirdrifið nóg, mjög flott.” Þór/KA pressaði Tindastól af krafti hátt á vellinum frá upphafi og gaf þeim engan tíma á boltanum sem reyndist gestunum virkilega erfitt í dag. Búinn með allt af borðinu í fermingarveislunni „Það var ætlunin hjá okkur að gera það þannig og svona reyna eyða öllum vonum þeirra að ná einhverju út úr þessu því við vissum svo sem alveg hvað þær ætluðu að reyna gera þannig fyrri hálfleikurinn fór svona nokkurn veginn eins og við vildum sjá.” Síðari hálfleikur var heldur rólegri þar sem aðeins eitt mark var skorað. Jóhann segir planið þó alls ekki hafa verið að slaka á í síðari hálfleik. „Nei nei það var ekki neitt plan um það því við ætluðum að reyna að sækja. Málið er bara að við höfum oft lent í þessu og lið hafa lent í þessu, þegar þú ert yfir þrjú eða fjögur núll í hálfleik, alveg sama hvað þú reynir að mótivera þig í seinni hálfleikinn að koma mótiveraður inn í hann, þú ert eiginlega búinn með allt af borðinu í fermingarveislunni og þó að þú reynir að ljúga því að þig langi í meira að þá ertu bara að vera pínu saddur og ég held að við höfum bara lent svolítið í því hérna í seinni og gáfum bara eftir, það var ekki viljandi og við erum ekki að hvíla okkur fyrir neitt því það eru tvær vikur í næsta leik.” Fimm skoruðu Fimm markaskorar litu dagsins ljós hjá Þór/KA og þ.á.m. skoruðu þær Emilía Ósk Kruger og Iðunn Rán Gunnarsdóttir sín fyrstu mörk í meistaraflokki og Agnes Birta Stefánsdóttir sitt fyrsta mark í efstu deild. Jóhann er ánægður með að mörkin séu farin að koma úr öllum áttum. „Já að sjálfsögðu, það er mjög gaman að sjá margar skora og þær gerðu mjög vel í að loka á Söndru (Maríu Jessen) í dag og voru með besta leikmann þeirra sem frakka og það var alveg sama hvert Sandra færði sig, hún var komin með henni, og meira að segja núna 20 mínútum, hálftíma, eftir leik eru þær enn þá saman hérna, hún yfirgefur hana ekki þannig þær eru bara á spjallinu hérna á þýskri tungu”, sagði Jóhann og hló en þær Sandra María og Gwendolyn Mummert, miðvörður Tindastóls, sátu saman á vellinum þar sem viðtalið var tekið og ræddu málin gaumgæfilega á þýsku. Draumur fyrir þær Jóhann hélt svo áfram: „Það var mjög gaman að sjá aðra stíga upp og ná inn góðum mörkum, það voru frábær mörk sem við skoruðum. Emelía Ósk Kruger og Sonja Björg Sigurðardóttir komu inn á sem varamenn á 80. mínútu og þremur mínútum síðar lagði Sonja upp mark fyrir Emelíu og hlýtur svona skipting því að flokkast sem draumaskipting þjálfarans, eða hvað? „Þetta er bara draumur fyrir þær að koma inn og eiginlega bara stórt hrós á þær að koma og vera tilbúinn sem skiptimaður að koma inn og breyta leiknum, alveg sama hvernig staðan er, það er alveg til fyrirmyndar hjá þeim og stórt hrós á þær fyrir það hvernig þær gerðu þetta í dag.” Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Sjá meira
„Bara örugglega þessi frábæri fyrri hálfleikur. Stelpurnar voru frábærar og komu bara virkilega tilbúnar í þetta og ég held þær hafi átt fá svör við þessu og við hefðum getað gert þetta örugglega enn þá ljótara á töflunni en þetta er alveg yfirdrifið nóg, mjög flott.” Þór/KA pressaði Tindastól af krafti hátt á vellinum frá upphafi og gaf þeim engan tíma á boltanum sem reyndist gestunum virkilega erfitt í dag. Búinn með allt af borðinu í fermingarveislunni „Það var ætlunin hjá okkur að gera það þannig og svona reyna eyða öllum vonum þeirra að ná einhverju út úr þessu því við vissum svo sem alveg hvað þær ætluðu að reyna gera þannig fyrri hálfleikurinn fór svona nokkurn veginn eins og við vildum sjá.” Síðari hálfleikur var heldur rólegri þar sem aðeins eitt mark var skorað. Jóhann segir planið þó alls ekki hafa verið að slaka á í síðari hálfleik. „Nei nei það var ekki neitt plan um það því við ætluðum að reyna að sækja. Málið er bara að við höfum oft lent í þessu og lið hafa lent í þessu, þegar þú ert yfir þrjú eða fjögur núll í hálfleik, alveg sama hvað þú reynir að mótivera þig í seinni hálfleikinn að koma mótiveraður inn í hann, þú ert eiginlega búinn með allt af borðinu í fermingarveislunni og þó að þú reynir að ljúga því að þig langi í meira að þá ertu bara að vera pínu saddur og ég held að við höfum bara lent svolítið í því hérna í seinni og gáfum bara eftir, það var ekki viljandi og við erum ekki að hvíla okkur fyrir neitt því það eru tvær vikur í næsta leik.” Fimm skoruðu Fimm markaskorar litu dagsins ljós hjá Þór/KA og þ.á.m. skoruðu þær Emilía Ósk Kruger og Iðunn Rán Gunnarsdóttir sín fyrstu mörk í meistaraflokki og Agnes Birta Stefánsdóttir sitt fyrsta mark í efstu deild. Jóhann er ánægður með að mörkin séu farin að koma úr öllum áttum. „Já að sjálfsögðu, það er mjög gaman að sjá margar skora og þær gerðu mjög vel í að loka á Söndru (Maríu Jessen) í dag og voru með besta leikmann þeirra sem frakka og það var alveg sama hvert Sandra færði sig, hún var komin með henni, og meira að segja núna 20 mínútum, hálftíma, eftir leik eru þær enn þá saman hérna, hún yfirgefur hana ekki þannig þær eru bara á spjallinu hérna á þýskri tungu”, sagði Jóhann og hló en þær Sandra María og Gwendolyn Mummert, miðvörður Tindastóls, sátu saman á vellinum þar sem viðtalið var tekið og ræddu málin gaumgæfilega á þýsku. Draumur fyrir þær Jóhann hélt svo áfram: „Það var mjög gaman að sjá aðra stíga upp og ná inn góðum mörkum, það voru frábær mörk sem við skoruðum. Emelía Ósk Kruger og Sonja Björg Sigurðardóttir komu inn á sem varamenn á 80. mínútu og þremur mínútum síðar lagði Sonja upp mark fyrir Emelíu og hlýtur svona skipting því að flokkast sem draumaskipting þjálfarans, eða hvað? „Þetta er bara draumur fyrir þær að koma inn og eiginlega bara stórt hrós á þær að koma og vera tilbúinn sem skiptimaður að koma inn og breyta leiknum, alveg sama hvernig staðan er, það er alveg til fyrirmyndar hjá þeim og stórt hrós á þær fyrir það hvernig þær gerðu þetta í dag.”
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti