Uppgjörið og viðtöl: FH - Víkingur 2-2 | Dramatískt jafntefli í Kaplakrika Dagur Lárusson skrifar 25. maí 2024 13:15 Breiðablik-FH bestadeild kvenna í fótbolta FH og Víkingur skildu jöfn í Bestu deild kvenna í dag eftir að Víkingur jafnaði í blálokin. Fyrir leik var FH í sjöunda sætinu með sex stig á meðan Víkingur var í fimmta sætinu með sjö stig. Fyrri hálfleikurinn var opinn og skemmtilegur og mikið um færi hjá báðum liðum. Fyrsta mark leiksins kom 34.mínútu þegar Emma Steinsen fékk boltann hægra megin í skyndisókn Víkings og lagði boltann inn á teig, beint fyrir fætur Hafdísar Báru sem skoraði framhjá Aldísi í markinu. Stelpurnar í FH voru þó ekki á þeim buxunum að vera undir lengi heldur jöfnuðu þær í næstu sókn. Þá fékk Thelma Karen boltann hægra meginn, leitaði inn á teig og gaf fyrir með vinstri og fór boltinn beint á kollinn á Snædísi Maríu sem skallaði boltann í netið. Staðan orðin 1-1. Allt virtist stefna í það að staðan yrði 1-1 í hálfleik en á síðustu mínútu uppbótartímans náði Bruekelen Woodard að koma FH yfir eftir frábæran undirbúning þeirra Snædísar Maríu og Elísu Lönu. Staðan 2-1 í hálfleik. Bæði lið fengu mikið af færum í seinni hálfeiknum og þá sérstaklega FH og hefði liðið getað gert út um leikinn en það gerðist ekki. Í uppbótartíma kom sending inn á markteig FH-inga og Aldís náði ekki að grípa boltann og datt hann þá fyrir fætur Höllu Hrundar sem þakkaði pent fyrir sig og kom boltanum yfir línuna. Staðan 2-2 og það reyndust lokatölur. Atvik leiksins Það er án efa jöfnunarmarkið hér undir lokin. Ég var búinn að undirbúa mig að spyrja Guðna Eiríksson hvort að þetta væri besti leikur liðsins á tímabilinu en það breyttist allt á svipstundu. Stjörnur og skúrkar Snædís María var frábær í sóknarleik FH sem og Bruekelen Woodard. Það voru engir leikmenn sem léku það ill að geta verið kallaðir skúrkar eftir þennan leik. Dómararnir Það fór lítið fyrir dómurunum og það er alltaf gott og því fá þeir góða einkunn frá mér í dag. Stemningin og umgjörð Stemningin var ágæt í stúkunni en eins og svo oft áður hefði maður viljað sjá meira af fólki. En hvað umgjörðina varðar var altt upp á tíu. John Andrews: Spiluðum með Víkingshjartanu John Andrews þjálfari Víkinga.Vísir/Pawel „Já, ég myndi segja að þetta séu sanngjörn úrslit,“ byrjaði John Andrews, þjálfari Víkings, að segja eftir leik. ,,FH-liðið var frábært í fyrri hálfleiknum og opnaði okkur mjög oft með frábæru spili og við þurftum að treysta á baráttuna í okkar liði. Ég held að við höfum verið með sjö sóknarmenn inn á í lok leiksins og þegar við skoruðum þá fengum við smá í magann því við vissum ekki hvar hver átti að spila eftir það.“ „En þetta er andinn í þessu félagi, við getum ekki setið til baka og sætt okkur við 2-1 tap og við gerðum það svo sannarlega ekki. Við spiluðum með Víkingshjartanu,“ „Við vorum mikið betri hvað taktík varðar í seinni hálfleiknum, við leyfðum þeim að vera með boltann í fyrri hálfleiknum því það var það sem við vildum gera og beita skyndisóknum og það gekk vel. En þær eru einfaldlega með frábæra leikmenn í vörninni eins og Örnu Eiríks, þvílíkur leikmaður.“ Guðni Eiríksson: Þetta er rosalega sárt Guðni Eiríksson.vísir/Hulda Margrét Þetta er rosalega sárt,“ byrjaði niðurlútur Guðni Eiríksson, þjálfari FH, að segja eftir leik. „„Við áttum sigurinn algjörlega skilið. Fyrri hálfleikurinn var rosalega góður af hálfu FH en í seinni missum við aðeins yfirhöndina og þá þurftum við aðeins að breyta til í leikskipulagi. En við fengum hinsvegar svo mikið af færum til þess að gera út um leikinn og ástæðan fyrir því að við vinnum ekki leikinn er vegna þess að við nýtum ekki þessi færi,“ hélt Guðni áfram að segja. „Þetta var algjört dauðfæri sem við klikkum á þarna undir lokin og síðan jafna þær metin þegar mínúta er eftir og því fór sem fór.“ Guðni var ekki klár á því hvað hann myndi segja við stelpurnar eftir leikinn. „Fyrir leik þá kallaði ég eftir baráttu og vilja og það vantaði ekkert upp á það. Þær lögðu sig allar fram og ég talaði um það að grunngildin þyrftu að vera í lagi og þau voru það en uppskeran er samt bara eitt stig og það er alls ekki gott,“ endaði Guðni Eiríksson að segja. Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík FH
FH og Víkingur skildu jöfn í Bestu deild kvenna í dag eftir að Víkingur jafnaði í blálokin. Fyrir leik var FH í sjöunda sætinu með sex stig á meðan Víkingur var í fimmta sætinu með sjö stig. Fyrri hálfleikurinn var opinn og skemmtilegur og mikið um færi hjá báðum liðum. Fyrsta mark leiksins kom 34.mínútu þegar Emma Steinsen fékk boltann hægra megin í skyndisókn Víkings og lagði boltann inn á teig, beint fyrir fætur Hafdísar Báru sem skoraði framhjá Aldísi í markinu. Stelpurnar í FH voru þó ekki á þeim buxunum að vera undir lengi heldur jöfnuðu þær í næstu sókn. Þá fékk Thelma Karen boltann hægra meginn, leitaði inn á teig og gaf fyrir með vinstri og fór boltinn beint á kollinn á Snædísi Maríu sem skallaði boltann í netið. Staðan orðin 1-1. Allt virtist stefna í það að staðan yrði 1-1 í hálfleik en á síðustu mínútu uppbótartímans náði Bruekelen Woodard að koma FH yfir eftir frábæran undirbúning þeirra Snædísar Maríu og Elísu Lönu. Staðan 2-1 í hálfleik. Bæði lið fengu mikið af færum í seinni hálfeiknum og þá sérstaklega FH og hefði liðið getað gert út um leikinn en það gerðist ekki. Í uppbótartíma kom sending inn á markteig FH-inga og Aldís náði ekki að grípa boltann og datt hann þá fyrir fætur Höllu Hrundar sem þakkaði pent fyrir sig og kom boltanum yfir línuna. Staðan 2-2 og það reyndust lokatölur. Atvik leiksins Það er án efa jöfnunarmarkið hér undir lokin. Ég var búinn að undirbúa mig að spyrja Guðna Eiríksson hvort að þetta væri besti leikur liðsins á tímabilinu en það breyttist allt á svipstundu. Stjörnur og skúrkar Snædís María var frábær í sóknarleik FH sem og Bruekelen Woodard. Það voru engir leikmenn sem léku það ill að geta verið kallaðir skúrkar eftir þennan leik. Dómararnir Það fór lítið fyrir dómurunum og það er alltaf gott og því fá þeir góða einkunn frá mér í dag. Stemningin og umgjörð Stemningin var ágæt í stúkunni en eins og svo oft áður hefði maður viljað sjá meira af fólki. En hvað umgjörðina varðar var altt upp á tíu. John Andrews: Spiluðum með Víkingshjartanu John Andrews þjálfari Víkinga.Vísir/Pawel „Já, ég myndi segja að þetta séu sanngjörn úrslit,“ byrjaði John Andrews, þjálfari Víkings, að segja eftir leik. ,,FH-liðið var frábært í fyrri hálfleiknum og opnaði okkur mjög oft með frábæru spili og við þurftum að treysta á baráttuna í okkar liði. Ég held að við höfum verið með sjö sóknarmenn inn á í lok leiksins og þegar við skoruðum þá fengum við smá í magann því við vissum ekki hvar hver átti að spila eftir það.“ „En þetta er andinn í þessu félagi, við getum ekki setið til baka og sætt okkur við 2-1 tap og við gerðum það svo sannarlega ekki. Við spiluðum með Víkingshjartanu,“ „Við vorum mikið betri hvað taktík varðar í seinni hálfleiknum, við leyfðum þeim að vera með boltann í fyrri hálfleiknum því það var það sem við vildum gera og beita skyndisóknum og það gekk vel. En þær eru einfaldlega með frábæra leikmenn í vörninni eins og Örnu Eiríks, þvílíkur leikmaður.“ Guðni Eiríksson: Þetta er rosalega sárt Guðni Eiríksson.vísir/Hulda Margrét Þetta er rosalega sárt,“ byrjaði niðurlútur Guðni Eiríksson, þjálfari FH, að segja eftir leik. „„Við áttum sigurinn algjörlega skilið. Fyrri hálfleikurinn var rosalega góður af hálfu FH en í seinni missum við aðeins yfirhöndina og þá þurftum við aðeins að breyta til í leikskipulagi. En við fengum hinsvegar svo mikið af færum til þess að gera út um leikinn og ástæðan fyrir því að við vinnum ekki leikinn er vegna þess að við nýtum ekki þessi færi,“ hélt Guðni áfram að segja. „Þetta var algjört dauðfæri sem við klikkum á þarna undir lokin og síðan jafna þær metin þegar mínúta er eftir og því fór sem fór.“ Guðni var ekki klár á því hvað hann myndi segja við stelpurnar eftir leikinn. „Fyrir leik þá kallaði ég eftir baráttu og vilja og það vantaði ekkert upp á það. Þær lögðu sig allar fram og ég talaði um það að grunngildin þyrftu að vera í lagi og þau voru það en uppskeran er samt bara eitt stig og það er alls ekki gott,“ endaði Guðni Eiríksson að segja.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti