Hafa níu mánuði til að svara dómi MDE í talningamálinu Lovísa Arnardóttir skrifar 24. maí 2024 13:56 Bjarni Benediktsson heldur áfram vinnu Katrínar Jakobsdóttur um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Vísir/Ívar Fannar Íslensk stjórnvöld hafa níu mánuði til að skila áætlun til fullnustudeildar Evrópuráðsins um þær ráðstafanir sem gripið verður til vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu um talningamálið svokallaða. Það kemur fram í svari ráðuneytisins til fréttastofu. Niðurstaða dómstólsins var birt þann 16. apríl en þar komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að í málinu hafi verið brotið gegn bæði þriðju grein fyrsta viðauka sáttmálans um réttinn til frjálsra kosninga og þrettándu grein Mannréttindasáttmála Evrópu um skilvirk réttarúrræði. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu eiga forsætisráðuneytið og dómsmálaráðuneytið í samtali við Alþingi um framhaldið. Áður hefur verið greint frá því að málið sé til skoðunar hjá skrifstofu Alþingis. Tvær milljónir í bætur Málinu var vísað til Mannréttindadómstóls Evrópu af þeim Magnúsi Davíð Norðdahl og Guðmundi Gunnarssyni sem báðir voru í framboði til Alþingis 2021. Guðmundur datt út af þingi eftir endurtalningu en Magnús var aldrei inni. Íslenska ríkinu var gert að greiða þeim báðum um 13 þúsund evrur í bætur sem samsvarar um tveimur milljónum íslenskra króna. Kvörtun þeirra til dómstólsins laut að annars vegar framkvæmd talningar í kjördæminu og hins vegar að því að þeir hafi ekki haft skilvirka leið til að koma kvörtunum sínum áleiðis. Lögmaður þeirra, Sigurður Örn Hilmarsson, sagði í samtali við fréttastofu eftir að dómurinn féll að miðað við niðurstöðu dómstólsins yrði að breyta stjórnarskránni á þann hátt að úrskurðarvald í slíkum málum fari frá Alþingi og til dómstóla. Bjarni heldur áfram vinnu Katrínar Töluverð vinna hefur verið unnin innan forsætisráðuneytisins allt frá árinu 2018 að breytingum á stjórnarskránni. Á vef stjórnarráðsins má sjá yfirlit aðgerða og funda sem haldnir hafa verið á tímabilinu. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar kemur fram að setja eigi af stað vinnu sérfræðinga um ákvæði stjórnarskrár um Alþingi, kosningar og kjördæmaskipan, dómstóla og eftir atvikum önnur ákvæði, svo sem mannréttindaákvæði. Þá eigi að efna til samstarfs við fræðasamfélagið og halda áfram vinnu við stjórnarskrárbreytingar frá fyrra kjörtímabili. Vinnan sem þegar hefur verið unnin hefur að mestu verið unnin undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur í forsætisráðuneytinu. Samkvæmt svari frá ráðuneytinu ætlar nýr forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, að halda þeirri vinnu áfram sem hún hóf við endurskoðun stjórnarskrárinnar. „Áfram verður unnið með formönnum stjórnmálaflokka að því að móta breytingartillögur sem breið samstaða er um,“ segir að lokum í svari ráðuneytisins. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnarskrá Tengdar fréttir „Við þurfum að fá einhver viðbrögð“ Guðmundur Gunnarsson og Magnús D. Norðdahl, sem kvörtuðu til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna talningamálsins svokallaða kalla eftir viðbrögðum valdhafa sem þeir segja að þurfi að gera málið upp við samvisku sína. 16. apríl 2024 23:14 Vafi vegna nýrra kosningalaga ástæða þess að málin voru felld niður Lögreglustjórinn á Vesturlandi telur að ný kosningalög sem tóku gildi um áramótin kveði ekki á með beinum hætti um skyldu til að innsigla kjörgögn að lokinni talningu í kosningum. Því sé vafi á því hvort að meint brot starfsmanna yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis í síðustu Alþingiskosningum varði refsingu. Sá vafi var túlkaður starfsmönnunum í hag. 14. mars 2022 15:36 Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25. nóvember 2021 21:35 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Niðurstaða dómstólsins var birt þann 16. apríl en þar komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að í málinu hafi verið brotið gegn bæði þriðju grein fyrsta viðauka sáttmálans um réttinn til frjálsra kosninga og þrettándu grein Mannréttindasáttmála Evrópu um skilvirk réttarúrræði. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu eiga forsætisráðuneytið og dómsmálaráðuneytið í samtali við Alþingi um framhaldið. Áður hefur verið greint frá því að málið sé til skoðunar hjá skrifstofu Alþingis. Tvær milljónir í bætur Málinu var vísað til Mannréttindadómstóls Evrópu af þeim Magnúsi Davíð Norðdahl og Guðmundi Gunnarssyni sem báðir voru í framboði til Alþingis 2021. Guðmundur datt út af þingi eftir endurtalningu en Magnús var aldrei inni. Íslenska ríkinu var gert að greiða þeim báðum um 13 þúsund evrur í bætur sem samsvarar um tveimur milljónum íslenskra króna. Kvörtun þeirra til dómstólsins laut að annars vegar framkvæmd talningar í kjördæminu og hins vegar að því að þeir hafi ekki haft skilvirka leið til að koma kvörtunum sínum áleiðis. Lögmaður þeirra, Sigurður Örn Hilmarsson, sagði í samtali við fréttastofu eftir að dómurinn féll að miðað við niðurstöðu dómstólsins yrði að breyta stjórnarskránni á þann hátt að úrskurðarvald í slíkum málum fari frá Alþingi og til dómstóla. Bjarni heldur áfram vinnu Katrínar Töluverð vinna hefur verið unnin innan forsætisráðuneytisins allt frá árinu 2018 að breytingum á stjórnarskránni. Á vef stjórnarráðsins má sjá yfirlit aðgerða og funda sem haldnir hafa verið á tímabilinu. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar kemur fram að setja eigi af stað vinnu sérfræðinga um ákvæði stjórnarskrár um Alþingi, kosningar og kjördæmaskipan, dómstóla og eftir atvikum önnur ákvæði, svo sem mannréttindaákvæði. Þá eigi að efna til samstarfs við fræðasamfélagið og halda áfram vinnu við stjórnarskrárbreytingar frá fyrra kjörtímabili. Vinnan sem þegar hefur verið unnin hefur að mestu verið unnin undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur í forsætisráðuneytinu. Samkvæmt svari frá ráðuneytinu ætlar nýr forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, að halda þeirri vinnu áfram sem hún hóf við endurskoðun stjórnarskrárinnar. „Áfram verður unnið með formönnum stjórnmálaflokka að því að móta breytingartillögur sem breið samstaða er um,“ segir að lokum í svari ráðuneytisins.
Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnarskrá Tengdar fréttir „Við þurfum að fá einhver viðbrögð“ Guðmundur Gunnarsson og Magnús D. Norðdahl, sem kvörtuðu til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna talningamálsins svokallaða kalla eftir viðbrögðum valdhafa sem þeir segja að þurfi að gera málið upp við samvisku sína. 16. apríl 2024 23:14 Vafi vegna nýrra kosningalaga ástæða þess að málin voru felld niður Lögreglustjórinn á Vesturlandi telur að ný kosningalög sem tóku gildi um áramótin kveði ekki á með beinum hætti um skyldu til að innsigla kjörgögn að lokinni talningu í kosningum. Því sé vafi á því hvort að meint brot starfsmanna yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis í síðustu Alþingiskosningum varði refsingu. Sá vafi var túlkaður starfsmönnunum í hag. 14. mars 2022 15:36 Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25. nóvember 2021 21:35 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
„Við þurfum að fá einhver viðbrögð“ Guðmundur Gunnarsson og Magnús D. Norðdahl, sem kvörtuðu til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna talningamálsins svokallaða kalla eftir viðbrögðum valdhafa sem þeir segja að þurfi að gera málið upp við samvisku sína. 16. apríl 2024 23:14
Vafi vegna nýrra kosningalaga ástæða þess að málin voru felld niður Lögreglustjórinn á Vesturlandi telur að ný kosningalög sem tóku gildi um áramótin kveði ekki á með beinum hætti um skyldu til að innsigla kjörgögn að lokinni talningu í kosningum. Því sé vafi á því hvort að meint brot starfsmanna yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis í síðustu Alþingiskosningum varði refsingu. Sá vafi var túlkaður starfsmönnunum í hag. 14. mars 2022 15:36
Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25. nóvember 2021 21:35