Halla Hrund - Þarf fólk eins og þig, fyrir fólk eins og mig? Tómas Ellert Tómasson skrifar 24. maí 2024 07:00 Ef dimmir í lífi mínu um hríð eru bros þín og hlýja svo blíð. Og hvert sem þú ferð og hvar sem ég verð þarf fólk eins og þig, fyrir fólk eins og mig – texti: Rúnar Júlíusson- Þegar ljóst varð að fram færu forsetakosningar í ár, vonaðist ég til að koma myndi fram manneskja sem byði fram krafta sína í embættið, sem væri alþýðleg og bæri virðingu fyrir þjóð sinni, landi, sögu og tungu. Manneskja sem væri vitur, klár, kæmi vel fyrir og bæri hag þjóðarinnar í nútíð og framtíð fyrir brjósti. Manneskja sem kæmi til dyranna eins og hún væri klædd. Manneskja sem ég gæti stoltur sagt frá að væri Forseti þjóðar minnar hvar sem ég verð. Ég er ekki ég, ég er annar Ég hef og hafði engan áhuga á því að fram kæmu manneskjur sem þættust vera eitthvað annað en þær eru. Því miður birtust tvær slíkar. Báðar eru að reyna að selja þjóðinni að þær séu ekki þær sjálfar heldur eitthvað allt annað. „Ég er ekki ég, ég er annar“ er söluræðan. Önnur manneskjan á sér þá sögu að segja eitt og gera annað auk þess að hafa verið í forsæti fyrir óvinsælustu ríkisstjórn Íslands fyrr og síðar, óvinsælli en „Skjaldborgar“ ríkisstjórnin á dánarbeði sínu. Og nú er hún búin með framboði sínu að setja Íslandsmet í kostnaði við ímyndarhernað sinn sem lýðnum er ljóst að eiginmaður hennar, Háskólaneminn til fjölda ára hefur ekki kostað. Hin manneskjan á sér þá sögu að hafa setið á fremsta skólabekk með þeim snillingum sem töldu sig hafa leyst gátuna, „Hvernig verður Ísland best í heimi“. Íslensku Einstyrnin komust meðal annars að þeirri niðurstöðu að ef það ætti að geta gerst að þá þyrfti sjálfbær nýting náttúruauðlinda að fela það í sér að náttúruauðlindirnar yrðu í auknum mæli í einkaeigu. Manneskja þessi hefur líkt og sú fyrrnefnda kostað miklu til, órætt er hvaðan sú kostun kemur en ljóst er að sá aðili stendur ei á hallandi fæti í lífinu. Það þarf fólk eins og þig, fyrir fólk eins og mig Halla Hrund, í upphafi þegar verið var að skora á þig að bjóða þig fram til forsetaembættisins sá ég strax að þarna var komin fram manneskja sem hefði alla þá kosti að bera sem ég óskaði mér að Forseti Íslands hefði. Ég þekkti þig ekki neitt, vissi þó að þú værir Orkumálastjóri og hefðir ritað amk. tvær skoðanagreinar á vísi sem ég hafði tekið eftir og lesið. Þar tók ég sérstaklega eftir því hve annt þér þykir um landið okkar, auðlindirnar og hve sterkt þú tókst til orða um þær alvarlegu afleiðingar sem skortur á raforku til heimila og venjulegra fyrirtækja gætu haft á daglegt líf samfélagsins. Við deilum þeirri sýn að græna orkan sé olía framtíðarinnar og að eignarhald á slíkum auðlindum þurfi að hugsa til langs tíma. Einnig erum við sammála um að Landsvirkjun sé ekki til sölu og eigi að vera í eigu almennings eins og verið hefur. Nú þegar að ég hef fengið að kynnast þér, séð hvaða manneskju þú hefur að geyma, fundið fyrir orkunni og útgeisluninni sem þú hefur að þá er það engin spurning í mínum huga að þú ert minn Forseti. Og já, það þarf fólk eins og þig, fyrir fólk eins og mig! Höfundur er byggingarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Ef dimmir í lífi mínu um hríð eru bros þín og hlýja svo blíð. Og hvert sem þú ferð og hvar sem ég verð þarf fólk eins og þig, fyrir fólk eins og mig – texti: Rúnar Júlíusson- Þegar ljóst varð að fram færu forsetakosningar í ár, vonaðist ég til að koma myndi fram manneskja sem byði fram krafta sína í embættið, sem væri alþýðleg og bæri virðingu fyrir þjóð sinni, landi, sögu og tungu. Manneskja sem væri vitur, klár, kæmi vel fyrir og bæri hag þjóðarinnar í nútíð og framtíð fyrir brjósti. Manneskja sem kæmi til dyranna eins og hún væri klædd. Manneskja sem ég gæti stoltur sagt frá að væri Forseti þjóðar minnar hvar sem ég verð. Ég er ekki ég, ég er annar Ég hef og hafði engan áhuga á því að fram kæmu manneskjur sem þættust vera eitthvað annað en þær eru. Því miður birtust tvær slíkar. Báðar eru að reyna að selja þjóðinni að þær séu ekki þær sjálfar heldur eitthvað allt annað. „Ég er ekki ég, ég er annar“ er söluræðan. Önnur manneskjan á sér þá sögu að segja eitt og gera annað auk þess að hafa verið í forsæti fyrir óvinsælustu ríkisstjórn Íslands fyrr og síðar, óvinsælli en „Skjaldborgar“ ríkisstjórnin á dánarbeði sínu. Og nú er hún búin með framboði sínu að setja Íslandsmet í kostnaði við ímyndarhernað sinn sem lýðnum er ljóst að eiginmaður hennar, Háskólaneminn til fjölda ára hefur ekki kostað. Hin manneskjan á sér þá sögu að hafa setið á fremsta skólabekk með þeim snillingum sem töldu sig hafa leyst gátuna, „Hvernig verður Ísland best í heimi“. Íslensku Einstyrnin komust meðal annars að þeirri niðurstöðu að ef það ætti að geta gerst að þá þyrfti sjálfbær nýting náttúruauðlinda að fela það í sér að náttúruauðlindirnar yrðu í auknum mæli í einkaeigu. Manneskja þessi hefur líkt og sú fyrrnefnda kostað miklu til, órætt er hvaðan sú kostun kemur en ljóst er að sá aðili stendur ei á hallandi fæti í lífinu. Það þarf fólk eins og þig, fyrir fólk eins og mig Halla Hrund, í upphafi þegar verið var að skora á þig að bjóða þig fram til forsetaembættisins sá ég strax að þarna var komin fram manneskja sem hefði alla þá kosti að bera sem ég óskaði mér að Forseti Íslands hefði. Ég þekkti þig ekki neitt, vissi þó að þú værir Orkumálastjóri og hefðir ritað amk. tvær skoðanagreinar á vísi sem ég hafði tekið eftir og lesið. Þar tók ég sérstaklega eftir því hve annt þér þykir um landið okkar, auðlindirnar og hve sterkt þú tókst til orða um þær alvarlegu afleiðingar sem skortur á raforku til heimila og venjulegra fyrirtækja gætu haft á daglegt líf samfélagsins. Við deilum þeirri sýn að græna orkan sé olía framtíðarinnar og að eignarhald á slíkum auðlindum þurfi að hugsa til langs tíma. Einnig erum við sammála um að Landsvirkjun sé ekki til sölu og eigi að vera í eigu almennings eins og verið hefur. Nú þegar að ég hef fengið að kynnast þér, séð hvaða manneskju þú hefur að geyma, fundið fyrir orkunni og útgeisluninni sem þú hefur að þá er það engin spurning í mínum huga að þú ert minn Forseti. Og já, það þarf fólk eins og þig, fyrir fólk eins og mig! Höfundur er byggingarverkfræðingur.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun