Tileinkar látnum vini sínum sögulegan árangur: „Bjarki, þetta var fyrir þig“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2024 07:00 Björgvin Karl Guðmundsson sést hér eftir að sætið á heimsleikunum var tryggt. @bk_gudmundsson Íslenski CrossFit kappinn Björgvin Karl Guðmundsson varð á dögunum fyrsti maðurinn í sögu CrossFit íþróttarinnar sem nær að tryggja sig inn á ellefu heimsleika í röð. Björgvin náði þessum sögulega árangri með því að tryggja sér sjöunda sætið á undanúrslitamóti Evrópu sem fór fram í Lyon í Frakklandi. Tíu efstu komust á heimsleikana. Björgvin komst fyrst á heimsleikana árið 2014 og hefur ekki misst af keppninni um heimsmeistaratitilinn síðan. Hann hefur tvisvar komist á verðlaunapall og átta sinnum verið meðal tíu efstu. „Ó maður, þetta var svo sætt í þetta skiptið,“ skrifar Björgvin Karl á samfélagsmiðla sína. „Í byrjun tímabilsins þá missti ég góðan vin eftir að hann tapaði baráttunni við krabbamein. Ég var að missa æskuvin sem ólst upp í sama bæ og ég,“ skrifar Björgvin. Björgvin er þarna að tala um Bjarka Gylfason sem lést 20. mars aðeins 36 ára gamall eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Bjarki ræddi veikindi sín á opinskáan hátt þegar hann tók þátt í fjáröflunarátaki Krafts fyrr á þessu ári. Bjarki greindist með ristilkrabbamein árið 2022 þá 35 ára gamall og hafði þá verið með sáraristilbólgu í sautján ár og lifað með því. Bjarki var uppalinn á Stokkseyri eins og Björgvin Karl. „Ég tileinka honum þessa elleftu ferð mína á heimsleikana því ég mun aldrei gleyma þeim áhrifum sem hann hafði á mig og fólkið í kringum hann,“ skrifaði Björgvin og endar svo: „Bjarki, þetta var fyrir þig“ Það má sjá færslu Björgvins hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Björgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) CrossFit Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Fleiri fréttir Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Dagskráin: Úrvalsdeildin í pílu, Bónusdeildin, formúlan og Doc Zone „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana Sjá meira
Björgvin náði þessum sögulega árangri með því að tryggja sér sjöunda sætið á undanúrslitamóti Evrópu sem fór fram í Lyon í Frakklandi. Tíu efstu komust á heimsleikana. Björgvin komst fyrst á heimsleikana árið 2014 og hefur ekki misst af keppninni um heimsmeistaratitilinn síðan. Hann hefur tvisvar komist á verðlaunapall og átta sinnum verið meðal tíu efstu. „Ó maður, þetta var svo sætt í þetta skiptið,“ skrifar Björgvin Karl á samfélagsmiðla sína. „Í byrjun tímabilsins þá missti ég góðan vin eftir að hann tapaði baráttunni við krabbamein. Ég var að missa æskuvin sem ólst upp í sama bæ og ég,“ skrifar Björgvin. Björgvin er þarna að tala um Bjarka Gylfason sem lést 20. mars aðeins 36 ára gamall eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Bjarki ræddi veikindi sín á opinskáan hátt þegar hann tók þátt í fjáröflunarátaki Krafts fyrr á þessu ári. Bjarki greindist með ristilkrabbamein árið 2022 þá 35 ára gamall og hafði þá verið með sáraristilbólgu í sautján ár og lifað með því. Bjarki var uppalinn á Stokkseyri eins og Björgvin Karl. „Ég tileinka honum þessa elleftu ferð mína á heimsleikana því ég mun aldrei gleyma þeim áhrifum sem hann hafði á mig og fólkið í kringum hann,“ skrifaði Björgvin og endar svo: „Bjarki, þetta var fyrir þig“ Það má sjá færslu Björgvins hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Björgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson)
CrossFit Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Fleiri fréttir Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Dagskráin: Úrvalsdeildin í pílu, Bónusdeildin, formúlan og Doc Zone „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana Sjá meira