Í tilkynningu segir að Ingvi Örn sé markaðssérfræðingur að mennt og með tólf ára starfsreynslu í markaðsmálum. Þá hafi hann einnig starfað um árabil sem markaðssérfræðingur hjá fjölmiðlafyrirtækinu Torg og þar á undan sem markaðssérfræðingur hjá Skeljungi.
Ingvi er með M.Sc. í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá Háskólaísland og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Bifröst.
Bílabúð Benna var stofnað árið 1975 í Reykjavík og er umboð- og þjónustuaðili fyrir Porsche og KGM. Fyrirtækið rekur einnig Sixt bílaleigu og Nesdekk