Ég kýs Baldur Guðrún Rögnvaldardóttir skrifar 22. maí 2024 21:00 Ég er svo heppin að eiga dóttur sem er lesbía. Í gegnum hana og störf okkar beggja innan hinsegin samfélagsins hef ég kynnst svo mörgu yndislegu fólki og lært svo margt um samfélagið okkar sem mér var áður hulið. Dóttir mín var um tíma í stjórn félags hinsegin stúdenta – félagsins sem stofnað var að frumkvæði Baldurs Þórhallssonar og fleiri. Sjálf var ég um tíma formaður samtaka foreldra og aðstandenda samkynhneigðra, og tók við formennskunni af tengdamóður Baldurs. Ég er svo ofboðslega þakklát þeim mörgu sem ruddu brautina hér á Íslandi hvað varðar réttindamál, sýnileika og viðurkenningu samkynhneigðra og alls hinsegin fólks. Það kostaði mikil átök og miklar fórnir fjölmargra einstaklinga að komast þangað sem við sem samfélag erum í dag. Fyrir þátt Baldurs Þórhallssonar í þessari mannréttindabaráttu – og ekki síður fyrir að lyfta henni upp í tengslum við komandi forsetakosningar – finnst mér hann eiga skilið atkvæði mitt og allra þeirra sem láta sig hag hinsegin fólks varða. Áherslur Baldurs í kosningabaráttunni hugnast mér einnig vel. Málefni landsbyggðarinnar eru honum hugleikin. Hann vill setja mannréttindamál, málefni barna og ungmenna og annarra sem standa höllum fæti í samfélaginu á oddinn. Og auðvitað eru málefni og réttindi hinsegin fólks og fjölskyldna þeirra einnig í fyrirrúmi. En ég myndi líka kjósa Baldur þótt hann væri ekki hommi. Sem stjórnmálafræðingur er Baldur virtur fræðimaður, á Íslandi sem og á alþjóðlegum vettvangi. Hann gjörþekkir íslenska stjórnmálakerfið og hefur einnig yfirgripsmikla þekkingu á þeim ógnum og tækifærum sem Ísland sem smáríki stendur frammi fyrir. Á mann sem býr yfir slíkri þekkingu og nýtur slíkrar virðingar er hlustað, innanlands sem utan landsteinanna, og það skiptir máli þegar þörf er á að tala máli Íslands. Ég var nemandi Baldurs í HÍ þegar ég var í meistaranámi í opinberri stjórnsýslu fyrir hátt í tuttugu árum, og fékk hann til að leiðbeina mér í meistaraverkefninu. Það er sjálfsagt ekki auðvelt að leiðbeina nemanda sem er 10 árum eldri en kennarinn og þykist þar að auki vita allt um efnið, en Baldur reyndist frábær leiðbeinandi. Hann spurði gagnrýninna spurninga en sýndi einnig diplómatíska hæfileika. Hvort tveggja kostir sem forseti þarf að mínu viti að hafa. En mestu máli skiptir að forseti okkar sé góð, heiðarleg og umfram allt einlæg manneskja, sem þjóðin treystir. Baldur Þórhallsson er að mínu mati fremstur meðal margra álitlegra frambjóðenda. Ég kýs því Baldur. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Ég er svo heppin að eiga dóttur sem er lesbía. Í gegnum hana og störf okkar beggja innan hinsegin samfélagsins hef ég kynnst svo mörgu yndislegu fólki og lært svo margt um samfélagið okkar sem mér var áður hulið. Dóttir mín var um tíma í stjórn félags hinsegin stúdenta – félagsins sem stofnað var að frumkvæði Baldurs Þórhallssonar og fleiri. Sjálf var ég um tíma formaður samtaka foreldra og aðstandenda samkynhneigðra, og tók við formennskunni af tengdamóður Baldurs. Ég er svo ofboðslega þakklát þeim mörgu sem ruddu brautina hér á Íslandi hvað varðar réttindamál, sýnileika og viðurkenningu samkynhneigðra og alls hinsegin fólks. Það kostaði mikil átök og miklar fórnir fjölmargra einstaklinga að komast þangað sem við sem samfélag erum í dag. Fyrir þátt Baldurs Þórhallssonar í þessari mannréttindabaráttu – og ekki síður fyrir að lyfta henni upp í tengslum við komandi forsetakosningar – finnst mér hann eiga skilið atkvæði mitt og allra þeirra sem láta sig hag hinsegin fólks varða. Áherslur Baldurs í kosningabaráttunni hugnast mér einnig vel. Málefni landsbyggðarinnar eru honum hugleikin. Hann vill setja mannréttindamál, málefni barna og ungmenna og annarra sem standa höllum fæti í samfélaginu á oddinn. Og auðvitað eru málefni og réttindi hinsegin fólks og fjölskyldna þeirra einnig í fyrirrúmi. En ég myndi líka kjósa Baldur þótt hann væri ekki hommi. Sem stjórnmálafræðingur er Baldur virtur fræðimaður, á Íslandi sem og á alþjóðlegum vettvangi. Hann gjörþekkir íslenska stjórnmálakerfið og hefur einnig yfirgripsmikla þekkingu á þeim ógnum og tækifærum sem Ísland sem smáríki stendur frammi fyrir. Á mann sem býr yfir slíkri þekkingu og nýtur slíkrar virðingar er hlustað, innanlands sem utan landsteinanna, og það skiptir máli þegar þörf er á að tala máli Íslands. Ég var nemandi Baldurs í HÍ þegar ég var í meistaranámi í opinberri stjórnsýslu fyrir hátt í tuttugu árum, og fékk hann til að leiðbeina mér í meistaraverkefninu. Það er sjálfsagt ekki auðvelt að leiðbeina nemanda sem er 10 árum eldri en kennarinn og þykist þar að auki vita allt um efnið, en Baldur reyndist frábær leiðbeinandi. Hann spurði gagnrýninna spurninga en sýndi einnig diplómatíska hæfileika. Hvort tveggja kostir sem forseti þarf að mínu viti að hafa. En mestu máli skiptir að forseti okkar sé góð, heiðarleg og umfram allt einlæg manneskja, sem þjóðin treystir. Baldur Þórhallsson er að mínu mati fremstur meðal margra álitlegra frambjóðenda. Ég kýs því Baldur. Höfundur er verkfræðingur.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar