RÚV hefur eftir kjörræðismanni Íslands í Bangkok, að beðið sé upplýsinga frá sjúkrahúsinu í Taílandi um líðan Íslendingsins.
Vélin var á leið frá London til Singapúr en lenti í Bangkok eftir að hafa lent í ókyrrð. Einn lést og eru tugir slasaðir. 229 voru um borð í vélinni sem er af gerð Boeing 777. Alls voru ríkisborgarar frá 56 löndum í vélinni, þar á meðal Íslendingurinn.
Farþegar í flugvél Singapore Airlines lýsa hrikalegum aðstæðum í mikilli ókyrrð í gær.
Fréttastofa kann ekki deili á Íslendingnum sem var á meðal farþega. Veistu um hvern ræðir? Við tökum við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is.