Sjáðu sprellimark Arnþórs Ara og öll hin mörkin úr Bestu deildinni í gær Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. maí 2024 11:30 Arnþór Ari Atlason jafnaði leikinn fyrir HK gegn Val með stórfurðulegu marki. Vísir/Bára Þrír leikir fóru fram í Bestu deild karla í gær. Breiðablik og Valur fögnuðu þar sigrum meðan Fram og ÍA skildu jöfn. Breiðablik-Stjarnan 2-1 Það tók Breiðablik ekki nema fimm mínútur að brjóta ísinn. Damir gerði vel í að vinna boltann í vörninni og heimamenn fóru í skyndisókn þar sem Viktor Karl Einarsson renndi boltanum inn fyrir vörn Stjörnunnar á Kristinn Steindórsson sem lét verja frá sér en Patrik Johannesen náði frákastinu og skoraði. Lokamínútur fyrri hálfleiks voru ansi fjörugur. Þvert gegn gangi leiksins komust Blikar í 2-0 þar sem mislukkuð klippa Patrik Johannesen endaði á því að Jason Daði Svanþórsson var fyrstur á boltann í teignum og skoraði. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks átti Damir Muminovic klaufalega tæklingu inn í teig og Örvar Eggertsson féll niður og fékk verðskuldaða vítaspyrnu. Emil Atlason skoraði úr vítaspyrnunni og minnkaði muninn í 2-1 sem varð lokaniðurstaða leiks. Klippa: Mörkin úr leik Breiðabliks og Stjörnunnar HK-Valur 1-2 Staðan markalaus í hálfleik en á 53. mínútu leiksins barst boltinn til Jónatans Inga eftir fyrirgjöf Tryggva Hrafns Haraldssonar og átti Jónatan í litlum vandræðum með að klára færið. Valsliðið var með öll völd á vellinum, en fengu samt klaufalegt mark á sig. Frederik Schram, markvörður Vals, reyndi að þruma boltanum upp völlinn. Hreinsun hans var hins vegar allt of lág en mjög föst og hafnaði í höfði Arnþórs Ara Atlasonar sem stóð tæpum 30 metrum frá marki. Þaðan skoppaði boltinn í net Valsmanna. Algjört sprellimark, sjón er sögu ríkari. Valsliði náði þó að hrista þennan skell af sér. Á 79. mínútu leiksins fékk Jónatan Ingi boltann fyrir utan miðjan teig HK og kom sér yfir á vinstri löppina sína. Mundaði hann skotfótinn og var skot hans hnitmiðað og staðan orðin 1-2 sem urðu lokatölur. Klippa: Mörkin úr leik HK og Vals Fram-ÍA 1-1 Eftir þónokkur frábær færi tókst Guðmundi Magnússyni loks að brjóta ísinn fyrir Fram á 65 mínútu þegar Framarar voru fljótir að hugsa, tóku innkast snöggt og Fred fann Guðmund á teignum. Tíu mínútum síðar jafnaði ÍA þegar frábær fyrirgjöf Guðfinns Þórs Leóssonar fann Viktor Jónsson á fjærstönginni sem skallaði boltann í netið. Lokaniðurstaða 1-1. Klippa: Mörkin úr leik Fram og ÍA Tengdar fréttir Uppgjörið, viðtöl og myndir: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Blikar minnkuðu forskot Víkinga Breiðablik vann 2-1 sigur gegn Stjörnunni á Kópavogsvelli. Öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik og þrátt fyrir að Stjarnan hafi skapað urmul af færum í seinni hálfleik tókst gestunum ekki að jafna. Uppgjör og viðtöl væntanleg. 21. maí 2024 22:00 Uppgjör: HK - Valur 1-2 | Þriðji sigur Vals í röð HK tók á móti Val í 7. umferð Bestu deildar karla í fótbolta en bæði lið höfðu unnið síðustu tvo leiki sína. Leikurinn var fínasta skemmtun og skoraði Arnþór Ari Atlason eitt af furðulegri mörkum sumarsins fyrir HK en Jónatan Ingi Jónsson tryggði Val sigurinn. 21. maí 2024 21:05 Uppgjörið og viðtöl: Fram 1-1 ÍA | Dýrkeypt klikk í lokin Fram og ÍA gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Uppgjör og viðtöl eru væntanleg. 21. maí 2024 21:40 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Sjá meira
Breiðablik-Stjarnan 2-1 Það tók Breiðablik ekki nema fimm mínútur að brjóta ísinn. Damir gerði vel í að vinna boltann í vörninni og heimamenn fóru í skyndisókn þar sem Viktor Karl Einarsson renndi boltanum inn fyrir vörn Stjörnunnar á Kristinn Steindórsson sem lét verja frá sér en Patrik Johannesen náði frákastinu og skoraði. Lokamínútur fyrri hálfleiks voru ansi fjörugur. Þvert gegn gangi leiksins komust Blikar í 2-0 þar sem mislukkuð klippa Patrik Johannesen endaði á því að Jason Daði Svanþórsson var fyrstur á boltann í teignum og skoraði. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks átti Damir Muminovic klaufalega tæklingu inn í teig og Örvar Eggertsson féll niður og fékk verðskuldaða vítaspyrnu. Emil Atlason skoraði úr vítaspyrnunni og minnkaði muninn í 2-1 sem varð lokaniðurstaða leiks. Klippa: Mörkin úr leik Breiðabliks og Stjörnunnar HK-Valur 1-2 Staðan markalaus í hálfleik en á 53. mínútu leiksins barst boltinn til Jónatans Inga eftir fyrirgjöf Tryggva Hrafns Haraldssonar og átti Jónatan í litlum vandræðum með að klára færið. Valsliðið var með öll völd á vellinum, en fengu samt klaufalegt mark á sig. Frederik Schram, markvörður Vals, reyndi að þruma boltanum upp völlinn. Hreinsun hans var hins vegar allt of lág en mjög föst og hafnaði í höfði Arnþórs Ara Atlasonar sem stóð tæpum 30 metrum frá marki. Þaðan skoppaði boltinn í net Valsmanna. Algjört sprellimark, sjón er sögu ríkari. Valsliði náði þó að hrista þennan skell af sér. Á 79. mínútu leiksins fékk Jónatan Ingi boltann fyrir utan miðjan teig HK og kom sér yfir á vinstri löppina sína. Mundaði hann skotfótinn og var skot hans hnitmiðað og staðan orðin 1-2 sem urðu lokatölur. Klippa: Mörkin úr leik HK og Vals Fram-ÍA 1-1 Eftir þónokkur frábær færi tókst Guðmundi Magnússyni loks að brjóta ísinn fyrir Fram á 65 mínútu þegar Framarar voru fljótir að hugsa, tóku innkast snöggt og Fred fann Guðmund á teignum. Tíu mínútum síðar jafnaði ÍA þegar frábær fyrirgjöf Guðfinns Þórs Leóssonar fann Viktor Jónsson á fjærstönginni sem skallaði boltann í netið. Lokaniðurstaða 1-1. Klippa: Mörkin úr leik Fram og ÍA
Tengdar fréttir Uppgjörið, viðtöl og myndir: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Blikar minnkuðu forskot Víkinga Breiðablik vann 2-1 sigur gegn Stjörnunni á Kópavogsvelli. Öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik og þrátt fyrir að Stjarnan hafi skapað urmul af færum í seinni hálfleik tókst gestunum ekki að jafna. Uppgjör og viðtöl væntanleg. 21. maí 2024 22:00 Uppgjör: HK - Valur 1-2 | Þriðji sigur Vals í röð HK tók á móti Val í 7. umferð Bestu deildar karla í fótbolta en bæði lið höfðu unnið síðustu tvo leiki sína. Leikurinn var fínasta skemmtun og skoraði Arnþór Ari Atlason eitt af furðulegri mörkum sumarsins fyrir HK en Jónatan Ingi Jónsson tryggði Val sigurinn. 21. maí 2024 21:05 Uppgjörið og viðtöl: Fram 1-1 ÍA | Dýrkeypt klikk í lokin Fram og ÍA gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Uppgjör og viðtöl eru væntanleg. 21. maí 2024 21:40 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Sjá meira
Uppgjörið, viðtöl og myndir: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Blikar minnkuðu forskot Víkinga Breiðablik vann 2-1 sigur gegn Stjörnunni á Kópavogsvelli. Öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik og þrátt fyrir að Stjarnan hafi skapað urmul af færum í seinni hálfleik tókst gestunum ekki að jafna. Uppgjör og viðtöl væntanleg. 21. maí 2024 22:00
Uppgjör: HK - Valur 1-2 | Þriðji sigur Vals í röð HK tók á móti Val í 7. umferð Bestu deildar karla í fótbolta en bæði lið höfðu unnið síðustu tvo leiki sína. Leikurinn var fínasta skemmtun og skoraði Arnþór Ari Atlason eitt af furðulegri mörkum sumarsins fyrir HK en Jónatan Ingi Jónsson tryggði Val sigurinn. 21. maí 2024 21:05
Uppgjörið og viðtöl: Fram 1-1 ÍA | Dýrkeypt klikk í lokin Fram og ÍA gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Uppgjör og viðtöl eru væntanleg. 21. maí 2024 21:40