Olía á eld átaka Hópur fólks í Íslenska náttúruverndarsjóðnum skrifar 22. maí 2024 09:15 Eins ótrúlega sorglega og það hljómar er raunveruleg hætta á að stjórnvöld ætli að endurtaka sömu alvarlegu mistök og þau voru vöruð við að væru yfirvofandi vorið 2019 þegar sett voru ný lög um fiskeldi. Um þá löggjöf segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra nú: „Greinin og lagaramminn eins og hann er í dag er algjörlega óásættanlegur.“ Virðist ráðherrann vera búinn að steingleyma því að það var ríkisstjórn hennar sem setti lögin og mótaði það sem hún kallar nú réttilega óásættanlegt umhverfi. Ekki hlustað Við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum og fleiri vöruðum í umsögnum og frammi fyrir þingnefndum vorið 2019 við því að sú löggjöf um fiskeldi sem þá var til meðferðar á Alþingi yrði staðfest. Ekki var hlustað á okkur þá. Nú virðist leikurinn ætla að endurtaka sig Matvælaráðherra virðist vera harðákveðinn í því að gera sömu ömurlegu mistökin með því að keyra í gegn ný lög um sjókvíaeldi sem taka engan veginn á djúpstæðum vanda þessa mengandi og skaðlega iðnaðar. Í lagareldisfrumvarpinu, sem þrír ráðherrar VG hafa sett fingraför sín á: Svandís Svavarsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Bjarkey Olsen, skortir lágmarksvernd fyrir villta laxastofna, vistkerfi Íslands og velferð eldislaxanna.Það er óásættanlegt að sitja undir þeim öfugmælavísum sem ráðherrann hefur boðið upp á í viðtölum við fjölmiðla undanfarið þegar hún segir að frumvarpið sé til hagsbóta fyrir vistkerfið, umhverfið og verndun villta laxastofnsins. Ekkert af þessu er rétt. Vinnubrögð ráðuneytisfólks rannsóknarefni Vinnubrögðin við þetta frumvarp þriggja ráðherra VG eru út af fyrir sig orðin sérstakt rannsóknarefni. Starfsmenn Matvælaráðuneytsins ákváðu til dæmis að fella burt mikilvæg grundvallarákvæði um tímabindingu leyfa og viðurlög við því að þegar fyrirtækin láta eldislaxa sleppa. Var það gert á grundvelli lögfræðiálita sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) fékk lögfræðistofurnar Lex og Logos til að vinna fyrir sig, Lét ráðuneytisfólkið þar undan þrýstingi SFS þrátt fyrir að hafa eigið lögfræðiálit, unnið fyrir ráðuneytið, sem beinlínis sýndi fram á að tímabinding leyfa væri skynsamleg og að styrkur lagagrundvöllur er fyrir rúmum viðurlögum stjórnvalda til að afturkalla rekstrarleyfi sjókvíaeldisfyrirtækjanna. Meðal lykilhöfunda frumvarpsins eru fyrrum framkvæmdastjóri SFS og fyrrum hagfræðingur hjá SFS, en nú starfsfólk í ráðuneytinu. Eftir að hafa orðið vitni að þessum vinnubrögðum er óhjákvæmilegt annað en að velta fyrir sér hversu skynsamlegt það er að fela fólki, sem hefur mótast í starfi við sérhagsmunagæslu, að gæta hagsmuna almennings gagnvart sömu samtökum og það starfaði áður hjá. Stórslys Vissulega eru lögin sem nú gilda vond en að keyra í gegn þetta frumvarp væri stórslys. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunni eru 69 prósent þjóðarinnar andvíg sjókvíaeldi á laxi. Aðeins um aðeins 10 prósent eru hlynnt þessari starfsemi. Við trúum því ekki að Alþingi sé svo úr tengslum við þjóð sína að það taki ekki mark á þessum áhyggjum. Eina vitið er að draga frumvarpið til baka og vinna málið af þeirri virðingu sem lífríki og náttúra Íslands á skilið. Án grundvallarbreytinga er þetta frumvarp olía á eld átaka. Það mun heimila sjókvíaeldisfyrirtækjunum áfram að skaða lífríki og umhverfi landsins vegna skorts á grundvallarskilyrðum til verndar náttúrunni. Við vonum innilega að hlustað verði á varnaðarorð okkar í þetta skiptið. Fyrir hönd Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Freyr Frostason, Hrefna Sætran, Inga Lind Karlsdóttir, Ingólfur Ásgeirsson, Jón Kaldal, Lilja Einarsdóttir, Ragna Sif Þórsdóttir, Vala Árnadóttir og Örn Kjartansson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Eins ótrúlega sorglega og það hljómar er raunveruleg hætta á að stjórnvöld ætli að endurtaka sömu alvarlegu mistök og þau voru vöruð við að væru yfirvofandi vorið 2019 þegar sett voru ný lög um fiskeldi. Um þá löggjöf segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra nú: „Greinin og lagaramminn eins og hann er í dag er algjörlega óásættanlegur.“ Virðist ráðherrann vera búinn að steingleyma því að það var ríkisstjórn hennar sem setti lögin og mótaði það sem hún kallar nú réttilega óásættanlegt umhverfi. Ekki hlustað Við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum og fleiri vöruðum í umsögnum og frammi fyrir þingnefndum vorið 2019 við því að sú löggjöf um fiskeldi sem þá var til meðferðar á Alþingi yrði staðfest. Ekki var hlustað á okkur þá. Nú virðist leikurinn ætla að endurtaka sig Matvælaráðherra virðist vera harðákveðinn í því að gera sömu ömurlegu mistökin með því að keyra í gegn ný lög um sjókvíaeldi sem taka engan veginn á djúpstæðum vanda þessa mengandi og skaðlega iðnaðar. Í lagareldisfrumvarpinu, sem þrír ráðherrar VG hafa sett fingraför sín á: Svandís Svavarsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Bjarkey Olsen, skortir lágmarksvernd fyrir villta laxastofna, vistkerfi Íslands og velferð eldislaxanna.Það er óásættanlegt að sitja undir þeim öfugmælavísum sem ráðherrann hefur boðið upp á í viðtölum við fjölmiðla undanfarið þegar hún segir að frumvarpið sé til hagsbóta fyrir vistkerfið, umhverfið og verndun villta laxastofnsins. Ekkert af þessu er rétt. Vinnubrögð ráðuneytisfólks rannsóknarefni Vinnubrögðin við þetta frumvarp þriggja ráðherra VG eru út af fyrir sig orðin sérstakt rannsóknarefni. Starfsmenn Matvælaráðuneytsins ákváðu til dæmis að fella burt mikilvæg grundvallarákvæði um tímabindingu leyfa og viðurlög við því að þegar fyrirtækin láta eldislaxa sleppa. Var það gert á grundvelli lögfræðiálita sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) fékk lögfræðistofurnar Lex og Logos til að vinna fyrir sig, Lét ráðuneytisfólkið þar undan þrýstingi SFS þrátt fyrir að hafa eigið lögfræðiálit, unnið fyrir ráðuneytið, sem beinlínis sýndi fram á að tímabinding leyfa væri skynsamleg og að styrkur lagagrundvöllur er fyrir rúmum viðurlögum stjórnvalda til að afturkalla rekstrarleyfi sjókvíaeldisfyrirtækjanna. Meðal lykilhöfunda frumvarpsins eru fyrrum framkvæmdastjóri SFS og fyrrum hagfræðingur hjá SFS, en nú starfsfólk í ráðuneytinu. Eftir að hafa orðið vitni að þessum vinnubrögðum er óhjákvæmilegt annað en að velta fyrir sér hversu skynsamlegt það er að fela fólki, sem hefur mótast í starfi við sérhagsmunagæslu, að gæta hagsmuna almennings gagnvart sömu samtökum og það starfaði áður hjá. Stórslys Vissulega eru lögin sem nú gilda vond en að keyra í gegn þetta frumvarp væri stórslys. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunni eru 69 prósent þjóðarinnar andvíg sjókvíaeldi á laxi. Aðeins um aðeins 10 prósent eru hlynnt þessari starfsemi. Við trúum því ekki að Alþingi sé svo úr tengslum við þjóð sína að það taki ekki mark á þessum áhyggjum. Eina vitið er að draga frumvarpið til baka og vinna málið af þeirri virðingu sem lífríki og náttúra Íslands á skilið. Án grundvallarbreytinga er þetta frumvarp olía á eld átaka. Það mun heimila sjókvíaeldisfyrirtækjunum áfram að skaða lífríki og umhverfi landsins vegna skorts á grundvallarskilyrðum til verndar náttúrunni. Við vonum innilega að hlustað verði á varnaðarorð okkar í þetta skiptið. Fyrir hönd Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Freyr Frostason, Hrefna Sætran, Inga Lind Karlsdóttir, Ingólfur Ásgeirsson, Jón Kaldal, Lilja Einarsdóttir, Ragna Sif Þórsdóttir, Vala Árnadóttir og Örn Kjartansson.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun