„Ágæt regla fyrir varnarmenn að standa í lappirnar“ Andri Már Eggertsson skrifar 21. maí 2024 21:52 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, þakkar Jökli Elísabetarsyni, þjálfara Stjörnunnar, fyrir leikinn Vísir/Pawel Cieslikiewicz Breiðablik vann 2-1 sigur gegn Stjörnunni í 7. umferð Bestu deildar karla. Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með stigin þrjú eftir leik. „Það var ljúft að vinna. Þetta endaði þannig að við þurftum að halda þetta út. Það var of langur tími að gera það í 15-20 mínútur. Mér fannst við koma sterkir inn í seinni hálfleikinn og komum okkur í færi til að skora fleiri mörk en náðum því ekki. Við vorum að mæta sterku liði sem henti öllu fram undir lokin og við þurftum að hafa fyrir hlutunum og gerðum það vel,“ sagði Halldór í samtali við Vísi og bætti við að þetta hafi verið sætur sigur. Bæði mörk Breiðabliks komu í fyrri hálfleik og Halldór var ánægður með spilið hjá sínu liði sem skilaði tveimur mörkum. „Mörkin komu eftir frábærar sóknir. Mér fannst við byrja leikinn vel og vorum með góða stjórn á leiknum og komum okkur í góðar stöður og ég var ánægður með það. Um miðjan fyrri hálfleik fannst mér við fara að verja 1-0 forskot en þetta var opinn og skemmtilegur leikur.“ Eina mark Stjörnunnar kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks og Halldór viðurkenndi að það var þungt farandi inn í hálfleik. „Þetta fræga þriðja mark kom rétt fyrir hálfleik. Markið kom úr uppspili þar sem við vorum með klippurnar klárar í hálfleik og það var svekkjandi. Eftir að þeir spiluðu í gegnum fyrstu pressuna áttum við að gera betur og það er mikil munur á 2-0 og 2-1 þannig að það var svekkjandi að vera ekki með tveggja marka forskot í hálfleik.“ Damir Muminovic gerðist brotlegur inn í teig og fékk á sig vítaspyrnu. Damir tæklaði Örvar Eggertsson og Halldór hefði viljað sjá hann standa í lappirnar. „Það er ágæt regla fyrir varnarmenn að standa í lappirnar. Hann veit það sjálfur en stundum í hita leiksins þá gleymist það og þetta var klaufalegt og óþarfi en vandamálið byrjaði ofar í pressunni.“ Stjarnan fékk þó nokkur færi til þess að jafna leikinn undir lokin og Halldór viðurkenndi að hann hafi verið orðinn stressaður á hliðarlínunni. „Mér fannst þetta of langur tími. Auðvitað er það þannig að maður er stressaður á hliðarlínunni þegar að maður er lítið með boltann en raunverulega voru þeir ekki að skapa mikið og mér fannst við standa þetta vel af okkur en þetta var of langur tími. Þegar að við unnum boltann hefðum við átt að halda betur í hann en við lærum af því og höldum áfram,“ sagði Halldór að lokum. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira
„Það var ljúft að vinna. Þetta endaði þannig að við þurftum að halda þetta út. Það var of langur tími að gera það í 15-20 mínútur. Mér fannst við koma sterkir inn í seinni hálfleikinn og komum okkur í færi til að skora fleiri mörk en náðum því ekki. Við vorum að mæta sterku liði sem henti öllu fram undir lokin og við þurftum að hafa fyrir hlutunum og gerðum það vel,“ sagði Halldór í samtali við Vísi og bætti við að þetta hafi verið sætur sigur. Bæði mörk Breiðabliks komu í fyrri hálfleik og Halldór var ánægður með spilið hjá sínu liði sem skilaði tveimur mörkum. „Mörkin komu eftir frábærar sóknir. Mér fannst við byrja leikinn vel og vorum með góða stjórn á leiknum og komum okkur í góðar stöður og ég var ánægður með það. Um miðjan fyrri hálfleik fannst mér við fara að verja 1-0 forskot en þetta var opinn og skemmtilegur leikur.“ Eina mark Stjörnunnar kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks og Halldór viðurkenndi að það var þungt farandi inn í hálfleik. „Þetta fræga þriðja mark kom rétt fyrir hálfleik. Markið kom úr uppspili þar sem við vorum með klippurnar klárar í hálfleik og það var svekkjandi. Eftir að þeir spiluðu í gegnum fyrstu pressuna áttum við að gera betur og það er mikil munur á 2-0 og 2-1 þannig að það var svekkjandi að vera ekki með tveggja marka forskot í hálfleik.“ Damir Muminovic gerðist brotlegur inn í teig og fékk á sig vítaspyrnu. Damir tæklaði Örvar Eggertsson og Halldór hefði viljað sjá hann standa í lappirnar. „Það er ágæt regla fyrir varnarmenn að standa í lappirnar. Hann veit það sjálfur en stundum í hita leiksins þá gleymist það og þetta var klaufalegt og óþarfi en vandamálið byrjaði ofar í pressunni.“ Stjarnan fékk þó nokkur færi til þess að jafna leikinn undir lokin og Halldór viðurkenndi að hann hafi verið orðinn stressaður á hliðarlínunni. „Mér fannst þetta of langur tími. Auðvitað er það þannig að maður er stressaður á hliðarlínunni þegar að maður er lítið með boltann en raunverulega voru þeir ekki að skapa mikið og mér fannst við standa þetta vel af okkur en þetta var of langur tími. Þegar að við unnum boltann hefðum við átt að halda betur í hann en við lærum af því og höldum áfram,“ sagði Halldór að lokum.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira