Styrk hönd og fim Torfi H. Tulinius skrifar 22. maí 2024 08:31 Forsetaframbjóðendurnir eru flestallir geðþekkt fólk sem koma úr mörgum geirum þjóðfélagsins. Í hópnum eru m.a. fegurðardís, lögmaður, fræðimaður, skemmtikraftur, sjómaður og leikkona, að ógleymdum embættismönnum sem sinna mikilvægum störfum fyrir almenning. Öll hafa þau eitthvað til brunns að bera. Einn þeirra stendur þó upp úr og eru fyrir því margar ástæður. Katrín Jakobsdóttir hefur sýnt og sannað á ferli sínum að hún hefur framar öðrum þá kosti sem prýða þurfa forseta lýðveldisins. Sem alþingismaður og ráðherra hefur hún áralanga reynslu af stjórnkerfinu, bæði löggjafarþinginu og framkvæmdavaldinu. Hún hefur bæði verið í stjórnarandstöðu og stjórn, m.a. á tímum þegar virkilega hefur gefið á bátinn í þjóðlífinu, á árunum eftir hrun en líka síðar, sem forsætisráðherra, þegar samfélagið þurfti að takast á við farsóttir og náttúruhamfarir. Þegar okkar tímar verða gerðir upp af sagnfræðingum framtíðarinnar munu þeir vafalítið sjá hvað sú hönd sem stýrði þjóðarskútunni í þessum ólgusjó var bæði styrk og fim. Það var Katrín sem hélt um stýrið með miklum sóma. Eðlislæg greind hennar samfara mikilli reynslu, margháttuð tengsl hennar í þjóðfélaginu, hæfileikinn til að ná til fólks, og það traust sem hún ávinnur sér hjá viðmælendum sínum með látlausri og heiðarlegri framkomu, allt þetta hefur skipt máli við að ná þeim árangri sem hún hefur sannarlega náð sem forystumaður í landsmálum. Ýmsir urðu hvumsa, þar á meðal sá sem þetta ritar, þegar Katrín myndaði stjórn með Sjálfstæðisflokknum 2017 og aftur 2021. Það voru fáir eða engir aðrir kostir í boði og ávinningurinn af setu hennar í stjórninni er ótvíræður, bæði í umhverfismálum og kjaramálum alþýðu, en hvað báða þessa málaflokka varðar er enginn vafi á því að þær framfarir sem orðið hafa þar eru Katrínu og flokki hennar að þakka. Enn meira máli skiptir þó að myndun þessarar ríkisstjórnar vann gegn óheillaþróun sem hófst á árunum eftir hrun og hefur sett mark sitt á mörg önnur þjóðfélög á síðari árum. Það er hin mikla skautun umræðunnar, til að mynda í Bandaríkjunum, þar sem fólk á öndverðum meiði getur ekki einu sinni talað saman, hvað þá tekið sameiginlegar ákvarðanir. Hvað sem annað verður sagt um stjórnarmyndunina 2017, þá sneri hún þessari þróun við hér á landi. Katrín Jakobsdóttir getur nefnilega talað við alla. Falleg framkoma hennar, greind og samskiptahæfni sameinar fólk en sundrar ekki. Hún hefur ítrekað lyft umræðunni og forðað okkur frá því að lenda ofan í fánýtum pólitískum skotgröfum. Því mun ég greiða henni atkvæði mitt þann 1. júní nk. og hvet alla til að gera slíkt hið sama. Höfundur er prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Forsetaframbjóðendurnir eru flestallir geðþekkt fólk sem koma úr mörgum geirum þjóðfélagsins. Í hópnum eru m.a. fegurðardís, lögmaður, fræðimaður, skemmtikraftur, sjómaður og leikkona, að ógleymdum embættismönnum sem sinna mikilvægum störfum fyrir almenning. Öll hafa þau eitthvað til brunns að bera. Einn þeirra stendur þó upp úr og eru fyrir því margar ástæður. Katrín Jakobsdóttir hefur sýnt og sannað á ferli sínum að hún hefur framar öðrum þá kosti sem prýða þurfa forseta lýðveldisins. Sem alþingismaður og ráðherra hefur hún áralanga reynslu af stjórnkerfinu, bæði löggjafarþinginu og framkvæmdavaldinu. Hún hefur bæði verið í stjórnarandstöðu og stjórn, m.a. á tímum þegar virkilega hefur gefið á bátinn í þjóðlífinu, á árunum eftir hrun en líka síðar, sem forsætisráðherra, þegar samfélagið þurfti að takast á við farsóttir og náttúruhamfarir. Þegar okkar tímar verða gerðir upp af sagnfræðingum framtíðarinnar munu þeir vafalítið sjá hvað sú hönd sem stýrði þjóðarskútunni í þessum ólgusjó var bæði styrk og fim. Það var Katrín sem hélt um stýrið með miklum sóma. Eðlislæg greind hennar samfara mikilli reynslu, margháttuð tengsl hennar í þjóðfélaginu, hæfileikinn til að ná til fólks, og það traust sem hún ávinnur sér hjá viðmælendum sínum með látlausri og heiðarlegri framkomu, allt þetta hefur skipt máli við að ná þeim árangri sem hún hefur sannarlega náð sem forystumaður í landsmálum. Ýmsir urðu hvumsa, þar á meðal sá sem þetta ritar, þegar Katrín myndaði stjórn með Sjálfstæðisflokknum 2017 og aftur 2021. Það voru fáir eða engir aðrir kostir í boði og ávinningurinn af setu hennar í stjórninni er ótvíræður, bæði í umhverfismálum og kjaramálum alþýðu, en hvað báða þessa málaflokka varðar er enginn vafi á því að þær framfarir sem orðið hafa þar eru Katrínu og flokki hennar að þakka. Enn meira máli skiptir þó að myndun þessarar ríkisstjórnar vann gegn óheillaþróun sem hófst á árunum eftir hrun og hefur sett mark sitt á mörg önnur þjóðfélög á síðari árum. Það er hin mikla skautun umræðunnar, til að mynda í Bandaríkjunum, þar sem fólk á öndverðum meiði getur ekki einu sinni talað saman, hvað þá tekið sameiginlegar ákvarðanir. Hvað sem annað verður sagt um stjórnarmyndunina 2017, þá sneri hún þessari þróun við hér á landi. Katrín Jakobsdóttir getur nefnilega talað við alla. Falleg framkoma hennar, greind og samskiptahæfni sameinar fólk en sundrar ekki. Hún hefur ítrekað lyft umræðunni og forðað okkur frá því að lenda ofan í fánýtum pólitískum skotgröfum. Því mun ég greiða henni atkvæði mitt þann 1. júní nk. og hvet alla til að gera slíkt hið sama. Höfundur er prófessor.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun