Tvenna Orra Steins dugði ekki og titilvonir FCK úr sögunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2024 19:35 Orri Steinn skilaði boltanum tvívegis í netið í dag en það dugði skammt. Ulrik Pedersen/Getty Images Titilvonir FC Kaupmannahafnar eru úr sögunni eftir óvænt 3-2 tap gegn AGF á útivelli í næstsíðustu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Orri Steinn Óskarsson skoraði bæði mörk FCK í kvöld en liðið er fjórum stigum á eftir Bröndby og Midtjylland þegar ein umferð er til loka tímabilsins. Fyrir leik var ljóst að FCK þurfti að vinna til að eiga enn möguleika á að verja titilinn. Gestirnir fögnuðu því vel og innilega þegar Orri Steinn kom FCK yfir í Árósum í kvöld. Það entist þó ekki lengi þar sem Mikael Neville Anderson lagði boltann á Mads Madsen aðeins tveimur mínútum síðar og staðan orðin 1-1. Madsen bætti svo við öðru marki sínu eftir tæpan hálftíma og fullkomnaði þrennu sína í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Staðan 3-1 í hálfleik og titilvonir FCK svo gott sem úr sögunni. Orri Steinn minnkaði muninn þegar tíu mínútur lifðu leiks, hans 14. mark í öllum keppnum á leiktíðinni. Nær komust gestirnir hins vegar ekki og lokatölur 3-2 AGF í vil. Bæði Mikael og Orri Steinn spiluðu allan leikinn og Rúnar Alex Rúnarsson sat á varamannabekk FCK. Sæsonens sidste udekamp endte med den anden store skuffelse på stribe, da AGF trods en tidlig FCK-føring vandt 3-2. Dermed kan vi ikke længere forsvare DM-guldet fra i fjor og nu venter en uhyre vigtig kamp mod FCN søndag i Parken #fcklive https://t.co/4xqT2Pzwy2— F.C. København (@FCKobenhavn) May 21, 2024 Fyrir lokaumferð deildarinnar eru Bröndby og Midtjylland jöfn á toppnum með 62 stig. FCK er með 58 stig og Nordsjælland er sæti neðar með 57 stig. Þriðja sætið veitir þátttöku í Sambandsdeild Evrópu á næstu leiktíð en FCK og Nordsjælland mætast í lokaumferðinni. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Fyrir leik var ljóst að FCK þurfti að vinna til að eiga enn möguleika á að verja titilinn. Gestirnir fögnuðu því vel og innilega þegar Orri Steinn kom FCK yfir í Árósum í kvöld. Það entist þó ekki lengi þar sem Mikael Neville Anderson lagði boltann á Mads Madsen aðeins tveimur mínútum síðar og staðan orðin 1-1. Madsen bætti svo við öðru marki sínu eftir tæpan hálftíma og fullkomnaði þrennu sína í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Staðan 3-1 í hálfleik og titilvonir FCK svo gott sem úr sögunni. Orri Steinn minnkaði muninn þegar tíu mínútur lifðu leiks, hans 14. mark í öllum keppnum á leiktíðinni. Nær komust gestirnir hins vegar ekki og lokatölur 3-2 AGF í vil. Bæði Mikael og Orri Steinn spiluðu allan leikinn og Rúnar Alex Rúnarsson sat á varamannabekk FCK. Sæsonens sidste udekamp endte med den anden store skuffelse på stribe, da AGF trods en tidlig FCK-føring vandt 3-2. Dermed kan vi ikke længere forsvare DM-guldet fra i fjor og nu venter en uhyre vigtig kamp mod FCN søndag i Parken #fcklive https://t.co/4xqT2Pzwy2— F.C. København (@FCKobenhavn) May 21, 2024 Fyrir lokaumferð deildarinnar eru Bröndby og Midtjylland jöfn á toppnum með 62 stig. FCK er með 58 stig og Nordsjælland er sæti neðar með 57 stig. Þriðja sætið veitir þátttöku í Sambandsdeild Evrópu á næstu leiktíð en FCK og Nordsjælland mætast í lokaumferðinni.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira