Ekki á heimleið: „Á inni nokkur ár á háu stigi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. maí 2024 08:00 Jóhann Berg spilaði lokaleik sinn fyrir þá vínrauðu um helgina. Getty Jóhann Berg Guðmundsson kvaddi Burnley á Englandi um helgina eftir átta ára dvöl. Brottför hans átti sér skamman aðdraganda en hann ákvað sjálfur að slíta samstarfinu. Óvíst er hvað tekur við. Burnley mætti Nottingham Forest í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag en liðið var þegar fallið úr deildinni fyrir leikinn. Jóhann Berg kom inn af varamannabekk liðsins í hálfleik og spilaði til loka. Hann segir hafa verið sérstakt að fá að kveðja aðdáendur liðsins á heimavellinum Turf Moor. „Ég bjóst ekki við að koma inn í hálfleik og var eiginlega hálf pirraður yfir því,“ segir Jóhann brosandi. „Hann hefði bara átt að byrja mér eða koma seinna inn. Það var bara einhver ákvörðun sem hann ákvað að taka á þessum tímapunkti.“ „En þegar maður kom inn á klöppuðu áhorfendurnir fyrir manni og maður fann ástina frá þeim. Auðvitað er maður búinn að gefa gjörsamlega allt fyrir Burnley síðustu ár í gegnum upp og niður tíma líka. Maður hefur átt í erfiðleikum með meiðsli og þeir alltaf staðið við bakið á mér,“ „Svo voru þarna góðir tímar sem við höfum átt saman. Að komast í Evrópudeildina, að spila í ensku úrvalsdeildinni öll þessi ár og svo líka þegar við fórum niður, að vinna Championship deildina var frábært líka. Það var æðislegt að fá að klára þennan hluta míns ferils á Turf Moor,“ Þjálfarinn fór í aðra átt svo Jóhann fer á brott Samningur Jóhanns rennur út í sumar og einhverjar samræður um framlengingu höfðu átt sér stað. Hann ákvað hins vegar sjálfur að endurnýja ekki á föstudaginn síðasta og ætlar sér að róa á önnur mið. Jóhann verður 34 ára í október og segist enn eiga nokkur góð ár eftir á háu stigi. „Ég er búinn að vera þarna í átta ár og finnst ég eiga nóg inni, nokkur ár á háu stigi. Mér fannst spiltíminn seinni hluta tímabilsins var ekki eitthvað sem ég var sáttur við. Mér fannst ég klárlega eiga heima í þessu liði,“ „Hann (þjálfarinn) ákvað að fara í aðra átt, yngri leikmenn og öðruvísi leikmenn en mig. Ég var ekki sammála því, en það er bara hans ákvörðun og allt í góðu með það. Þannig að ég ákvað að þetta væri mitt síðasta ár með Burnley. Ég hef átt þarna frábæra tíma og vonandi á ég fram undan frábæra tíma annars staðar.“ En það er enginn séns á því að Jóhann Berg sé á heimleið? „Nei,“ segir Jóhann hlægjandi. „Það er mjög ólíklegt að ég sé á leiðinni heim. En hvað veit maður nema maður mæti í grænu treyjuna, hver veit.“ Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Sjá meira
Burnley mætti Nottingham Forest í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag en liðið var þegar fallið úr deildinni fyrir leikinn. Jóhann Berg kom inn af varamannabekk liðsins í hálfleik og spilaði til loka. Hann segir hafa verið sérstakt að fá að kveðja aðdáendur liðsins á heimavellinum Turf Moor. „Ég bjóst ekki við að koma inn í hálfleik og var eiginlega hálf pirraður yfir því,“ segir Jóhann brosandi. „Hann hefði bara átt að byrja mér eða koma seinna inn. Það var bara einhver ákvörðun sem hann ákvað að taka á þessum tímapunkti.“ „En þegar maður kom inn á klöppuðu áhorfendurnir fyrir manni og maður fann ástina frá þeim. Auðvitað er maður búinn að gefa gjörsamlega allt fyrir Burnley síðustu ár í gegnum upp og niður tíma líka. Maður hefur átt í erfiðleikum með meiðsli og þeir alltaf staðið við bakið á mér,“ „Svo voru þarna góðir tímar sem við höfum átt saman. Að komast í Evrópudeildina, að spila í ensku úrvalsdeildinni öll þessi ár og svo líka þegar við fórum niður, að vinna Championship deildina var frábært líka. Það var æðislegt að fá að klára þennan hluta míns ferils á Turf Moor,“ Þjálfarinn fór í aðra átt svo Jóhann fer á brott Samningur Jóhanns rennur út í sumar og einhverjar samræður um framlengingu höfðu átt sér stað. Hann ákvað hins vegar sjálfur að endurnýja ekki á föstudaginn síðasta og ætlar sér að róa á önnur mið. Jóhann verður 34 ára í október og segist enn eiga nokkur góð ár eftir á háu stigi. „Ég er búinn að vera þarna í átta ár og finnst ég eiga nóg inni, nokkur ár á háu stigi. Mér fannst spiltíminn seinni hluta tímabilsins var ekki eitthvað sem ég var sáttur við. Mér fannst ég klárlega eiga heima í þessu liði,“ „Hann (þjálfarinn) ákvað að fara í aðra átt, yngri leikmenn og öðruvísi leikmenn en mig. Ég var ekki sammála því, en það er bara hans ákvörðun og allt í góðu með það. Þannig að ég ákvað að þetta væri mitt síðasta ár með Burnley. Ég hef átt þarna frábæra tíma og vonandi á ég fram undan frábæra tíma annars staðar.“ En það er enginn séns á því að Jóhann Berg sé á heimleið? „Nei,“ segir Jóhann hlægjandi. „Það er mjög ólíklegt að ég sé á leiðinni heim. En hvað veit maður nema maður mæti í grænu treyjuna, hver veit.“
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Sjá meira