Fremst meðal jafningja: Halla Tómasdóttir á Bessastaði Birna Jónsdóttir skrifar 21. maí 2024 11:32 Mikilvægt er að við nýtum lýðræðislegan rétt okkar til að velja okkur forseta, að við kynnum okkur frambjóðendurna og fyrir hvað þeir standa. Ef þið eruð ekki sannfærð eða eruð ennþá óákveðin, gefið ykkur tíma til að skoða fyrir hvað Halla Tómasdóttir stendur og hverju hún hefur áorkað. Hún er óumdeild, farsæl, engum háð, og ekki flækt í vef íslenskra stjórnmála. Hún er með yfirgripsmikla reynslu úr atvinnulífinu bæði hér og erlendis, bæði sem frumkvöðull og stjórnandi. Hún hefur undanfarin ár varið kröftum sínum í að fá fyrirtæki á alþjóðlegum vettvangi til að fara betur með auðlindir, fólk og fjármuni. Í því ljósi er Höllu Tómasdóttur annt um kynslóðajafnrétti, að okkar kynslóð skilji við umhverfið í a.m.k. jafn góðum eða betri aðstæðum fyrir yngri kynslóðir, svo þær geti gengið að þeim vísum og nýtt sér á sama hátt og við. Þessi vinna skilaði henni nýverið á lista Reuters fréttastofunnar yfir 20 framsæknustu kvenbrautryðjendur í loftslagsmálum á heimsvísu. Mér er hulið af hverju það náði ekki athygli íslenskra fjölmiðla. Á undanförnum vikum hefur Halla Tómasdóttir margfaldað fylgið sitt. Það er athyglisvert að eftir góða kosningu 2016 virðist hún hafa þurft að sanna sig upp á nýtt í hugum Íslendinga. Hún er á góðri leið með það sem verður að teljast mikið afrek. Það hefur verið ævintýri líkast að vinna að framboði Höllu Tómasdóttur undanfarnar vikur og finna meðbyrinn aukast jafnt og þétt. Það er ljóst að Íslendingum er annt um hver verður næsti forseti og ætla að kynna sér frambjóðendur vel. Fylgisaukningu Höllu Tómasdóttur má einmitt rekja til kjósenda sem hafa kynnt sér frambjóðendur vel, hafa gefið sér tíma til að hlusta á hana, kynnt sér fyrir hvað hún stendur og hverju hún hefur áorkað. Það er kominn tími til að kona fái lyklavöldin aftur á Bessastöðum og Halla Tómasdóttir er hæfust þeirra kvenna sem bjóða sig fram. Enginn frambjóðenda hefur viðlíka reynslu af atvinnulífi og menntamálum. Í könnun um daginn kom fram að heiðarleiki og einlægni séu þeir eiginleikar sem séu mikilvægastir í fari forseta Íslands. Ef þú kýst þessa mannkosti og bætir við ótæmandi ástríðu er Halla Tómasdóttir forsetinn þinn. Hún er líka skemmtileg og það er vanmetinn eiginleiki sem sæmir forseta okkar vel. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægt er að við nýtum lýðræðislegan rétt okkar til að velja okkur forseta, að við kynnum okkur frambjóðendurna og fyrir hvað þeir standa. Ef þið eruð ekki sannfærð eða eruð ennþá óákveðin, gefið ykkur tíma til að skoða fyrir hvað Halla Tómasdóttir stendur og hverju hún hefur áorkað. Hún er óumdeild, farsæl, engum háð, og ekki flækt í vef íslenskra stjórnmála. Hún er með yfirgripsmikla reynslu úr atvinnulífinu bæði hér og erlendis, bæði sem frumkvöðull og stjórnandi. Hún hefur undanfarin ár varið kröftum sínum í að fá fyrirtæki á alþjóðlegum vettvangi til að fara betur með auðlindir, fólk og fjármuni. Í því ljósi er Höllu Tómasdóttur annt um kynslóðajafnrétti, að okkar kynslóð skilji við umhverfið í a.m.k. jafn góðum eða betri aðstæðum fyrir yngri kynslóðir, svo þær geti gengið að þeim vísum og nýtt sér á sama hátt og við. Þessi vinna skilaði henni nýverið á lista Reuters fréttastofunnar yfir 20 framsæknustu kvenbrautryðjendur í loftslagsmálum á heimsvísu. Mér er hulið af hverju það náði ekki athygli íslenskra fjölmiðla. Á undanförnum vikum hefur Halla Tómasdóttir margfaldað fylgið sitt. Það er athyglisvert að eftir góða kosningu 2016 virðist hún hafa þurft að sanna sig upp á nýtt í hugum Íslendinga. Hún er á góðri leið með það sem verður að teljast mikið afrek. Það hefur verið ævintýri líkast að vinna að framboði Höllu Tómasdóttur undanfarnar vikur og finna meðbyrinn aukast jafnt og þétt. Það er ljóst að Íslendingum er annt um hver verður næsti forseti og ætla að kynna sér frambjóðendur vel. Fylgisaukningu Höllu Tómasdóttur má einmitt rekja til kjósenda sem hafa kynnt sér frambjóðendur vel, hafa gefið sér tíma til að hlusta á hana, kynnt sér fyrir hvað hún stendur og hverju hún hefur áorkað. Það er kominn tími til að kona fái lyklavöldin aftur á Bessastöðum og Halla Tómasdóttir er hæfust þeirra kvenna sem bjóða sig fram. Enginn frambjóðenda hefur viðlíka reynslu af atvinnulífi og menntamálum. Í könnun um daginn kom fram að heiðarleiki og einlægni séu þeir eiginleikar sem séu mikilvægastir í fari forseta Íslands. Ef þú kýst þessa mannkosti og bætir við ótæmandi ástríðu er Halla Tómasdóttir forsetinn þinn. Hún er líka skemmtileg og það er vanmetinn eiginleiki sem sæmir forseta okkar vel. Höfundur er grunnskólakennari.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun