Biden segir Ísraela saklausa af ásökunum um þjóðarmorð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. maí 2024 07:46 Stjórnvöld vestanhafs ítrekuðu stuðning sinn við Ísrael í gær. AP/Jacquelyn Martin Joe Biden Bandaríkjaforseti var ómyrkur í máli í gær þegar hann tjáði sig um ákvörðun Alþjóðaglæpadómstólsins (ICC) um að gefa út handtökuskipanir á hendur leiðtogum Ísrael vegna átakanna á Gasa. Aðalsaksóknari ICC, Karim Khan, greindi frá því í gær að hann hefði ákveðið að óska eftir því að handtökuskipanir yrðu gefnar út á hendur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og varnarmálaráðherranum Yoav Gallant. Þá hefur hann einnig óskað eftir að gefnar verði út handtökuskipanir á hendur leiðtogum Hamas; Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas á Gasa, Muhammad Deif, yfirmanni hermála, og Ismail Haniyeh, pólitískum leiðtoga Hamas sem dvelur í Katar. Mennirnir eru allir sakaðir um stríðsglæpi og þrátt fyrir að Khan talaði ekki um þjóðarmorð í beiðnum sínum um handtöku Netanyahu og Gallant voru Bandaríkjamenn fljótir að ítreka þá afstöðu sína að Ísraelsmenn væru saklausir af slíkum ásökunum. President Biden: "Let me be clear. We reject the ICC's application of arrest warrants against Israeli leaders. Whatever these warrants may imply, there is no equivalence between Israel and Hamas. And it’s clear Israel wants to do all it can to ensure civilian protection, but let… pic.twitter.com/r2hDgrpMnE— Aviva Klompas (@AvivaKlompas) May 20, 2024 „Hermenn [Ísrael] vakna ekki á morgnana og fara af stað með skipanir um að myrða saklausa borgara í Gasa,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, í gær. Stjórnvöld vestanhafs hafa verið nokkuð afdráttarlaus í þeirri skoðun sinni að Ísraelsmenn þurfi að gera meira til að standa vörð um almenna borgar á Gasa og koma þeim til aðstoðar. Biden ítrekaði hins vegar að það stríð sem nú geisaði á svæðinu væri tilkomið vegna aðgerða Hamas. „Leyfið mér að vera alveg skýr; við höfnum umleitan ICC eftir handtökuskipunum gegn leiðtogum Ísrael,“ sagði Biden í gær. „Hvað svo sem þessar handtökuskipanir kunna að gefa til kynna þá er ekki hægt að leggja Ísrael og Hamas að jöfnu.“ Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Joe Biden Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Sjá meira
Aðalsaksóknari ICC, Karim Khan, greindi frá því í gær að hann hefði ákveðið að óska eftir því að handtökuskipanir yrðu gefnar út á hendur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og varnarmálaráðherranum Yoav Gallant. Þá hefur hann einnig óskað eftir að gefnar verði út handtökuskipanir á hendur leiðtogum Hamas; Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas á Gasa, Muhammad Deif, yfirmanni hermála, og Ismail Haniyeh, pólitískum leiðtoga Hamas sem dvelur í Katar. Mennirnir eru allir sakaðir um stríðsglæpi og þrátt fyrir að Khan talaði ekki um þjóðarmorð í beiðnum sínum um handtöku Netanyahu og Gallant voru Bandaríkjamenn fljótir að ítreka þá afstöðu sína að Ísraelsmenn væru saklausir af slíkum ásökunum. President Biden: "Let me be clear. We reject the ICC's application of arrest warrants against Israeli leaders. Whatever these warrants may imply, there is no equivalence between Israel and Hamas. And it’s clear Israel wants to do all it can to ensure civilian protection, but let… pic.twitter.com/r2hDgrpMnE— Aviva Klompas (@AvivaKlompas) May 20, 2024 „Hermenn [Ísrael] vakna ekki á morgnana og fara af stað með skipanir um að myrða saklausa borgara í Gasa,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, í gær. Stjórnvöld vestanhafs hafa verið nokkuð afdráttarlaus í þeirri skoðun sinni að Ísraelsmenn þurfi að gera meira til að standa vörð um almenna borgar á Gasa og koma þeim til aðstoðar. Biden ítrekaði hins vegar að það stríð sem nú geisaði á svæðinu væri tilkomið vegna aðgerða Hamas. „Leyfið mér að vera alveg skýr; við höfnum umleitan ICC eftir handtökuskipunum gegn leiðtogum Ísrael,“ sagði Biden í gær. „Hvað svo sem þessar handtökuskipanir kunna að gefa til kynna þá er ekki hægt að leggja Ísrael og Hamas að jöfnu.“
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Joe Biden Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Sjá meira