Spilaði á móti Caitlin Clark og Paige Bueckers í háskóla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2024 13:40 Elisa Pinzan og Daniela Wallen eru atvinnumennirnir í Keflavíkurliðinu. Vísir/Hulda Margrét Elisa Pinzan átti mjög flottan leik þegar Keflavíkurkonur komust í 2-0 í úrslitaeinvígi sínu á móti Njarðvík í Subway deild kvenna í körfubolta. Subway Körfuboltakvöld valdi Pinzan Play Air leiksins í öðrum leiknum þar sem hún var með 18 stig, 5 fráköst, 7 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds, fékk hana í viðtal á háborðð eftir leikinn og spurði hana meðal annars út í hlutverk hennar í Keflavíkurliðnu og um það hvort hún væri að taka að sér leiðtogahlutverk í liðinu. Ekki hugsa of mikið „Ég held það og ég vona það. Ég reyni að koma með sjálfstraust inn í liðið. Ef þú hugsar of mikið þá eru skotin þín ekki að fara niður og þú ferð að gera mistök. Þetta bara spurning um að spila leikinn og ég elska þennan leik. Ég vil bara að njóta þess að spila en liðsfélagarnir mínir fá hrós fyrir að finna mig og halda ákefðinni uppi í varnarleiknum. Nú er bara að ná í einn sigur í viðbót,“ sagði Elisa Pinzan. Pinzan var í fimm ár í bandaríska háskólaboltanum. fyrst fjögur ár með University of South Florida og svo í eitt ár með University of Maryland. Hún spilaði meðal annars með Diamond Miller sem var valin önnur í WNBA-nýliðavalinu af Minnesota Lynx. Hvernig finnst henni hafa gengið að aðlagast íslenska boltanum? Mætti öllum stjörnunum „Það hefur gengið vel. Mér fannst háskólaboltinn hjálpa mér með líkamlega þáttinn. Ég spilað á móti Paige Bueckers, Caitlyn Clark og það væri hægt að nefna alla þessar stjörnuleikmenn. Líkamlegar körfur í háskólaboltanum hjálpa þér að vera agressífari og halda þínum manni fyrir framan þig,“ sagði Pinzan. Caitlyn Clark er ein frægasta íþróttakona Bandaríkjanna í dag og hefur hjálpað til að auka mikið áhuga á kvennakörfunni. Keflvíkingar voru því að fá reynslumikinn leikmann inn í sitt lið. Pinzan segist hafa lært mikið að eltast við alla þessa frábæru íþróttakonur í bandaríska háskólaboltanum. „Ég reyni að vera agressíf, að halda mínum manni fyrir framan mig og reyna svo að skila mínu starfi sem er að hjálpa liðsfélögum mínum,“ sagði Pinzan. Það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Elisa Pinzan Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Subway Körfuboltakvöld valdi Pinzan Play Air leiksins í öðrum leiknum þar sem hún var með 18 stig, 5 fráköst, 7 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds, fékk hana í viðtal á háborðð eftir leikinn og spurði hana meðal annars út í hlutverk hennar í Keflavíkurliðnu og um það hvort hún væri að taka að sér leiðtogahlutverk í liðinu. Ekki hugsa of mikið „Ég held það og ég vona það. Ég reyni að koma með sjálfstraust inn í liðið. Ef þú hugsar of mikið þá eru skotin þín ekki að fara niður og þú ferð að gera mistök. Þetta bara spurning um að spila leikinn og ég elska þennan leik. Ég vil bara að njóta þess að spila en liðsfélagarnir mínir fá hrós fyrir að finna mig og halda ákefðinni uppi í varnarleiknum. Nú er bara að ná í einn sigur í viðbót,“ sagði Elisa Pinzan. Pinzan var í fimm ár í bandaríska háskólaboltanum. fyrst fjögur ár með University of South Florida og svo í eitt ár með University of Maryland. Hún spilaði meðal annars með Diamond Miller sem var valin önnur í WNBA-nýliðavalinu af Minnesota Lynx. Hvernig finnst henni hafa gengið að aðlagast íslenska boltanum? Mætti öllum stjörnunum „Það hefur gengið vel. Mér fannst háskólaboltinn hjálpa mér með líkamlega þáttinn. Ég spilað á móti Paige Bueckers, Caitlyn Clark og það væri hægt að nefna alla þessar stjörnuleikmenn. Líkamlegar körfur í háskólaboltanum hjálpa þér að vera agressífari og halda þínum manni fyrir framan þig,“ sagði Pinzan. Caitlyn Clark er ein frægasta íþróttakona Bandaríkjanna í dag og hefur hjálpað til að auka mikið áhuga á kvennakörfunni. Keflvíkingar voru því að fá reynslumikinn leikmann inn í sitt lið. Pinzan segist hafa lært mikið að eltast við alla þessa frábæru íþróttakonur í bandaríska háskólaboltanum. „Ég reyni að vera agressíf, að halda mínum manni fyrir framan mig og reyna svo að skila mínu starfi sem er að hjálpa liðsfélögum mínum,“ sagði Pinzan. Það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Elisa Pinzan
Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira