Erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 20. maí 2024 11:22 Eiríkur Bergmann segir allt líta út fyrir að þyrluslysið í gær hafi verið raunverulegt slys en samsæriskenningar um annað fari eflaust á kreik. Vísir/Arnar/Getty. Varaforseti Írans, Mohammad Mokhber, hefur tekið við sem forseti landsins eftir að Ebrahim Raisi lést í þyrluslysi í gær. Prófessor í stjórnmálafræði segir erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi en telur að fráfall hans muni þó ekki hafa afgerandi áhrif á ástandið í Miðausturlöndum. Raisi var á leið til borgarinnar Tabriz í norðvesturhluta Íran eftir að hafa sótt viðburð og vígt nýja stíflu nærri asersku landamærunum. Í för með Raisi í þyrlunni var utanríkisráðherra landsins, Hossein AmirAbdollahian ásamt nokkurra manna fylgdarliði og áhöfn. Talið er að þyrlan hafi skollið til jarðar eftir að flugmaður hennar lenti í vandræðum í mikilli þoku. Eftir um 15 klukkustunda leit fannst flak þyrlunnar og í ljós kom að allir sem voru um borð voru látnir. Allt bendi til þess að um slys hafi verið að ræða Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir í raun ekkert benda til þess að slysið muni leiða til frekari upplausnar í Miðausturlöndum. „Hér er ekki um að ræða leiðtoga klerkastjórnarinnar heldur næstráðandann. Áfram er Ayatollah við völd. Og það bendir allt til þess að þetta hafi verið slys einfaldlega vegna slæms veðurs frekar en að illvirkjar hafi verið á ferðinni.“ Mohammad Mokhber, varaforseti landsins, tekur nú við embætti forseta Íran en líkt og stjórnarskrá landsins kveður á um fara forsetakosningar fram innan fimmtíu daga. Eiríkur segir stjórnarfarið í Íran fremur sérkennilegt, staða forseta þar sé í raun eins og forsætisráðherra undir leiðtoga klerkastjórnar. Það er leiðtogi klerkastjórnarinnar sem er hið raunverulega vald í landinu og hann situr áfram. Raisi sem nú er látinn hafi verið einstakur harðlínumaður. „Hann var stundum kallaður kallaður slátrarinn í Tehran. Hann hefur barið niður öll andofs-og frelsisöfl í landinu með harðri hendi, hefur kúgað fólkið heima fyrir og fangelsað það. Það má gera ráð fyrir því að eftirmaður hans verði af strangari gerðinni líka. En það er erfitt að ímynda sér eins mikinn harðlínumann og Raisi var.“ Íran Þyrluslys Íransforseta Tengdar fréttir Íranski forsetinn í óljósu þyrluslysi Þyrla íranska forsetans Ebrahim Raisi lenti harkalega í dag. Þetta kemur fram í írönskum ríkismiðlum án þess að frekari upplýsingar séu gefnar upp. 19. maí 2024 13:56 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira
Raisi var á leið til borgarinnar Tabriz í norðvesturhluta Íran eftir að hafa sótt viðburð og vígt nýja stíflu nærri asersku landamærunum. Í för með Raisi í þyrlunni var utanríkisráðherra landsins, Hossein AmirAbdollahian ásamt nokkurra manna fylgdarliði og áhöfn. Talið er að þyrlan hafi skollið til jarðar eftir að flugmaður hennar lenti í vandræðum í mikilli þoku. Eftir um 15 klukkustunda leit fannst flak þyrlunnar og í ljós kom að allir sem voru um borð voru látnir. Allt bendi til þess að um slys hafi verið að ræða Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir í raun ekkert benda til þess að slysið muni leiða til frekari upplausnar í Miðausturlöndum. „Hér er ekki um að ræða leiðtoga klerkastjórnarinnar heldur næstráðandann. Áfram er Ayatollah við völd. Og það bendir allt til þess að þetta hafi verið slys einfaldlega vegna slæms veðurs frekar en að illvirkjar hafi verið á ferðinni.“ Mohammad Mokhber, varaforseti landsins, tekur nú við embætti forseta Íran en líkt og stjórnarskrá landsins kveður á um fara forsetakosningar fram innan fimmtíu daga. Eiríkur segir stjórnarfarið í Íran fremur sérkennilegt, staða forseta þar sé í raun eins og forsætisráðherra undir leiðtoga klerkastjórnar. Það er leiðtogi klerkastjórnarinnar sem er hið raunverulega vald í landinu og hann situr áfram. Raisi sem nú er látinn hafi verið einstakur harðlínumaður. „Hann var stundum kallaður kallaður slátrarinn í Tehran. Hann hefur barið niður öll andofs-og frelsisöfl í landinu með harðri hendi, hefur kúgað fólkið heima fyrir og fangelsað það. Það má gera ráð fyrir því að eftirmaður hans verði af strangari gerðinni líka. En það er erfitt að ímynda sér eins mikinn harðlínumann og Raisi var.“
Íran Þyrluslys Íransforseta Tengdar fréttir Íranski forsetinn í óljósu þyrluslysi Þyrla íranska forsetans Ebrahim Raisi lenti harkalega í dag. Þetta kemur fram í írönskum ríkismiðlum án þess að frekari upplýsingar séu gefnar upp. 19. maí 2024 13:56 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira
Íranski forsetinn í óljósu þyrluslysi Þyrla íranska forsetans Ebrahim Raisi lenti harkalega í dag. Þetta kemur fram í írönskum ríkismiðlum án þess að frekari upplýsingar séu gefnar upp. 19. maí 2024 13:56