Komst loks út í geim sextíu árum síðar Eiður Þór Árnason skrifar 20. maí 2024 10:09 Ed Dwight í febrúar síðastliðnum þegar hann var að kynna nýja heimildarmynd um geimferðakapphlaupið. AP/Chris Pizzello Ed Dwight var fyrsti svarti Bandaríkjamaðurinn til að eiga möguleika á því að fara út fyrir lofthjúp jarðar þegar hann var árið 1961 valinn inn í þjálfunarbúðir fyrir tilvonandi geimfara. Dwight var flugmaður í bandaríska flughernum þegar John F. Kennedy þáverandi Bandaríkjaforseti talaði fyrir því að hann yrði hluti af geimfarahóp bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA. Þrátt fyrir það var hann að endingu ekki valinn inn í 1963 árganginn sem innihélt geimfara á borð við Buzz Aldrin og Michael Collins sem fóru síðar út með Gemini- og Apollo-geimferðaáætlununum. Í gær varð draumur Dwight loks að veruleika þegar hann fór með geimfari Blue Origin, alls sextíu árum síðar. Upplifði hann þyngdarleysi í nokkrar mínútur ásamt fimm öðrum farþegum um borð í hylki Blue Origin en geimferðin varði einungis í um tíu mínútur áður en hylkið leitaði aftur til jarðar. AP-fréttaveitan greinir frá þessu og segir Dwight að þessi upplifun hafi breytt lífi sínu. Útsending Blue Origin frá geimskotinu. Rætt er við Dwight þegar tæplega ein klukkustund og 48 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Blue Origin er fyrirtæki í eigu Jeff Bezos, stofnanda Amazon-verslunarveldisins og eins ríkasta manns heims. Ásamt Dwight voru fjórir viðskiptamenn frá Bandaríkjunum og Frakklandi ásamt endurskoðanda á eftirlaunum um borð í hylkinu. Blue Origin býður almennum borgurum upp á að komast út í geim fyrir hátt gjald en ekki fæst uppgefið hvað farþegarnir greiddu fyrir þennan munað. Ferð Dwight var að hluta til styrkt af samtökunum Space for Humanity. Sá elsti til að fara út í geim „Ég taldi að líf mitt þyrfti ekki á þessu að halda en, núna, þarf ég þetta … ég er himinlifandi,“ sagði Dwight eftir að hann sneri aftur til jarðar og steig út úr hylkinu. Ferðin hófst í vesturhluta Texas-ríkis og gerði Dwight að elsta manninum sem hefur farið út í geim. Hann er nærri tveimur mánuðum eldri en leikarinn William Shatner sem gerði garðinn frægan í Star Trek og flaug árið 2021. Þetta var í sjöunda sinn sem Blue Origin flýgur með geimferðamenn og fyrsta ferðin í nærri tvö ár eftir atvik árið 2022 þar sem skotflaug hrapaði óvænt niður til jarðar en samtengt og mannlaust hylki lenti örugglega með aðstoð fallhlífa. NASA valdi fyrst svartan geimfara árið 1978 og varð Guion Bluford sá fyrsti til að fara út í geim árið 1983, rúmum tuttugu árum eftir að Dwight var valinn inn í geimfaraþjálfunina. Bandaríkin Geimurinn Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Fleiri fréttir Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sjá meira
Dwight var flugmaður í bandaríska flughernum þegar John F. Kennedy þáverandi Bandaríkjaforseti talaði fyrir því að hann yrði hluti af geimfarahóp bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA. Þrátt fyrir það var hann að endingu ekki valinn inn í 1963 árganginn sem innihélt geimfara á borð við Buzz Aldrin og Michael Collins sem fóru síðar út með Gemini- og Apollo-geimferðaáætlununum. Í gær varð draumur Dwight loks að veruleika þegar hann fór með geimfari Blue Origin, alls sextíu árum síðar. Upplifði hann þyngdarleysi í nokkrar mínútur ásamt fimm öðrum farþegum um borð í hylki Blue Origin en geimferðin varði einungis í um tíu mínútur áður en hylkið leitaði aftur til jarðar. AP-fréttaveitan greinir frá þessu og segir Dwight að þessi upplifun hafi breytt lífi sínu. Útsending Blue Origin frá geimskotinu. Rætt er við Dwight þegar tæplega ein klukkustund og 48 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Blue Origin er fyrirtæki í eigu Jeff Bezos, stofnanda Amazon-verslunarveldisins og eins ríkasta manns heims. Ásamt Dwight voru fjórir viðskiptamenn frá Bandaríkjunum og Frakklandi ásamt endurskoðanda á eftirlaunum um borð í hylkinu. Blue Origin býður almennum borgurum upp á að komast út í geim fyrir hátt gjald en ekki fæst uppgefið hvað farþegarnir greiddu fyrir þennan munað. Ferð Dwight var að hluta til styrkt af samtökunum Space for Humanity. Sá elsti til að fara út í geim „Ég taldi að líf mitt þyrfti ekki á þessu að halda en, núna, þarf ég þetta … ég er himinlifandi,“ sagði Dwight eftir að hann sneri aftur til jarðar og steig út úr hylkinu. Ferðin hófst í vesturhluta Texas-ríkis og gerði Dwight að elsta manninum sem hefur farið út í geim. Hann er nærri tveimur mánuðum eldri en leikarinn William Shatner sem gerði garðinn frægan í Star Trek og flaug árið 2021. Þetta var í sjöunda sinn sem Blue Origin flýgur með geimferðamenn og fyrsta ferðin í nærri tvö ár eftir atvik árið 2022 þar sem skotflaug hrapaði óvænt niður til jarðar en samtengt og mannlaust hylki lenti örugglega með aðstoð fallhlífa. NASA valdi fyrst svartan geimfara árið 1978 og varð Guion Bluford sá fyrsti til að fara út í geim árið 1983, rúmum tuttugu árum eftir að Dwight var valinn inn í geimfaraþjálfunina.
Bandaríkin Geimurinn Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Fleiri fréttir Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sjá meira