Þekkir dæmi um endalaus uppköst og garnalömun vegna lyfjanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2024 09:42 Berglind Soffía Ásbjörnsdóttir Blöndal er klínískur næringarfræðingur og starfar hjá Heilsugæslunni Urðarhvarfi. Vísir/Einar Klínískur næringarfræðingur hefur áhyggjur af stóraukinni notkun þyngdarstjórnunarlyfja hér á landi. Hún þekkir dæmi um að fólk hljóti af þeim alvarlegar aukaverkanir á borð við garnalömun. Þá telur hún lækna sæta mikilli pressu frá skjólstæðingum sínum um að skrifa upp á lyfin. Íslendingum sem taka inn lyf á borð við Ozempic, Saxenda og Wegovy hefur fjölgað um rúm sextíu prósent síðustu sextán mánuði. Sérfræðilæknir í meðferð offitu sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að lyfin væru kærkomin meðferð við sjúkdómnum offitu og henti mjög mörgum Íslendingum. Þá lýsa notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við flestir jákvæðri reynslu og litlum aukaverkunum af þeim. Berglind Soffía Ásbjörnsdóttir Blöndal, klínískur næringarfræðingur hjá Heilsugæslunni í Urðarhvarfi, segir hins vegar alls ekki alla svo heppna. Hún telur að um helmingur skjólstæðinga hennar sé á einhverjum áðurgreindra lyfja. „Það eru nokkrir sem hafa þurft að hætta [á lyfjunum] út af aukaverkunum, ýmsum aukaverkunum. Sumir hafa verið með endalaus uppköst eða endalausan niðurgang og rosalegt lystarleysi. Sumir hafa upplifað það að fá garnalömun, það er náttúrulega hættulegt og þeir þurfa þá að leggjast inn á spítala og eru þá tekin af lyfinu. Eitthvað er um brisbólgu og svoleiðis lika en það er ekki mikið sem maður sér kannski innan heilsugæslunnar.“ Áhyggjur út frá næringarfræðinni Berglind tekur sérstaklega fram að Ozempic til að mynda sé ágætt sykursýkislyf. En hún hefur áhyggjur af aukinni notkun lyfjanna til þyngdartaps, út frá næringarfræðilegu sjónarmiði. „Þetta er lyf sem hægir á magatæmingu og minnkar fæðuinntekt og oft eru þau sem sækjast eftir því að léttast einnig fólk sem hefur farið í allskonar megranir og átök áður. Og er þegar að skerða við sig fæðuinntekt af því að það vill reyna að líta út eins og samfélagið segir að það eigi að líta út.“ Berglind segir erfitt að svara því hvort henni þyki íslenskir læknar skrifa of títt upp á lyfin. „Ég held bara að það sé gríðarleg pressa á lækna frá skjólstæðingum að fara á þessi lyf. Og þeir eru klárlega læknar af því þeir vilja gera það besta fyrir fólkið sitt.“ Þá er áherslan á holdafar þegar kemur að heilsu fólks almennt of mikil, að mati Berglindar. „Þannig að ef fókusinn væri ekki svona mikið á þyngd heldur á heilsueflandi venjur sem er auðvelt að breyta, þá myndi þetta kannski ekki vera svona mikið í gangi eins og raunin er.“ Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Ekki megrunarlyf heldur lyf við offitu Sérfræðilæknir í meðferð offitu hefur áhyggjur af því að nokkur hópur fólks noti þyngdarstjórnunarlyf án þess að þurfa þau. Með lyfjunum sé hins vegar loksins komin meðferð við offitu og mikil fjölgun notenda þeirra sé aðeins byrjunin á því sem koma skal. 18. maí 2024 13:10 Of þung en annars hraust á Ozempic Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hefur fjölgað um rúm sextíu prósent á aðeins sextán mánuðum. Notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast flestir eingöngu á lyfjunum til að léttast en eru hraustir að öðru leyti. Ung kona sem notaði Ozempic segir sligandi kostnað einu ástæðu þess að hún hætti á lyfinu. 18. maí 2024 08:01 Úr 256 pakkningum á mánuði upp í sex þúsund Sprenging hefur orðið í sölu á megrunarlyfinu Ozempic hér á landi síðustu ár. Seldar pakkningar af lyfinu voru tuttugu og þrisvar sinnum fleiri á mánuði í fyrra en árið 2019. Forstjóri Lyfjastofnunar telur að minnsta kosti tíu þúsund manns noti lyfið á Íslandi. 15. maí 2024 12:06 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Íslendingum sem taka inn lyf á borð við Ozempic, Saxenda og Wegovy hefur fjölgað um rúm sextíu prósent síðustu sextán mánuði. Sérfræðilæknir í meðferð offitu sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að lyfin væru kærkomin meðferð við sjúkdómnum offitu og henti mjög mörgum Íslendingum. Þá lýsa notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við flestir jákvæðri reynslu og litlum aukaverkunum af þeim. Berglind Soffía Ásbjörnsdóttir Blöndal, klínískur næringarfræðingur hjá Heilsugæslunni í Urðarhvarfi, segir hins vegar alls ekki alla svo heppna. Hún telur að um helmingur skjólstæðinga hennar sé á einhverjum áðurgreindra lyfja. „Það eru nokkrir sem hafa þurft að hætta [á lyfjunum] út af aukaverkunum, ýmsum aukaverkunum. Sumir hafa verið með endalaus uppköst eða endalausan niðurgang og rosalegt lystarleysi. Sumir hafa upplifað það að fá garnalömun, það er náttúrulega hættulegt og þeir þurfa þá að leggjast inn á spítala og eru þá tekin af lyfinu. Eitthvað er um brisbólgu og svoleiðis lika en það er ekki mikið sem maður sér kannski innan heilsugæslunnar.“ Áhyggjur út frá næringarfræðinni Berglind tekur sérstaklega fram að Ozempic til að mynda sé ágætt sykursýkislyf. En hún hefur áhyggjur af aukinni notkun lyfjanna til þyngdartaps, út frá næringarfræðilegu sjónarmiði. „Þetta er lyf sem hægir á magatæmingu og minnkar fæðuinntekt og oft eru þau sem sækjast eftir því að léttast einnig fólk sem hefur farið í allskonar megranir og átök áður. Og er þegar að skerða við sig fæðuinntekt af því að það vill reyna að líta út eins og samfélagið segir að það eigi að líta út.“ Berglind segir erfitt að svara því hvort henni þyki íslenskir læknar skrifa of títt upp á lyfin. „Ég held bara að það sé gríðarleg pressa á lækna frá skjólstæðingum að fara á þessi lyf. Og þeir eru klárlega læknar af því þeir vilja gera það besta fyrir fólkið sitt.“ Þá er áherslan á holdafar þegar kemur að heilsu fólks almennt of mikil, að mati Berglindar. „Þannig að ef fókusinn væri ekki svona mikið á þyngd heldur á heilsueflandi venjur sem er auðvelt að breyta, þá myndi þetta kannski ekki vera svona mikið í gangi eins og raunin er.“
Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Ekki megrunarlyf heldur lyf við offitu Sérfræðilæknir í meðferð offitu hefur áhyggjur af því að nokkur hópur fólks noti þyngdarstjórnunarlyf án þess að þurfa þau. Með lyfjunum sé hins vegar loksins komin meðferð við offitu og mikil fjölgun notenda þeirra sé aðeins byrjunin á því sem koma skal. 18. maí 2024 13:10 Of þung en annars hraust á Ozempic Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hefur fjölgað um rúm sextíu prósent á aðeins sextán mánuðum. Notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast flestir eingöngu á lyfjunum til að léttast en eru hraustir að öðru leyti. Ung kona sem notaði Ozempic segir sligandi kostnað einu ástæðu þess að hún hætti á lyfinu. 18. maí 2024 08:01 Úr 256 pakkningum á mánuði upp í sex þúsund Sprenging hefur orðið í sölu á megrunarlyfinu Ozempic hér á landi síðustu ár. Seldar pakkningar af lyfinu voru tuttugu og þrisvar sinnum fleiri á mánuði í fyrra en árið 2019. Forstjóri Lyfjastofnunar telur að minnsta kosti tíu þúsund manns noti lyfið á Íslandi. 15. maí 2024 12:06 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Ekki megrunarlyf heldur lyf við offitu Sérfræðilæknir í meðferð offitu hefur áhyggjur af því að nokkur hópur fólks noti þyngdarstjórnunarlyf án þess að þurfa þau. Með lyfjunum sé hins vegar loksins komin meðferð við offitu og mikil fjölgun notenda þeirra sé aðeins byrjunin á því sem koma skal. 18. maí 2024 13:10
Of þung en annars hraust á Ozempic Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hefur fjölgað um rúm sextíu prósent á aðeins sextán mánuðum. Notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast flestir eingöngu á lyfjunum til að léttast en eru hraustir að öðru leyti. Ung kona sem notaði Ozempic segir sligandi kostnað einu ástæðu þess að hún hætti á lyfinu. 18. maí 2024 08:01
Úr 256 pakkningum á mánuði upp í sex þúsund Sprenging hefur orðið í sölu á megrunarlyfinu Ozempic hér á landi síðustu ár. Seldar pakkningar af lyfinu voru tuttugu og þrisvar sinnum fleiri á mánuði í fyrra en árið 2019. Forstjóri Lyfjastofnunar telur að minnsta kosti tíu þúsund manns noti lyfið á Íslandi. 15. maí 2024 12:06