Kjósum Katrínu Kjartan Ragnarsson skrifar 18. maí 2024 07:01 Ein helsta ástæða þess að margur maðurinn/konan hikar við og jafnvel hafnar því að taka þátt í pólitík er að þá á viðkomandi nánast fyrir víst von á að fá yfir sig skítkast, fúkyrði og allskyns gróusögur. Þó er sú manneskja sem hefur einna helst sloppið við þetta sá frambjóðandi í þessum forsetakosningum sem sem ég styð; Katrín Jakobsdóttir. Enda hefur það einkennt hennar framgöngu í stjórnmálum að hún hefur nánast aldrei hallað styggðaryrði að nokkrum manni. Hún hefur svo til alltaf farið í boltann en ekki manninn, svo þessi góða samlíking úr fótboltanum sé notuð. Það er örugglega einsdæmi í sögu íslenskra stjórnmálamanna að þó svo flokkur hennar hafi oftar en einu sinni farið niður fyrir tíuprósent í skoðanakönnunum þá hefur gjarnan meirihluti þjóðarinnar kosið hana vinsælasta stjórnmálamann landsins. En stjórnmálamaður/kona samt. Þrátt fyrir allt þá hefur hún þennan voðalega skammarblett að hafa verið í stjórnmálum. Það væri hægt að rekja mörg dæmi um merkilega framgöngu Katrínar við stjórnvölinn. En ég læt nægja þá djörfu ákvörðun að láta klára Hörpuna í miðju hruninu (ásamt Hönnu Birnu Kristjánsdóttur) og nú síðast aðkoma hennar að kjarasamningunum í janúar. Henni er helst legið á hálsi fyrir að hafa ekki komið í gegn mörgum hugarefnum sínum sem hún talaði fyrir þegar hún var í stjórnarandstöðu. Það veit hvert mannsbarn að í samsteypustjórn fær maður ekki allt sem maður vill. Katrín á stórmerkilegan feril að baki í pólitíkinni. Sá ferill er kostur en ekki galli. Þekking hennar á öllu stjórnkerfinu er sér á parti meðal frambjóðendanna. Sambönd hennar á erlendri grundu og gott orðspor er ómetanlegt. Bent hefur verið á að fyrri forsetar hafi ýmist komið úr stjórnmálunum (Sveinn Björnsson, Ásgeir Ásgeirsson og Ólafur Ragnar Grímsson) og svo aftur menningunni (Kristján Eldjárn, Vigdís Finnbogadóttir og Guðni Th. Jóhannesson). Katrín á feril að baki á báðum þessum sviðum. Hún er ekki bara fráfarandi stjórnmálamaður heldur er hún menntuð í íslenskum bókmenntum. Katrín hefur yfirburða þekkingu og reynslu til að gegna embætti forseta Íslands. Ég styð Katrínu Jakobsdóttur. Höfundur er forstöðumaður Landnámsseturs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Ein helsta ástæða þess að margur maðurinn/konan hikar við og jafnvel hafnar því að taka þátt í pólitík er að þá á viðkomandi nánast fyrir víst von á að fá yfir sig skítkast, fúkyrði og allskyns gróusögur. Þó er sú manneskja sem hefur einna helst sloppið við þetta sá frambjóðandi í þessum forsetakosningum sem sem ég styð; Katrín Jakobsdóttir. Enda hefur það einkennt hennar framgöngu í stjórnmálum að hún hefur nánast aldrei hallað styggðaryrði að nokkrum manni. Hún hefur svo til alltaf farið í boltann en ekki manninn, svo þessi góða samlíking úr fótboltanum sé notuð. Það er örugglega einsdæmi í sögu íslenskra stjórnmálamanna að þó svo flokkur hennar hafi oftar en einu sinni farið niður fyrir tíuprósent í skoðanakönnunum þá hefur gjarnan meirihluti þjóðarinnar kosið hana vinsælasta stjórnmálamann landsins. En stjórnmálamaður/kona samt. Þrátt fyrir allt þá hefur hún þennan voðalega skammarblett að hafa verið í stjórnmálum. Það væri hægt að rekja mörg dæmi um merkilega framgöngu Katrínar við stjórnvölinn. En ég læt nægja þá djörfu ákvörðun að láta klára Hörpuna í miðju hruninu (ásamt Hönnu Birnu Kristjánsdóttur) og nú síðast aðkoma hennar að kjarasamningunum í janúar. Henni er helst legið á hálsi fyrir að hafa ekki komið í gegn mörgum hugarefnum sínum sem hún talaði fyrir þegar hún var í stjórnarandstöðu. Það veit hvert mannsbarn að í samsteypustjórn fær maður ekki allt sem maður vill. Katrín á stórmerkilegan feril að baki í pólitíkinni. Sá ferill er kostur en ekki galli. Þekking hennar á öllu stjórnkerfinu er sér á parti meðal frambjóðendanna. Sambönd hennar á erlendri grundu og gott orðspor er ómetanlegt. Bent hefur verið á að fyrri forsetar hafi ýmist komið úr stjórnmálunum (Sveinn Björnsson, Ásgeir Ásgeirsson og Ólafur Ragnar Grímsson) og svo aftur menningunni (Kristján Eldjárn, Vigdís Finnbogadóttir og Guðni Th. Jóhannesson). Katrín á feril að baki á báðum þessum sviðum. Hún er ekki bara fráfarandi stjórnmálamaður heldur er hún menntuð í íslenskum bókmenntum. Katrín hefur yfirburða þekkingu og reynslu til að gegna embætti forseta Íslands. Ég styð Katrínu Jakobsdóttur. Höfundur er forstöðumaður Landnámsseturs Íslands.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun