Schauffele heldur forystunni en Tiger langt frá niðurskurðinum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. maí 2024 23:57 Xander Schauffele er í góðum málum eftir annan keppnisdag PGA-meistaramótsins. Michael Reaves/Getty Images Eftir annan keppnisdag á PGA-meistaramótinu í golfi er Xander Schauffele enn á toppnum. Tiger Woods átti hins vegar afleitan dag og var langt frá því að ná niðurskurðinum. Schauffele hélt góðri spilamennsku sinni áfram í dag og fékk þrjá fugla á fyrri níu holum hringsins. Hann nældi sér þó í skolla á elleftu holu, eftir tvo fugla í röð á níundu og tíundu, en það var fyrsti og eini skollinn hans á mótinu til þessa. Schauffele endaði hringinn á 68 höggum, eða þremur höggum undir pari, og hefur því samtals leikið á tólf höggum undir pari. Hann leiðir með einu höggi, en Collin Morikawa situr í öðru sæti á ellefu höggum undir pari og Sahith Theegala situr í þriðja sæti á tíu höggum undir pari. Þó hafa ekki allir lokið leik þegar þetta er ritað. Hins vegar átti Tiger Woods, einn besti kylfingur allra tíma, ekki góðan dag á Valhalla-vellinum í dag. Hann lék fyrstu fjórar holur dagsins á sjö höggum yfir pari og gróf sig þar með niður í holu sem hann komst aldrei upp úr. Alls lék Tiger á 77 höggum, eða sjö höggum yfir pari vallarins og var langt frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Til að ná niðurskurðinum þurftu kylfingar að vera á einu höggi undir pari. PGA-meistaramótið er í beinni á Stöð 2 Sport 4 alla helgina en bein útsending frá öðrum hring mótsins hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport 4 í kvöld. PGA-meistaramótið Golf Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Schauffele hélt góðri spilamennsku sinni áfram í dag og fékk þrjá fugla á fyrri níu holum hringsins. Hann nældi sér þó í skolla á elleftu holu, eftir tvo fugla í röð á níundu og tíundu, en það var fyrsti og eini skollinn hans á mótinu til þessa. Schauffele endaði hringinn á 68 höggum, eða þremur höggum undir pari, og hefur því samtals leikið á tólf höggum undir pari. Hann leiðir með einu höggi, en Collin Morikawa situr í öðru sæti á ellefu höggum undir pari og Sahith Theegala situr í þriðja sæti á tíu höggum undir pari. Þó hafa ekki allir lokið leik þegar þetta er ritað. Hins vegar átti Tiger Woods, einn besti kylfingur allra tíma, ekki góðan dag á Valhalla-vellinum í dag. Hann lék fyrstu fjórar holur dagsins á sjö höggum yfir pari og gróf sig þar með niður í holu sem hann komst aldrei upp úr. Alls lék Tiger á 77 höggum, eða sjö höggum yfir pari vallarins og var langt frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Til að ná niðurskurðinum þurftu kylfingar að vera á einu höggi undir pari. PGA-meistaramótið er í beinni á Stöð 2 Sport 4 alla helgina en bein útsending frá öðrum hring mótsins hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport 4 í kvöld.
PGA-meistaramótið Golf Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira