Efsti kylfingur á heimslista á yfir höfði sér fjórar ákærur Aron Guðmundsson skrifar 17. maí 2024 13:07 Scottie Scheffler, efsti kylfingur á heimslista, hefur átt ansi erfiðan morgun. Hér er búið að taka af honum fangamynd eftir ansi ótrúlega atburðarás þar sem að Scheffler virti leiðbeiningar lögreglu á vettvangi banaslyss að vettugi. Scheffler á yfir höfði sér fjórar ákærur Vísir/Skjáskot Kylfingurinn Scottie Scheffler, efsti maður á heimslista, á yfir höfði sér fjórar ákærur í kjölfar þess að hann var handtekinn á vettvangi banaslyss í morgun eftir að hafa virt lokanir lögreglunnar að vettugi. Banaslysið átti sér stað rétt hjá Valhalla vellinum í Kentukcy þar sem að PGA meistaramótið í golfi er nú haldið. Það er The Athletic sem að greinir frá en ákærurnar eru eftirfarandi: Annars stigs líkamsárás á lögreglumann Glæpsamleg hegðun af þriðju gráðu Gáleysislegur akstur Leiðbeiningar lögreglunnar virtar að vettugi Scheffler átti að hefja annan hring sinn á PGA meistaramótinu núna rétt fyrir klukkan eitt en rástíma hans var hliðrað til. Scheffler er nú mættur aftur á Valhalla völlinn og er klár í að hefja annan hring sinn á PGA meistaramótinu. Fyrr í morgun varð banaslys við Valhalla völlinn þar sem að PGA meistaramótið fer fram í þetta skipti Banaslysið varð til þess að keppni dagsins var frestað um klukkustund. Mikil umferðarteppa myndaðist vegna slyssins og Scheffler reyndi að forðast teppuna og keyrði framhjá henni. Það var í óþökk lögreglumanna sem stöðvuðu hann, leiddu í handjárnum í burtu og fóru með hann á lögreglustöð. „Lögreglumaðurinn öskraði á Scheffler og sagði honum að fara út úr bílnum. Þegar Scheffler steig út ýtti lögreglumaðurinn honum upp að bílnum að setti hann strax í handjárn. Hann situr nú í aftursæti lögreglubílsins,“ segir Jeff Darlington, fréttamaður á ESPN, á samfélagsmiðlinum X en hann varð vitni að atvikinu. Scheffler mætti til leiks á PGA meistaramótið í gær í góðu formi. Nýlega stóð hann uppi sem sigurvegari Masters og alls staðið uppi sem sigurvegari á fjórum mótum undanfarna tvo mánuði. PGA-meistaramótið er í beinni á Stöð 2 Sport 4 alla helgina en bein útsending frá öðrum hring mótsins hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport 4 í kvöld. PGA-meistaramótið Tengdar fréttir Upphafshöggi frestað vegna banaslyss skammt frá vellinum Frestun verður á upphafshöggi á öðrum mótsdegi PGA meistaramótsins eftir banaslys skammt frá Valhalla vellinum í Kentucky. 17. maí 2024 10:59 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Það er The Athletic sem að greinir frá en ákærurnar eru eftirfarandi: Annars stigs líkamsárás á lögreglumann Glæpsamleg hegðun af þriðju gráðu Gáleysislegur akstur Leiðbeiningar lögreglunnar virtar að vettugi Scheffler átti að hefja annan hring sinn á PGA meistaramótinu núna rétt fyrir klukkan eitt en rástíma hans var hliðrað til. Scheffler er nú mættur aftur á Valhalla völlinn og er klár í að hefja annan hring sinn á PGA meistaramótinu. Fyrr í morgun varð banaslys við Valhalla völlinn þar sem að PGA meistaramótið fer fram í þetta skipti Banaslysið varð til þess að keppni dagsins var frestað um klukkustund. Mikil umferðarteppa myndaðist vegna slyssins og Scheffler reyndi að forðast teppuna og keyrði framhjá henni. Það var í óþökk lögreglumanna sem stöðvuðu hann, leiddu í handjárnum í burtu og fóru með hann á lögreglustöð. „Lögreglumaðurinn öskraði á Scheffler og sagði honum að fara út úr bílnum. Þegar Scheffler steig út ýtti lögreglumaðurinn honum upp að bílnum að setti hann strax í handjárn. Hann situr nú í aftursæti lögreglubílsins,“ segir Jeff Darlington, fréttamaður á ESPN, á samfélagsmiðlinum X en hann varð vitni að atvikinu. Scheffler mætti til leiks á PGA meistaramótið í gær í góðu formi. Nýlega stóð hann uppi sem sigurvegari Masters og alls staðið uppi sem sigurvegari á fjórum mótum undanfarna tvo mánuði. PGA-meistaramótið er í beinni á Stöð 2 Sport 4 alla helgina en bein útsending frá öðrum hring mótsins hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport 4 í kvöld.
PGA-meistaramótið Tengdar fréttir Upphafshöggi frestað vegna banaslyss skammt frá vellinum Frestun verður á upphafshöggi á öðrum mótsdegi PGA meistaramótsins eftir banaslys skammt frá Valhalla vellinum í Kentucky. 17. maí 2024 10:59 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Upphafshöggi frestað vegna banaslyss skammt frá vellinum Frestun verður á upphafshöggi á öðrum mótsdegi PGA meistaramótsins eftir banaslys skammt frá Valhalla vellinum í Kentucky. 17. maí 2024 10:59