Mikil spenna ríkir fyrir bardaga Furys og Usyks sem fer fram í Sádi-Arabíu. Báðir eru kapparnir ósigraðir á ferli sínum sem atvinnumenn.
Zlatan sendi Fury skemmtilegt myndband fyrir bardagann stóra þar sem hann óskaði honum góðs gengis á sinn einstaka hátt.
„Tyson Fury, hvað er títt? Vonandi gekk undirbúningurinn vel. Þú lítur vel út. Njóttu bardagans. Ég er nokkuð viss um að þú vitir hvað þú þurfir að gera. Og ég er nokkuð viss um að þú gerir það sem þú hefur alltaf gert; að skrifa söguna,“ sagði Zlatan.
„Vertu þú sjálfur. Farðu inn í hringinn, dansaðu og leyfðu okkur að njóta. En það mikilvægasta er að þú gerir það sem þú getur og það er að vinna. Njóttu bardagans og vertu viss um að vinna hann. Skrifaðu söguna og við munum fylgjast með.“
Zlatan lagði skóna á hilluna í fyrra eftir langan og afar farsælan feril.